Lið Ólafs Kristjánssonar, Randers, er á flugi í dönsku deildinni og vann sinn fjórða sigur í síðustu fimm leikjum í kvöld.
Þá vann Randers 1-0 heimasigur gegn Silkeborg með marki Mikkel Kallesöe á 36. mínútu.
Randers er með 14 stig rétt eins og Bröndy og FCK en þau eiga leik inni. Hannes Þór Halldórsson stóð í marki Randers og hélt hreinu.
Adam Örn Arnarson var í liði Álasund í norska boltanum í kvöld en þeir Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson voru á bekknum.
Aron Elís kom af bekknum á 62. mínútu er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Sarpsborg. Adam Örn lagði upp bæði mörk Álasund í leiknum en liðið er eftir sem áður í fallsæti.
Enn einn sigurinn hjá Randers
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
