Einn hættulegasti hákarl heims skammt út frá Þorlákshöfn Gissur Sigurðsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 26. ágúst 2016 20:49 Sjómennirnir kipptu sér lítið upp við það að að hafa fengið einn hættulegasta hákarl í heimi upp í bátinn. vísir/þorvaldur Áhöfnin á línubátnum Sæunni Sæmundsdóttur ÁR hefur í tvígang í þessari viku fengið Bláháf á línuna, en hann er einn af tíu hættulegustu hákörlum í heimi. Bláháfur er mannæta þegar þannig liggur á honum. Þorvaldur Garðarson skipstjóri segir að hákarlarnir hafi komið á línuna um fimmtán til tuttugu sjómílum frá Þorlákshöfn. Þorvaldur er sjómaður til fjörutíu og þriggja ára, og segist aldrei hafa séð neitt í líkingu við þetta. „Þetta er eitthvað sem er mjög sjaldgæft en hefur fengist með túnfiskveiðum langt suður í hafinu, en er samt mjög sjaldgæft. Ég er búinn að vera á sjó í 43 ár og hef aldrei séð þetta kvikindi,” segir hann."Þeir sem stunda sjósund af kappi ættu að fara að hugsa sinn gang,” segir Þorvaldur.vísir/þorvaldur garðarssonÁ Vísindavefnum segir að Bláháfurinn sé stór hákarl og geti orðið allt að 380 cm að lengd og rúmlega 200 kíló að þyngd. Hans helsta fæða séu smokkfiskar og aðrir höfuðfætlingar auk þess sem hann geri tækifærisárásir á dýr sem hann kemst í tæri við, og eru menn þar ekki undanskildir. Þorvaldur segir háfana hafa bitið á línuna. „Þeir tóku línuna og flæktu henni utan um sporðinn. Annars hefðu þeir eflaust slitið hann,” segir hann. “En þeir sem stunda sjósund af kappi ættu að fara að hugsa sinn gang,” bætir hann við og hlær. Þorvaldur bindur vonir við að hákarlarnir verði nýttir til sýninga. „Þetta fer bara á fiskmarkaðinn ef einhver vill kaupa þetta. En það væri helst að einhver myndi kaupa þetta til að hafa til sýnis eða eitthvað svoleiðis.”Hér má lesa nánar um Bláháf. Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Áhöfnin á línubátnum Sæunni Sæmundsdóttur ÁR hefur í tvígang í þessari viku fengið Bláháf á línuna, en hann er einn af tíu hættulegustu hákörlum í heimi. Bláháfur er mannæta þegar þannig liggur á honum. Þorvaldur Garðarson skipstjóri segir að hákarlarnir hafi komið á línuna um fimmtán til tuttugu sjómílum frá Þorlákshöfn. Þorvaldur er sjómaður til fjörutíu og þriggja ára, og segist aldrei hafa séð neitt í líkingu við þetta. „Þetta er eitthvað sem er mjög sjaldgæft en hefur fengist með túnfiskveiðum langt suður í hafinu, en er samt mjög sjaldgæft. Ég er búinn að vera á sjó í 43 ár og hef aldrei séð þetta kvikindi,” segir hann."Þeir sem stunda sjósund af kappi ættu að fara að hugsa sinn gang,” segir Þorvaldur.vísir/þorvaldur garðarssonÁ Vísindavefnum segir að Bláháfurinn sé stór hákarl og geti orðið allt að 380 cm að lengd og rúmlega 200 kíló að þyngd. Hans helsta fæða séu smokkfiskar og aðrir höfuðfætlingar auk þess sem hann geri tækifærisárásir á dýr sem hann kemst í tæri við, og eru menn þar ekki undanskildir. Þorvaldur segir háfana hafa bitið á línuna. „Þeir tóku línuna og flæktu henni utan um sporðinn. Annars hefðu þeir eflaust slitið hann,” segir hann. “En þeir sem stunda sjósund af kappi ættu að fara að hugsa sinn gang,” bætir hann við og hlær. Þorvaldur bindur vonir við að hákarlarnir verði nýttir til sýninga. „Þetta fer bara á fiskmarkaðinn ef einhver vill kaupa þetta. En það væri helst að einhver myndi kaupa þetta til að hafa til sýnis eða eitthvað svoleiðis.”Hér má lesa nánar um Bláháf.
Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira