Múlakot endurreist til minja um garðrækt, hótel og listamenn Kristján Már Unnarsson skrifar 25. ágúst 2016 20:00 Eitt elsta djásn íslenskra sveitagarða og eitt fyrsta sveitahótel landsins verða hluti gestastofu sem áformað er að opna í Múlakoti í Fljótshlíð. Fyrstu áföngum verður fagnað með ljósahátíð þar annaðkvöld, föstudagskvöld, klukkan 20. Fjallasýnin úr Múlakoti er svipuð og Gunnar á Hlíðarenda hafði fyrir þúsund árum enda stutt á milli bæjanna austast í Fljótshlíðinni. Múlakot á sér merkan sess í menningar- og atvinnusögu landsins fyrir þá sök að fyrir um öld voru þar brautryðjendur að minnsta kosti á þremur sviðum; á sviði málaralistar, ferðaþjónustu og síðast en ekki síst á sviði garðræktar til sveita.Nemendur Garðyrkjuskólans í vinnuferð í Múlakoti í fyrrasumar.Mynd/Múlakot.Eigendur Múlakots, hjónin Sigríður Hjartar og Stefán Guðbergsson, stefna að því að menningarminjar staðarins verði opnaðar almenningi til sýnis. Þau gáfu gamla húsið og bæjartorfuna í því skyni til sjálfseignarstofnunar um verkefnið. Garðurinn var kominn í órækt og tóku nemendur Garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölfusi að sér að taka hann í gegn. Hann er 119 ára gamall og eitt elsta djásn íslenskra sveitagarða. Sveitarfélagið Rangárþing eystra, Byggðasafnið á Skógum og sérstakt vinafélag koma einnig að málum. Mikið verk verður að gera upp gamla húsið, en í því var rekið eitt fyrsta sveitahótel landsins.Minnisvarði um Guðbjörgu Þorleifsdóttur, sem hóf garðræktina árið 1897.Stöð 2/Einar Árnason.Í Múlakoti var líka eitt fyrsta listamannaathvarfið, hér dvöldu langdvölum landskunnir listmálarar, eins og Ásgrímur Jónsson, Gunnlaugur Scheving og Jón Engilberts. „Flestir landslagsmálarar Íslands á tímabilinu frá 1915 til 1965 máluðu einhvern tíma í Múlakoti,“ segir Sigríður í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Fyrstu áföngum í endurreisninni verður fagnað í garðinum klukkan tuttugu annaðkvöld með ljósakvöldi í ágústhúminu, í anda þess sem tíðkað var í garðinum fyrir miðja síðustu öld. „Vinafélag gamla bæjarins í Múlakoti styður við þetta með ráðum og dáð og það er í raun því til heiðurs, fólkinu í Vinafélaginu, sem að hátíðin er haldin, þó að sjálfsögðu séu allir velkomnir,“ segir Sigríður Hjartar, skógarbóndi í Múlakoti.Gamla húsið er friðlýst.Stöð 2/Einar Árnason. Garðyrkja Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Eitt elsta djásn íslenskra sveitagarða og eitt fyrsta sveitahótel landsins verða hluti gestastofu sem áformað er að opna í Múlakoti í Fljótshlíð. Fyrstu áföngum verður fagnað með ljósahátíð þar annaðkvöld, föstudagskvöld, klukkan 20. Fjallasýnin úr Múlakoti er svipuð og Gunnar á Hlíðarenda hafði fyrir þúsund árum enda stutt á milli bæjanna austast í Fljótshlíðinni. Múlakot á sér merkan sess í menningar- og atvinnusögu landsins fyrir þá sök að fyrir um öld voru þar brautryðjendur að minnsta kosti á þremur sviðum; á sviði málaralistar, ferðaþjónustu og síðast en ekki síst á sviði garðræktar til sveita.Nemendur Garðyrkjuskólans í vinnuferð í Múlakoti í fyrrasumar.Mynd/Múlakot.Eigendur Múlakots, hjónin Sigríður Hjartar og Stefán Guðbergsson, stefna að því að menningarminjar staðarins verði opnaðar almenningi til sýnis. Þau gáfu gamla húsið og bæjartorfuna í því skyni til sjálfseignarstofnunar um verkefnið. Garðurinn var kominn í órækt og tóku nemendur Garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölfusi að sér að taka hann í gegn. Hann er 119 ára gamall og eitt elsta djásn íslenskra sveitagarða. Sveitarfélagið Rangárþing eystra, Byggðasafnið á Skógum og sérstakt vinafélag koma einnig að málum. Mikið verk verður að gera upp gamla húsið, en í því var rekið eitt fyrsta sveitahótel landsins.Minnisvarði um Guðbjörgu Þorleifsdóttur, sem hóf garðræktina árið 1897.Stöð 2/Einar Árnason.Í Múlakoti var líka eitt fyrsta listamannaathvarfið, hér dvöldu langdvölum landskunnir listmálarar, eins og Ásgrímur Jónsson, Gunnlaugur Scheving og Jón Engilberts. „Flestir landslagsmálarar Íslands á tímabilinu frá 1915 til 1965 máluðu einhvern tíma í Múlakoti,“ segir Sigríður í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Fyrstu áföngum í endurreisninni verður fagnað í garðinum klukkan tuttugu annaðkvöld með ljósakvöldi í ágústhúminu, í anda þess sem tíðkað var í garðinum fyrir miðja síðustu öld. „Vinafélag gamla bæjarins í Múlakoti styður við þetta með ráðum og dáð og það er í raun því til heiðurs, fólkinu í Vinafélaginu, sem að hátíðin er haldin, þó að sjálfsögðu séu allir velkomnir,“ segir Sigríður Hjartar, skógarbóndi í Múlakoti.Gamla húsið er friðlýst.Stöð 2/Einar Árnason.
Garðyrkja Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira