Bakkus um borð Frosti Logason skrifar 11. ágúst 2016 07:00 Ég velti því stundum fyrir mér hvernig það er að vera flugdólgur. Maður sem ætlar að ferðast til sólríkra stranda og hafa gaman með vinum í langþráðu fríi endar tjóðraður niður í sæti sitt þar til lögregla handtekur hann á áfangastað. Þetta er í raun mjög áhugavert og spennandi rannsóknarefni. Hvernig gerist þetta eiginlega? Ég er þeirrar skoðunar að þetta hljóti undantekningalaust að vera byggt á misskilningi. Ekki er ólíklegt að viðkomandi hafi verið beittur miklum órétti og allir aðrir í vélinni hafi haft á röngu að standa. Þetta er hægt að sjá fyrir sér: Einhver samferðamaðurinn byrjar með leiðindi og dónaskap og viðkomandi neyðist kurteislega til að segja honum að halda sér saman. Við vitum öll hvernig það er. Síðan fer einhver úr áhöfn vélarinnar að skipta sér af og nauðsynlegt verður að svara því fullum hálsi líka. Á þessum tímapunkti getur verið mikilvægt að hvessa sig rækilega og gera fólki grein fyrir því hver það er sem ræður í vélinni. Ef það ekki virkar getur reynst árangursríkt að taka í lurginn á einni flugfreyjunni og garga hverslags aumingjar íslenskir ráðamenn séu. Jafnvel bæta við að bankarnir fari á endanum með okkur öll til andskotans. Það eiginlega virkar alltaf. Þá skilur fólk að þér er alvara og að full ástæða sé til að taka mark á þér. Sennilega gerist þetta yfirleitt nokkurn veginn svona. En síðan kann auðvitað að vera, í einhverjum tilfellum, að viðkomandi þurfi einfaldlega að endurskoða hvort Bakkus sé í raun og veru heppilegur ferðafélagi. Hann er í það minnsta sjaldnast góður fararstjóri.Birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. ágúst 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun
Ég velti því stundum fyrir mér hvernig það er að vera flugdólgur. Maður sem ætlar að ferðast til sólríkra stranda og hafa gaman með vinum í langþráðu fríi endar tjóðraður niður í sæti sitt þar til lögregla handtekur hann á áfangastað. Þetta er í raun mjög áhugavert og spennandi rannsóknarefni. Hvernig gerist þetta eiginlega? Ég er þeirrar skoðunar að þetta hljóti undantekningalaust að vera byggt á misskilningi. Ekki er ólíklegt að viðkomandi hafi verið beittur miklum órétti og allir aðrir í vélinni hafi haft á röngu að standa. Þetta er hægt að sjá fyrir sér: Einhver samferðamaðurinn byrjar með leiðindi og dónaskap og viðkomandi neyðist kurteislega til að segja honum að halda sér saman. Við vitum öll hvernig það er. Síðan fer einhver úr áhöfn vélarinnar að skipta sér af og nauðsynlegt verður að svara því fullum hálsi líka. Á þessum tímapunkti getur verið mikilvægt að hvessa sig rækilega og gera fólki grein fyrir því hver það er sem ræður í vélinni. Ef það ekki virkar getur reynst árangursríkt að taka í lurginn á einni flugfreyjunni og garga hverslags aumingjar íslenskir ráðamenn séu. Jafnvel bæta við að bankarnir fari á endanum með okkur öll til andskotans. Það eiginlega virkar alltaf. Þá skilur fólk að þér er alvara og að full ástæða sé til að taka mark á þér. Sennilega gerist þetta yfirleitt nokkurn veginn svona. En síðan kann auðvitað að vera, í einhverjum tilfellum, að viðkomandi þurfi einfaldlega að endurskoða hvort Bakkus sé í raun og veru heppilegur ferðafélagi. Hann er í það minnsta sjaldnast góður fararstjóri.Birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. ágúst 2016
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun