Best klæddu konurnar á VMA hátíðinni Ritstjórn skrifar 29. ágúst 2016 02:45 Naomi Campbell var ein af þeim flottustu á hvíta dreglinum. Myndir/Getty Í nótt fór fram verðlaunahátíðin MTV Video Music Awards þar sem allar helstu stjörnurnar úr tónlistarlífinu klæddu sig upp í sitt fínasta púss og létu mynda sig á rauða dreglinum. Tískan á dreglinum var ansi fjölbreytt en samt sem áður voru gegnsæ efni og flegin snið áberandi. Glamour hefur tekið saman lista yfir best klæddu konurnar á hátíðinni eins og sjá má hér fyrir neðan.Alicia Keys mætti ómáluð og fersk ásamt eiginmanni sínum, Svizz Beats, í fallegum munstruðum kjól og með hárið tekið upp. Skemmtileg tilbreyting.Ariana Grande var glæsileg í toppi og buxum frá Alexander Wang.Ofurfyrirsætan Naomi Campbell bar af í þessum fölgræna kjól með rauðar glitrandi varir.Kim Kardashian var kynæsandi í svörtum stuttum kjól með blautt hárið.Hailey Baldwin var í skemmtilegum samfesting sem vakti mikla lukku.Britney Spears var ekkert að taka alltof miklar áhættur en samt sem áður hitti hún naglann í höfuðið og var glæsileg sem aldrei fyrr.R&B söngkonan Tinashe var í afslöppuðu en samt elegant dressi. Það kemur einstaklega vel út hjá henni, sérstaklega með hárið tekið upp.Mæðgurnar Beyonce og Blue Ivy báru af á dreglinum góða. Beyoncé klæddist ljósbláum fjaðrakjól frá Maison Francesco Scognamiglio.Myndir/Getty Mest lesið Þær best klæddu á Emmy-verðlaununum Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Fær sína eigin Barbie dúkku Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Kynþokkafulli fanginn gekk sinn fyrsta tískupall Glamour Blur Perfector kominn aftur Glamour Kylie Jenner orðin mamma Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Jennifer Lawrence var rokkaraleg í prinsessukjól frá Dior Glamour Þrjú dress á þriðjudegi Glamour
Í nótt fór fram verðlaunahátíðin MTV Video Music Awards þar sem allar helstu stjörnurnar úr tónlistarlífinu klæddu sig upp í sitt fínasta púss og létu mynda sig á rauða dreglinum. Tískan á dreglinum var ansi fjölbreytt en samt sem áður voru gegnsæ efni og flegin snið áberandi. Glamour hefur tekið saman lista yfir best klæddu konurnar á hátíðinni eins og sjá má hér fyrir neðan.Alicia Keys mætti ómáluð og fersk ásamt eiginmanni sínum, Svizz Beats, í fallegum munstruðum kjól og með hárið tekið upp. Skemmtileg tilbreyting.Ariana Grande var glæsileg í toppi og buxum frá Alexander Wang.Ofurfyrirsætan Naomi Campbell bar af í þessum fölgræna kjól með rauðar glitrandi varir.Kim Kardashian var kynæsandi í svörtum stuttum kjól með blautt hárið.Hailey Baldwin var í skemmtilegum samfesting sem vakti mikla lukku.Britney Spears var ekkert að taka alltof miklar áhættur en samt sem áður hitti hún naglann í höfuðið og var glæsileg sem aldrei fyrr.R&B söngkonan Tinashe var í afslöppuðu en samt elegant dressi. Það kemur einstaklega vel út hjá henni, sérstaklega með hárið tekið upp.Mæðgurnar Beyonce og Blue Ivy báru af á dreglinum góða. Beyoncé klæddist ljósbláum fjaðrakjól frá Maison Francesco Scognamiglio.Myndir/Getty
Mest lesið Þær best klæddu á Emmy-verðlaununum Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Fær sína eigin Barbie dúkku Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Kynþokkafulli fanginn gekk sinn fyrsta tískupall Glamour Blur Perfector kominn aftur Glamour Kylie Jenner orðin mamma Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Jennifer Lawrence var rokkaraleg í prinsessukjól frá Dior Glamour Þrjú dress á þriðjudegi Glamour