Kendall Jenner á forsíðu nýjasta Vogue Ritstjórn skrifar 11. ágúst 2016 18:15 Skjáskot/Vogue.com Fyrirsætan Kendall Jenner er ein heitasta fyrirsætan í tískuheiminum um þessar mundir en það kristallaðist heldur betur þegar hún prýddi forsíðuna á nýjasta tölublaði bandaríska Vogue. Um er að ræða mikilvægasta tölublað ársins, Septemberheftið, og ekki hver sem er sem fær að prýða þá forsíðu. Ljósmyndararir Mert Alas og Marcus Piggott eiga heiðurinn af forsíðunni og sömuleiðis forsíðuþættinum þar sem hausttískan er tækluð. Jenner, sem er einungis 20 ára gömul, er eðlilega í skýjunum með þetta eftirsótta verkefni í fyrirsætuheiminum. Hún klæðist fallegri buxnadragt frá Gucci á forsíðunni sjálfri en fatnað frá öllum helstu tískuhúsum í heiminum má sjá í þættinum sjálfum.Á vefsíðu Vogue má sjá myndband af því þegar fjölskylda Jenner, Kardashian-fjölskyldan kom henni á óvart þegar blaðið kom út. Skjáskot/Vogue.com Glamour Tíska Mest lesið Anne Hathaway eignast strák Glamour Björk í fullum Utopiu skrúða Glamour Með skilaboð í skyrtunni Glamour Jennifer Berg: Lambakórónur með tómatrisotto og parmesanflögum Glamour Cara Delevigne orðin stutthærð Glamour 10 atriði sem koma þér á óvart þegar þú eignast börn Glamour Meghan Markle hefur lokað bloggsíðu sinni Glamour Naomi Campbell heldur stjörnum prýdda tískusýningu í Cannes Glamour Sienna Miller draumkennd í Gucci Glamour Hráar og óunnar myndir í Pirelli dagatalinu 2017 Glamour
Fyrirsætan Kendall Jenner er ein heitasta fyrirsætan í tískuheiminum um þessar mundir en það kristallaðist heldur betur þegar hún prýddi forsíðuna á nýjasta tölublaði bandaríska Vogue. Um er að ræða mikilvægasta tölublað ársins, Septemberheftið, og ekki hver sem er sem fær að prýða þá forsíðu. Ljósmyndararir Mert Alas og Marcus Piggott eiga heiðurinn af forsíðunni og sömuleiðis forsíðuþættinum þar sem hausttískan er tækluð. Jenner, sem er einungis 20 ára gömul, er eðlilega í skýjunum með þetta eftirsótta verkefni í fyrirsætuheiminum. Hún klæðist fallegri buxnadragt frá Gucci á forsíðunni sjálfri en fatnað frá öllum helstu tískuhúsum í heiminum má sjá í þættinum sjálfum.Á vefsíðu Vogue má sjá myndband af því þegar fjölskylda Jenner, Kardashian-fjölskyldan kom henni á óvart þegar blaðið kom út. Skjáskot/Vogue.com
Glamour Tíska Mest lesið Anne Hathaway eignast strák Glamour Björk í fullum Utopiu skrúða Glamour Með skilaboð í skyrtunni Glamour Jennifer Berg: Lambakórónur með tómatrisotto og parmesanflögum Glamour Cara Delevigne orðin stutthærð Glamour 10 atriði sem koma þér á óvart þegar þú eignast börn Glamour Meghan Markle hefur lokað bloggsíðu sinni Glamour Naomi Campbell heldur stjörnum prýdda tískusýningu í Cannes Glamour Sienna Miller draumkennd í Gucci Glamour Hráar og óunnar myndir í Pirelli dagatalinu 2017 Glamour