Það gekk allt upp hjá okkur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. ágúst 2016 06:00 Blikastúlkur stóðu sig frábærlega í Wales. vísir/hanna „Við komum mjög vel undirbúnar fyrir leikinn. Þjálfararnir sögðu við okkur að þetta væri hörkulið þannig að við vorum vel gíraðar og keyrðum yfir þær í fyrri hálfleik,“ segir Blikastúlkan Hallbera Guðný Gísladóttir en Blikar unnu í gær riðil sinn í forkeppni Meistaradeildarinnar. Þær urðu að vinna lokaleik sinn gegn Cardiff Met og það helst sannfærandi þar sem líklegt var að markatala myndi skera úr um sigurvegara riðilsins. Blikastúlkur svöruðu kalli þjálfara sinna með því að skora sex mörk á fyrsta hálftímanum og vinna leikinn 8-0 að lokum. Þær eru því komnar í 32-liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Þær spiluðu hörmulegt leikkerfi á móti okkur. Vængirnir voru galopnir og það var veisla fyrir okkur Fanndísi og Svövu á vængjunum. Við áttum annars mjög góðan leik. Það er langt síðan boltinn hefur flotið svona vel hjá okkur og svo kláruðum við færin almennilega. Það hefur aðeins vantað upp á það,“ segir Hallbera. Blikastúlkur gerðu 1-1 jafntefli við Spartak Subotica í fyrsta leik sínum. Voru með mikla yfirburði en fengu á sig jöfnunarmark í lokin. Það gerði riðilinn enn meira spennandi og því réð markatalan á milli þessara liða. Blikar enduðu með tíu fleiri mörk í plús en Spartak. „Í leiknum gegn Spartak vildi boltinn alls ekki inn. Það var sláin, stöngin og rétt fram hjá allan leikinn. Núna var það öfugt sem betur fer. Það var svo gaman hjá okkur á vellinum núna og allt gekk upp. Við slökuðum eðlilega aðeins á klónni í síðari hálfleik en ef við hefðum haldið áfram af sama krafti þá hefðum við vel getað sett fleiri mörk. Það var líka komin þreyta eftir þrjá leiki á einni viku,“ segir Hallbera en þær höfðu ekki hugmynd um stöðuna í hinum leiknum. „Í stöðunni 6-0 vorum við samt frekar slakar og þjálfararnir hefðu örugglega verið æstari ef þetta hefði verið í einhverri hættu.“ Nú er að bíða og sjá hvað kemur upp úr pottinum í 32-liða úrslitunum. Hallbera á sér ekkert óskalið en vill gjarna sleppa við að fara til Rússlands. „Ég er ekki mjög hrifin af því að fljúga til Rússlands. Ég myndi jafnvel fórna mér frekar í lest. Það væri gaman að fá lið í Skandinavíu eða Ítalíu þar sem við eigum möguleika,“ segir Hallbera en hún vill forðast hákarla eins og Lyon þar til síðar í keppninni. „Það væri betra að spila við Lyon bara í Cardiff í úrslitaleiknum,“ segir Hallbera létt. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Sjá meira
„Við komum mjög vel undirbúnar fyrir leikinn. Þjálfararnir sögðu við okkur að þetta væri hörkulið þannig að við vorum vel gíraðar og keyrðum yfir þær í fyrri hálfleik,“ segir Blikastúlkan Hallbera Guðný Gísladóttir en Blikar unnu í gær riðil sinn í forkeppni Meistaradeildarinnar. Þær urðu að vinna lokaleik sinn gegn Cardiff Met og það helst sannfærandi þar sem líklegt var að markatala myndi skera úr um sigurvegara riðilsins. Blikastúlkur svöruðu kalli þjálfara sinna með því að skora sex mörk á fyrsta hálftímanum og vinna leikinn 8-0 að lokum. Þær eru því komnar í 32-liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Þær spiluðu hörmulegt leikkerfi á móti okkur. Vængirnir voru galopnir og það var veisla fyrir okkur Fanndísi og Svövu á vængjunum. Við áttum annars mjög góðan leik. Það er langt síðan boltinn hefur flotið svona vel hjá okkur og svo kláruðum við færin almennilega. Það hefur aðeins vantað upp á það,“ segir Hallbera. Blikastúlkur gerðu 1-1 jafntefli við Spartak Subotica í fyrsta leik sínum. Voru með mikla yfirburði en fengu á sig jöfnunarmark í lokin. Það gerði riðilinn enn meira spennandi og því réð markatalan á milli þessara liða. Blikar enduðu með tíu fleiri mörk í plús en Spartak. „Í leiknum gegn Spartak vildi boltinn alls ekki inn. Það var sláin, stöngin og rétt fram hjá allan leikinn. Núna var það öfugt sem betur fer. Það var svo gaman hjá okkur á vellinum núna og allt gekk upp. Við slökuðum eðlilega aðeins á klónni í síðari hálfleik en ef við hefðum haldið áfram af sama krafti þá hefðum við vel getað sett fleiri mörk. Það var líka komin þreyta eftir þrjá leiki á einni viku,“ segir Hallbera en þær höfðu ekki hugmynd um stöðuna í hinum leiknum. „Í stöðunni 6-0 vorum við samt frekar slakar og þjálfararnir hefðu örugglega verið æstari ef þetta hefði verið í einhverri hættu.“ Nú er að bíða og sjá hvað kemur upp úr pottinum í 32-liða úrslitunum. Hallbera á sér ekkert óskalið en vill gjarna sleppa við að fara til Rússlands. „Ég er ekki mjög hrifin af því að fljúga til Rússlands. Ég myndi jafnvel fórna mér frekar í lest. Það væri gaman að fá lið í Skandinavíu eða Ítalíu þar sem við eigum möguleika,“ segir Hallbera en hún vill forðast hákarla eins og Lyon þar til síðar í keppninni. „Það væri betra að spila við Lyon bara í Cardiff í úrslitaleiknum,“ segir Hallbera létt.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó