„Heppin að vera þar sem börnin fá tækifæri til þess að leika sér“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2016 13:45 Sýrlensku flóttamennirnir sem settust að á Akureyri fyrr á árinu eru afar ánægð með hvernig þeim hefur verið tekið. Vísir/Auðunn „Við erum heppin að vera hér þar sem börnin okkar fá tækifæri til þess að leika sér. Þetta er draumur flestra Sýrlendinga í augnablikinu. Að endurvekja hamingjuna í hjörtum barna sinna.“ Svo mælti Khattab Al Mohammad, fjölskyldufaðir sýrlenskrar fjölskyldu sem settist að á Akureyri fyrr á árinu er hann ræddi nýverið við blaðamann PBS. Bandaríski fjölmiðillinn tók upp sérstakt innslag um flóttamenn á Íslandi og hvernig samfélagið hefur tekið á móti þeim. Er fjölskylda Mohammad afar ánægð með móttökurnar sem hún hefur fengið á Akureyri og en alls settust sex sýrlenskar fjölskyldur að á Íslandi á síðasta ári, þar af fjórar á Akureyri. „Ég er mjög hamingjusöm. Hér taka allir vel á móti okkur og eru örlátir. Við erum stolt af því að vera hér og að vera hluti af þessu samfélagi,“ sagði Noufa Al-Mohammad, móðir Katthab.Krakkarnir hafa meðal annars farið á snjósleða í fyrsta skipti á ævinni eftir að þau komi til Akureyrar.Mynd/Rauði krossinnVeðrið það erfiðasta við að vera á Íslandi Katthab segir aðlögunin að íslensku samfélagi hafi að mestu gengið vel en veðurfarið sé það erfiðasta enda fjölskyldan ekk vön snjónum sem gjarnan safnast saman á Akureyri yfir vetrartíminn. Þau séu mjög þakklát fyrir alla aðstoðina sem þau hafa fengið en þau vilji ólm gefa sitt til baka. „Við erum mjög þakklát fyrir allt saman en við viljum ekki lifa á slíkri ölmusu. Við viljum gefa okkar til baka, taka þátt í samfélaginu og atvinnulífinu hér á íslandi,“ segir Katthab. „Þetta er það sem allir Sýrlendingar eru að reyna víðsvegar um heiminn. Við erum sjálfstæður þjóðflokkur og okkur líkar illa við að vera háð einhverjum.“ Fjallaði Malcolm Brabant, blaðamaður PBS, einnig um mótmæli Íslensku þjóðfylkingarinnar gegn nýjum útlendingalögum á Austurvelli á dögunum og mótmælin gegn þeim sem fóru fram á sama tíma en sjá má innslagið hér að neðan. Tengdar fréttir Sýrlensku börnin kát í snjónum á Akureyri Það ríkti kátína og gleði hjá sýrlensku börnunum sem léku sér í snjónum á Akureyri í gær en þau eru hluti af hópi flóttamanna sem kom hingað til lands í vikunni. 21. janúar 2016 14:43 Börnin óþreyjufull að hefja í skólagönguna Flóttafólk sem hingað er komið bjó í Beirút við ótryggar og erfiðar aðstæður. Börn á skólaaldri setjast í vetur í fyrsta sinn á skólabekk eftir langt hlé og eru óþreyjufull að hefja skólavistina. 21. janúar 2016 10:21 Flóttamenn á Akureyri fengu hatursbréf: Segja 99 prósent heimamanna taka vel á móti sér „Móttökurnar hafa verið betri en við gátum ímyndað okkur,“ segir Khattab Al Mohammad. 20. febrúar 2016 14:30 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira
„Við erum heppin að vera hér þar sem börnin okkar fá tækifæri til þess að leika sér. Þetta er draumur flestra Sýrlendinga í augnablikinu. Að endurvekja hamingjuna í hjörtum barna sinna.“ Svo mælti Khattab Al Mohammad, fjölskyldufaðir sýrlenskrar fjölskyldu sem settist að á Akureyri fyrr á árinu er hann ræddi nýverið við blaðamann PBS. Bandaríski fjölmiðillinn tók upp sérstakt innslag um flóttamenn á Íslandi og hvernig samfélagið hefur tekið á móti þeim. Er fjölskylda Mohammad afar ánægð með móttökurnar sem hún hefur fengið á Akureyri og en alls settust sex sýrlenskar fjölskyldur að á Íslandi á síðasta ári, þar af fjórar á Akureyri. „Ég er mjög hamingjusöm. Hér taka allir vel á móti okkur og eru örlátir. Við erum stolt af því að vera hér og að vera hluti af þessu samfélagi,“ sagði Noufa Al-Mohammad, móðir Katthab.Krakkarnir hafa meðal annars farið á snjósleða í fyrsta skipti á ævinni eftir að þau komi til Akureyrar.Mynd/Rauði krossinnVeðrið það erfiðasta við að vera á Íslandi Katthab segir aðlögunin að íslensku samfélagi hafi að mestu gengið vel en veðurfarið sé það erfiðasta enda fjölskyldan ekk vön snjónum sem gjarnan safnast saman á Akureyri yfir vetrartíminn. Þau séu mjög þakklát fyrir alla aðstoðina sem þau hafa fengið en þau vilji ólm gefa sitt til baka. „Við erum mjög þakklát fyrir allt saman en við viljum ekki lifa á slíkri ölmusu. Við viljum gefa okkar til baka, taka þátt í samfélaginu og atvinnulífinu hér á íslandi,“ segir Katthab. „Þetta er það sem allir Sýrlendingar eru að reyna víðsvegar um heiminn. Við erum sjálfstæður þjóðflokkur og okkur líkar illa við að vera háð einhverjum.“ Fjallaði Malcolm Brabant, blaðamaður PBS, einnig um mótmæli Íslensku þjóðfylkingarinnar gegn nýjum útlendingalögum á Austurvelli á dögunum og mótmælin gegn þeim sem fóru fram á sama tíma en sjá má innslagið hér að neðan.
Tengdar fréttir Sýrlensku börnin kát í snjónum á Akureyri Það ríkti kátína og gleði hjá sýrlensku börnunum sem léku sér í snjónum á Akureyri í gær en þau eru hluti af hópi flóttamanna sem kom hingað til lands í vikunni. 21. janúar 2016 14:43 Börnin óþreyjufull að hefja í skólagönguna Flóttafólk sem hingað er komið bjó í Beirút við ótryggar og erfiðar aðstæður. Börn á skólaaldri setjast í vetur í fyrsta sinn á skólabekk eftir langt hlé og eru óþreyjufull að hefja skólavistina. 21. janúar 2016 10:21 Flóttamenn á Akureyri fengu hatursbréf: Segja 99 prósent heimamanna taka vel á móti sér „Móttökurnar hafa verið betri en við gátum ímyndað okkur,“ segir Khattab Al Mohammad. 20. febrúar 2016 14:30 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira
Sýrlensku börnin kát í snjónum á Akureyri Það ríkti kátína og gleði hjá sýrlensku börnunum sem léku sér í snjónum á Akureyri í gær en þau eru hluti af hópi flóttamanna sem kom hingað til lands í vikunni. 21. janúar 2016 14:43
Börnin óþreyjufull að hefja í skólagönguna Flóttafólk sem hingað er komið bjó í Beirút við ótryggar og erfiðar aðstæður. Börn á skólaaldri setjast í vetur í fyrsta sinn á skólabekk eftir langt hlé og eru óþreyjufull að hefja skólavistina. 21. janúar 2016 10:21
Flóttamenn á Akureyri fengu hatursbréf: Segja 99 prósent heimamanna taka vel á móti sér „Móttökurnar hafa verið betri en við gátum ímyndað okkur,“ segir Khattab Al Mohammad. 20. febrúar 2016 14:30