Stórleikur helgarinnar í ítalska boltanum var viðureign Napoli og AC Milan en hann fór fram í kvöld í Napoli.
Leikurinn olli svo sannarlega engum vonbrigðum en Napoli vann frábæran 4-2 sigur í hörku leik.
Arkadiusz Milik, leikmaður Napoli, skoraði tvö fyrstu mörkin á fyrsta hálftímanum og var staðan orðin 2-0.
Mbaye Niang minnkaði muninn í upphafi síðari hálfleiks og það var síðan Suso sem jafnaði fyrir AC Milan á 55. mínútu.
Jose Maria Callejon tryggði Napoli sigurinn stundarfjórðungi fyrir leikslok og brutust út mikil fagnaðarlæti í Napoli. Alessio Romagnoli, leikmaður AC Milan, gerði sjálfsmark undir blálok leiksins og niðurstaðan 4-2 sigur heimamanna.
Napoli er með fjögur stig eftir tvær umferðir en AC Milan er með þrjú stig.
Napoli hafði betur gegn AC Milan í stórleik helgarinnar á Ítalíu
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn



Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti



Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant
Körfubolti

