Mannréttindi gróflega brotin á Nárú Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. ágúst 2016 08:00 Í Ástralíu og víðar um heim hefur oft verið efnt til mótmæla gegn búðunum á Nárú. Þessi mynd er tekin í Ástralíu þar sem því var mótmælt að nýfætt barn yrði sent til eyjunnar ásamt móður sinni sem þurfti að komast á sjúkrahús í Ástralíu til að fæða barnið. vísir/epa Leyniskjöl frá starfsfólki áströlsku flóttamannabúðanna á Nárú sýna að þar viðgangast gróf mannréttindabrot. Breska dagblaðið The Guardian birti í gær meira en tvö þúsund skjöl, þar sem lýst er ýmsum atvikum sem upp hafa komið. Í skjölunum kemur fram að ofbeldi, kynferðisbrot, barnanauðganir og sjálfsvígstilraunir eru tíðar á eyjunni. Kvörtunum sé lítt eða ekki sinnt og aðbúnaðurinn sé óviðunandi. Mörg ljót dæmi eru um illa meðferð á börnum. Í skýrslunum er að finna sjö skýrslur um kynferðisbrot gegn börnum, 59 skýrslur um árásir á börn, 30 skýrslur um að börn hafi reynt að skaða sjálf sig og 159 skýrslur um að börn hafi hótað að skaða sjálf sig.Lengi hefur verið vitað að aðbúnaður flóttafólksins þar hefur verið lélegur en áströlsk stjórnvöld hafa gætt þess vel að halda bæði fréttafólki og fulltrúum mannréttindasamtaka í fjarlægð frá eyjunni. Flóttamannabúðunum á Nárú og á Manus-eyju í Papúa Nýju-Gíneu hefur verið líkt við Guantanamo-fangabúðirnar, sem Bandaríkjamenn starfrækja á Kúbu þar sem bandarísk lög gilda ekki nema að takmörkuðu leyti. Ástralar hafa sent allt flóttafólk, sem reynir að komast sjóleiðina til Ástralíu, beint til Nárú eða á Manus-eyju í staðinn fyrir að afgreiða mál þess heima í Ástralíu.Börnin á Nárú halda úti Facebook síðu, þótt þeim sé bannað það. Þaðan er þessi mynd fengin. MYND/Free the Children NauruFlóttafólkinu er frá upphafi gert það ljóst að það muni aldrei fá hæli í Ástralíu og stjórnvöld hafa sagt það hreint út að með þessu sé ætlunin að fæla fólk frá því að reyna að komast sjóleiðina til Ástralíu. Bæði stjórnin í Ástralíu og stjórnvöld á Nárú hafa lagt mikla áherslu á að halda þessu ástandi leyndu fyrir umheiminum og vilja helst ekki fá blaðamenn eða fulltrúa mannréttindasamtaka þangað. Uppljóstrunin í The Guardian birtist fáum dögum eftir að mannréttindasamtökin Amnesty International og Human Rights Watch sendu frá sér greinargerð um alvarleg mannréttindabrot gegn flóttafólki á Nárú. Þar eru Ástralar sakaðir um „að flytja flóttafólk og hælisleitendur gegn vilja þess til Nárú, halda því nauðugu þar í lengri tíma við ómannúðlegar aðstæður, meina flóttafólki um aðgang að viðhlítandi læknisaðstoð og búa svo um hnútana að margir bíða alvarlegan sálrænan hnekki.“ Anna Neistal, yfirmaður rannsókna hjá Amnesty International, segist í starfi sínu við að skrá mannréttindabrot aldrei áður hafa orðið vitni að jafn vel heppnuðum feluleik með slíkt og þeim sem áströlsk stjórnvöld hafa komist upp með. Amnesty krefst þess að Ástralía hætti án tafar að hafa flóttafólk í haldi á Nárú, flytji fólkið til Ástralíu og veiti því búsetu þar.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Naúrú Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Leyniskjöl frá starfsfólki áströlsku flóttamannabúðanna á Nárú sýna að þar viðgangast gróf mannréttindabrot. Breska dagblaðið The Guardian birti í gær meira en tvö þúsund skjöl, þar sem lýst er ýmsum atvikum sem upp hafa komið. Í skjölunum kemur fram að ofbeldi, kynferðisbrot, barnanauðganir og sjálfsvígstilraunir eru tíðar á eyjunni. Kvörtunum sé lítt eða ekki sinnt og aðbúnaðurinn sé óviðunandi. Mörg ljót dæmi eru um illa meðferð á börnum. Í skýrslunum er að finna sjö skýrslur um kynferðisbrot gegn börnum, 59 skýrslur um árásir á börn, 30 skýrslur um að börn hafi reynt að skaða sjálf sig og 159 skýrslur um að börn hafi hótað að skaða sjálf sig.Lengi hefur verið vitað að aðbúnaður flóttafólksins þar hefur verið lélegur en áströlsk stjórnvöld hafa gætt þess vel að halda bæði fréttafólki og fulltrúum mannréttindasamtaka í fjarlægð frá eyjunni. Flóttamannabúðunum á Nárú og á Manus-eyju í Papúa Nýju-Gíneu hefur verið líkt við Guantanamo-fangabúðirnar, sem Bandaríkjamenn starfrækja á Kúbu þar sem bandarísk lög gilda ekki nema að takmörkuðu leyti. Ástralar hafa sent allt flóttafólk, sem reynir að komast sjóleiðina til Ástralíu, beint til Nárú eða á Manus-eyju í staðinn fyrir að afgreiða mál þess heima í Ástralíu.Börnin á Nárú halda úti Facebook síðu, þótt þeim sé bannað það. Þaðan er þessi mynd fengin. MYND/Free the Children NauruFlóttafólkinu er frá upphafi gert það ljóst að það muni aldrei fá hæli í Ástralíu og stjórnvöld hafa sagt það hreint út að með þessu sé ætlunin að fæla fólk frá því að reyna að komast sjóleiðina til Ástralíu. Bæði stjórnin í Ástralíu og stjórnvöld á Nárú hafa lagt mikla áherslu á að halda þessu ástandi leyndu fyrir umheiminum og vilja helst ekki fá blaðamenn eða fulltrúa mannréttindasamtaka þangað. Uppljóstrunin í The Guardian birtist fáum dögum eftir að mannréttindasamtökin Amnesty International og Human Rights Watch sendu frá sér greinargerð um alvarleg mannréttindabrot gegn flóttafólki á Nárú. Þar eru Ástralar sakaðir um „að flytja flóttafólk og hælisleitendur gegn vilja þess til Nárú, halda því nauðugu þar í lengri tíma við ómannúðlegar aðstæður, meina flóttafólki um aðgang að viðhlítandi læknisaðstoð og búa svo um hnútana að margir bíða alvarlegan sálrænan hnekki.“ Anna Neistal, yfirmaður rannsókna hjá Amnesty International, segist í starfi sínu við að skrá mannréttindabrot aldrei áður hafa orðið vitni að jafn vel heppnuðum feluleik með slíkt og þeim sem áströlsk stjórnvöld hafa komist upp með. Amnesty krefst þess að Ástralía hætti án tafar að hafa flóttafólk í haldi á Nárú, flytji fólkið til Ástralíu og veiti því búsetu þar.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Naúrú Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent