Partur af því að vera til Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 10:00 "Ég ætla að hafa eitthvert smáfjör á völdum stað fyrir helstu móðursystur. Aðeins að minna fólk á mig,“ segir afmælisbarn dagsins, Bragi Valdimar. Vísir/Hanna „Mér finnst stórkostlegt að eiga afmæli,“ segir Bragi Valdimar Skúlason sem er fertugur í dag. „Það er partur af því að vera til og að láta minna sig reglulega á það,“ bætir hann við heimspekilega áður en grínið tekur völdin. „Svo fær maður fullt af kveðjum á Fésbók og stóra pakka. Ég er farinn að fá pakka bara á tíu ára fresti og nú er tilefni til að gleðja mig!“ En hvað langar þig helst í? spyr ég og bendi honum á tækifærið til að birta óskalista. „Bara einhverja sjaldgæfa Pokémona, er það ekki það sem alla dreymir um? – Held reyndar að það sé ekki hægt að gefa svoleiðis. Fólk verður bara að gefa mér aðgang að bankareikningunum sínum.“ Dregur svo í land. „Nei annars – mig vantar nú ekki margt.“ Bragi Valdimar ætlar hins vegar að gefa þjóðinni gjöf á næstu dögum því 4. september byrjar ný Orðbragðsþáttaröð í sjónvarpinu sem hann sér um, ásamt Brynju Þorgeirsdóttur. „Þar er bara meira af því sama og síðast, orðbragðið okkar er ótæmandi brunnur og alltaf af nógu að taka,“ segir hann. Ekki kveðst hann punkta hjá sér hugmyndir fyrir þáttinn dagsdaglega heldur poppi þær sjálfkrafa upp þegar þau Brynja byrji að undirbúa þættina. „Við þurfum að henda miklu fleiri hugmyndum en við komum fyrir. Það varð líka eins árs hlé hjá okkur og þá safnaðist í hugmyndabankann.“ En ætlar Bragi Valdimar að halda upp á afmælið í dag? „Ég ætla að hafa eitthvert smáfjör á völdum stað fyrir helstu móðursystur. Aðeins að minna fólk á mig.“ Hann kveðst alltaf hafa átt prýðileg afmæli. „Þriggja ára afmælið hefur örugglega verið hressandi. Ég reyni bara að hafa þetta svipað. Hafa nógu stóra köku – í hlutfalli við mig!“ Þegar Bragi Valdimar er spurður í lokin hvernig hann vilji láta titla sig í viðtalinu vefst það aðeins fyrir honum. „Kallaðu mig bara sumtmúligmann!“ verður niðurstaðan.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. ágúst 2016. Lífið Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
„Mér finnst stórkostlegt að eiga afmæli,“ segir Bragi Valdimar Skúlason sem er fertugur í dag. „Það er partur af því að vera til og að láta minna sig reglulega á það,“ bætir hann við heimspekilega áður en grínið tekur völdin. „Svo fær maður fullt af kveðjum á Fésbók og stóra pakka. Ég er farinn að fá pakka bara á tíu ára fresti og nú er tilefni til að gleðja mig!“ En hvað langar þig helst í? spyr ég og bendi honum á tækifærið til að birta óskalista. „Bara einhverja sjaldgæfa Pokémona, er það ekki það sem alla dreymir um? – Held reyndar að það sé ekki hægt að gefa svoleiðis. Fólk verður bara að gefa mér aðgang að bankareikningunum sínum.“ Dregur svo í land. „Nei annars – mig vantar nú ekki margt.“ Bragi Valdimar ætlar hins vegar að gefa þjóðinni gjöf á næstu dögum því 4. september byrjar ný Orðbragðsþáttaröð í sjónvarpinu sem hann sér um, ásamt Brynju Þorgeirsdóttur. „Þar er bara meira af því sama og síðast, orðbragðið okkar er ótæmandi brunnur og alltaf af nógu að taka,“ segir hann. Ekki kveðst hann punkta hjá sér hugmyndir fyrir þáttinn dagsdaglega heldur poppi þær sjálfkrafa upp þegar þau Brynja byrji að undirbúa þættina. „Við þurfum að henda miklu fleiri hugmyndum en við komum fyrir. Það varð líka eins árs hlé hjá okkur og þá safnaðist í hugmyndabankann.“ En ætlar Bragi Valdimar að halda upp á afmælið í dag? „Ég ætla að hafa eitthvert smáfjör á völdum stað fyrir helstu móðursystur. Aðeins að minna fólk á mig.“ Hann kveðst alltaf hafa átt prýðileg afmæli. „Þriggja ára afmælið hefur örugglega verið hressandi. Ég reyni bara að hafa þetta svipað. Hafa nógu stóra köku – í hlutfalli við mig!“ Þegar Bragi Valdimar er spurður í lokin hvernig hann vilji láta titla sig í viðtalinu vefst það aðeins fyrir honum. „Kallaðu mig bara sumtmúligmann!“ verður niðurstaðan.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. ágúst 2016.
Lífið Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira