Lít stoltur og glaður til baka yfir ferilinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. ágúst 2016 06:30 Jón Arnór Stefánsson. vísir/daníel Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson mun spila í Domino’s-deildinni í vetur og hefur sagt skilið við atvinnumennskuna á meginlandi Evrópu en það staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið í gær. Það hefur lengi blundað í honum að snúa aftur til Íslands eftir að samningur hans við spænska liðið Valencia rann út í sumar en nú hefur hann tekið endanlega ákvörðun um að snúa aftur heim. „Ég er nú alltaf nokkuð hamingjusamur maður en vissulega er það smá léttir að hafa tekið þessa ákvörðun og geta sagt að maður sé kominn heim,“ segir Jón Arnór. „Ég er þó alls ekki hættur og mun spila í einhver ár í viðbót hér heima.“Óvíst hvar hann spilar Hann hefur verið sterklega orðaður við sitt gamla félag, KR, sem hann spilaði með tímabilið 2008-9 en það er eina árið sem hann hefur spilað hér á landi síðan hann hélt fyrst utan í atvinnumennsku árið 2002. Hann segir þó að hann hafi ekki tekið ákvörðun um hvar hann muni spila í vetur en auk KR hefur hann helst verið orðaður við Stjörnuna og Grindavík. Fram undan er mikilvægt verkefni með landsliðinu en í næstu viku hefur það leik í undankeppni EM 2017. Jón Arnór segist ætla að einbeita sér að því áður en ákvörðun verður tekin um veturinn og hvaða lið hann muni velja.Sáttur við ferilinn Jón Arnór er 33 ára en hefur á löngum atvinnumannsferli spilað með tíu félagsliðum í fimm löndum utan Íslands - Bandaríkjunum, Þýskalandi, Rússlandi, Ítalíu og Spáni. Hann varð Evrópumeistari með Dynamo St. Pétursborg árið 2005 og fór langt í úrslitakeppninni á Spáni með bæði Unicaja Malaga og Valencia. „Ég lít stoltur og glaður til baka yfir ferilinn. Hann hefur verið langur og skemmtilegur og gefið mér ótrúlega mikið,“ segir Jón Arnór sem segir að fjölskyldan leiki stórt hlutverk í lífi hans nú sem hafi haft mikið að segja. „Börnin mín eru að komast á skólaaldur og eldri sonur minn er nýbyrjaður í skóla. Þessir þættir skipta meira máli í dag.“ Hann segir að það þyrfti ansi mikið til að fá sig til að breyta um skoðun úr þessu. „Ég hef verið að fá tilboð í sumar, aðallega frá Spáni, en gefið þau strax frá mér. Það þyrfti að vera ansi gott til að fá mig út aftur.“ Dominos-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson mun spila í Domino’s-deildinni í vetur og hefur sagt skilið við atvinnumennskuna á meginlandi Evrópu en það staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið í gær. Það hefur lengi blundað í honum að snúa aftur til Íslands eftir að samningur hans við spænska liðið Valencia rann út í sumar en nú hefur hann tekið endanlega ákvörðun um að snúa aftur heim. „Ég er nú alltaf nokkuð hamingjusamur maður en vissulega er það smá léttir að hafa tekið þessa ákvörðun og geta sagt að maður sé kominn heim,“ segir Jón Arnór. „Ég er þó alls ekki hættur og mun spila í einhver ár í viðbót hér heima.“Óvíst hvar hann spilar Hann hefur verið sterklega orðaður við sitt gamla félag, KR, sem hann spilaði með tímabilið 2008-9 en það er eina árið sem hann hefur spilað hér á landi síðan hann hélt fyrst utan í atvinnumennsku árið 2002. Hann segir þó að hann hafi ekki tekið ákvörðun um hvar hann muni spila í vetur en auk KR hefur hann helst verið orðaður við Stjörnuna og Grindavík. Fram undan er mikilvægt verkefni með landsliðinu en í næstu viku hefur það leik í undankeppni EM 2017. Jón Arnór segist ætla að einbeita sér að því áður en ákvörðun verður tekin um veturinn og hvaða lið hann muni velja.Sáttur við ferilinn Jón Arnór er 33 ára en hefur á löngum atvinnumannsferli spilað með tíu félagsliðum í fimm löndum utan Íslands - Bandaríkjunum, Þýskalandi, Rússlandi, Ítalíu og Spáni. Hann varð Evrópumeistari með Dynamo St. Pétursborg árið 2005 og fór langt í úrslitakeppninni á Spáni með bæði Unicaja Malaga og Valencia. „Ég lít stoltur og glaður til baka yfir ferilinn. Hann hefur verið langur og skemmtilegur og gefið mér ótrúlega mikið,“ segir Jón Arnór sem segir að fjölskyldan leiki stórt hlutverk í lífi hans nú sem hafi haft mikið að segja. „Börnin mín eru að komast á skólaaldur og eldri sonur minn er nýbyrjaður í skóla. Þessir þættir skipta meira máli í dag.“ Hann segir að það þyrfti ansi mikið til að fá sig til að breyta um skoðun úr þessu. „Ég hef verið að fá tilboð í sumar, aðallega frá Spáni, en gefið þau strax frá mér. Það þyrfti að vera ansi gott til að fá mig út aftur.“
Dominos-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga