Brynjar: Þegar maður ræðir breytingar á RÚV líta margir á það sem árás Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. ágúst 2016 12:54 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, voru gestir Heimis Karlssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Umræðuefnið var rekstrarumhverfi fjölmiðla og staða Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. „Þetta var mikið rætt á þeim tíma þegar ég var menntamálaráðherra á tímunum eftir hrun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Hún sagði að í hennar tíð hefði verið gripið til aðgerða með að minnka hlut RÚV á auglýsingamarkaði en núverandi stjórn hefði fært hlutina í fyrra horf. „Það er vel hægt að hafa RÚV fyrir utan auglýsingamarkað en Helgi Hjörvar telur hins vegar að það eitt og sér dugi ekki til. „Dugar það að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði? Er ekki miklu mun mikilvægara að skapa hérna rekstrarskilyrði til að fjölmiðlar þrífist almennt? Við erum hérna með lítil fyrirtæki, sem skapa efni fyrir markað sem telur 0,3 milljónir, og þau þurfa að keppa við risa á borð við Facebook og Google sem greiða hér engin gjöld.“ Brynjar Níelsson var hins vegar á því að það væri ekki stigið nógu stórt skref með því einu að RÚV færi af auglýsingamarkaði. „Það er ólíðandi, algjörlega ólíðandi, að einkareknir miðlar þurfi að keppa við RÚV um auglýsingatekjur. En það þarf að gera meira. Við verðum að endurskoða RÚV, hvernig það er fjármagnað, hvað það á að sýna og framleiða og hvers eðlis það á að vera.“ Hann sagði enn fremur að það væri ekki auðvelt að ræða slíka hluti því til staðar væru ýmsir sem „litu á það sem árás á almannaútvarpið“ og sem svo að hann vildi það feigt. Síðar í þættinum sagði Helgi að hann hefði óskað eftir því við menntamálaráðherra að sérstök umræða færi fram um stöðu og rekstrarumhverfi fjölmiðla hér á landi og þá hvað væri hægt að gera til að bæta það. Umræðurnar úr þættinum má heyra í fréttinni bæði hér fyrir ofan og fyrir neðan. Alþingi Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir íslenska fjölmiðla hvorki hafa stefnu né tilgang Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra veltir fyrir sér tilgangi íslenskra í færslu sem hann ritaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. 18. ágúst 2016 10:24 Vilja minni umsvif á auglýsingamarkaði Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögur sem fulltrúar einkarekinna fjölmiðla lögðu fram í Fréttablaðinu í gær um breytta löggjöf áhugaverðar. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að draga þurfi úr umsvifum RÚV á auglýsingama 24. ágúst 2016 07:00 Katrín um skrif Bjarna: Þung orð hjá formanni stærsta stjórnmálaflokks landsins Formaður Vinstri grænna spurði formann Sjálfstæðisflokksins út í Facebook-færslu hans sem birtist í gærkvöldi. 18. ágúst 2016 11:37 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, voru gestir Heimis Karlssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Umræðuefnið var rekstrarumhverfi fjölmiðla og staða Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. „Þetta var mikið rætt á þeim tíma þegar ég var menntamálaráðherra á tímunum eftir hrun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Hún sagði að í hennar tíð hefði verið gripið til aðgerða með að minnka hlut RÚV á auglýsingamarkaði en núverandi stjórn hefði fært hlutina í fyrra horf. „Það er vel hægt að hafa RÚV fyrir utan auglýsingamarkað en Helgi Hjörvar telur hins vegar að það eitt og sér dugi ekki til. „Dugar það að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði? Er ekki miklu mun mikilvægara að skapa hérna rekstrarskilyrði til að fjölmiðlar þrífist almennt? Við erum hérna með lítil fyrirtæki, sem skapa efni fyrir markað sem telur 0,3 milljónir, og þau þurfa að keppa við risa á borð við Facebook og Google sem greiða hér engin gjöld.“ Brynjar Níelsson var hins vegar á því að það væri ekki stigið nógu stórt skref með því einu að RÚV færi af auglýsingamarkaði. „Það er ólíðandi, algjörlega ólíðandi, að einkareknir miðlar þurfi að keppa við RÚV um auglýsingatekjur. En það þarf að gera meira. Við verðum að endurskoða RÚV, hvernig það er fjármagnað, hvað það á að sýna og framleiða og hvers eðlis það á að vera.“ Hann sagði enn fremur að það væri ekki auðvelt að ræða slíka hluti því til staðar væru ýmsir sem „litu á það sem árás á almannaútvarpið“ og sem svo að hann vildi það feigt. Síðar í þættinum sagði Helgi að hann hefði óskað eftir því við menntamálaráðherra að sérstök umræða færi fram um stöðu og rekstrarumhverfi fjölmiðla hér á landi og þá hvað væri hægt að gera til að bæta það. Umræðurnar úr þættinum má heyra í fréttinni bæði hér fyrir ofan og fyrir neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir íslenska fjölmiðla hvorki hafa stefnu né tilgang Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra veltir fyrir sér tilgangi íslenskra í færslu sem hann ritaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. 18. ágúst 2016 10:24 Vilja minni umsvif á auglýsingamarkaði Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögur sem fulltrúar einkarekinna fjölmiðla lögðu fram í Fréttablaðinu í gær um breytta löggjöf áhugaverðar. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að draga þurfi úr umsvifum RÚV á auglýsingama 24. ágúst 2016 07:00 Katrín um skrif Bjarna: Þung orð hjá formanni stærsta stjórnmálaflokks landsins Formaður Vinstri grænna spurði formann Sjálfstæðisflokksins út í Facebook-færslu hans sem birtist í gærkvöldi. 18. ágúst 2016 11:37 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Fjármálaráðherra segir íslenska fjölmiðla hvorki hafa stefnu né tilgang Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra veltir fyrir sér tilgangi íslenskra í færslu sem hann ritaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. 18. ágúst 2016 10:24
Vilja minni umsvif á auglýsingamarkaði Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögur sem fulltrúar einkarekinna fjölmiðla lögðu fram í Fréttablaðinu í gær um breytta löggjöf áhugaverðar. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að draga þurfi úr umsvifum RÚV á auglýsingama 24. ágúst 2016 07:00
Katrín um skrif Bjarna: Þung orð hjá formanni stærsta stjórnmálaflokks landsins Formaður Vinstri grænna spurði formann Sjálfstæðisflokksins út í Facebook-færslu hans sem birtist í gærkvöldi. 18. ágúst 2016 11:37