Sigurður Ingi: Þingfundir hugsanlega út september Jóhann Óli Eiðsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 25. ágúst 2016 14:01 Umræður um fjarveru þingmanna, skort á málum og óvissu um starfsáætlun þingsins einkenndu þingfund dagsins. Meðal þess sem var á dagskrá var óundirbúinn fyrirspurnartími auk sérstakrar umræðu um uppboð á aflaheimildum. Annan daginn í röð var fátt um þingmenn stjórnarinnar í þingsal. Þar mátti finna fjóra ráðherra ríkisstjórnarinnar auk þriggja þingmanna úr stjórnarflokkunum. Aðrir voru fjarverandi, ýmist erlendis eða uppteknir á fundum í kjördæmum sínum. Þingfundurinn hófst á óundirbúnum fyrirspurnartíma eftir að nokkrir þingmenn höfðu lagt orð í belg um fundarstjórn forseta. Forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og heilbrigðisráðherra voru til andsvara. Flestum fyrirspurnunum var beint til forsætisráðherra.Grundvallarsýn Framsóknar gæti glatt Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var fyrst upp í pontu og spurði um afstöðu Framsóknarflokksins til frekari einkavæðingar, meðal annars grunnheilbrigðisþjónustu og samgöngukerfi landsins. „Það sem ég er að spyrja um er grundvallarsýn Framsóknarflokksins í þessu máli, hvað sá flokkur telur um grunnþjónustu á borð við heilsugæsluna, hver eigi að vera grunnstefnan í þeim málum, ekki einhver sérstök undantekningartilvik, hver eigi að vera grunnstefnan í samgöngumálum landsmanna, ekki afmarkaðar framkvæmdir þar sem aðrar leiðir eru í boði svo dæmi sé tekið,“ sagði Katrín. „Grundvallarsýn Framsóknarmanna er sú að við viljum markaðskerfi á Íslandi, blandað hagkerfi þar sem einkarekstur einstaklinga blómstrar en líka í samstarfi við aðra, í samvinnurekstri, í félagsrekstri,“ sagði forsætisráðherrann meðal annars. „Grundvallarsýn framsóknarmanna er alveg skýr og ég gæti glaður komið hér upp og lesið upp úr henni daginn út og daginn inn. Ég held að það mundi bara gleðja þingmenn og vera gagnlegt fyrir þá að hlusta á.“Ljóst að fundir gætu staðið út september Næstu fyrirspurnir snerust um starfsáætlun þingsins og hvort ekki væri von á fleiri málum inn á gólf þingsins. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, vék meðal annars máli að því að þingmenn væru hálfverklausir og Birgitta Jónsdóttir, Pírati, kvartaði yfir því að ekki myndi liggja fyrir áætlun um það hvenær mál myndu rata til þingsins. Í svari við fyrirspurn Óttarrs sagði Sigurður Ingi að það kæmi honum á óvart að Óttarr talaði aðeins um þriggja vikna þing. Það hefði legið ljóst fyrir að fundað yrði „fram í september, hugsanlega út september og lengur ef þurfa þykir með þeirri niðurstöðu að kjósa í lok október“. Það hefði alltaf verið vitað.Stærstur hluti þingstarfa fer fram í nefndum Eftir að óundirbúnum fyrirspurnum lauk stóð til að hefja sérstaka umræðu um uppboð á aflaheimildum. Það dróst um hálftíma eftir að þingmenn kváðu sér hljóðs um fundarstjórn forseta. „Það hafa engar forsendur breyst, forseti. Hér hefur verið unnið vel en á sama tíma gerist það núna í óundirbúnum fyrirspurnatíma að hæstvirtur forsætisráðherra, sem er forustumaður framkvæmdarvaldsins, lætur eins og starfsáætlun Alþingis sé einskis virði, sé ekki pappírsins virði. Hann kemur hingað inn og tilkynnir Alþingi það og forseta þar á meðal að til standi að funda hér einhverjum vikum saman eftir að starfsáætlun Alþingis er lokið,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, meðal annars. „Ég verð að lýsa mjög mikilli furðu á þeim málflutningi sem haldið hefur verið á lofti í þinginu undanfarna daga, að það sé ekkert að gerast í þinginu. Það vita allir að stærsti hluti þingstarfanna fer fram í nefndum. Það eru margir tugir mála í nefndum. Þar á meðal afnám gjaldeyrishafta og þau nýju mál sem við höfum lagt inn og varða húsnæðismarkaðinn á Íslandi. Málin eru í umsagnarferli og önnur stór mál eru þar. Sum eru nýkomin aftur inn í þingið. Það að ekki sé stífur þingfundur á hverjum einasta degi er ekkert vandamál,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Þingfundi lauk tæpum tveimur tímum eftir að hann hófst. Alþingi Tengdar fréttir Breytingar á stjórnarskránni lagðar fram Forsætisráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á stjórnarskránni. 25. ágúst 2016 11:07 Fyrirspurnaflóð yngsta þingmannsins á lokadögum þingsins Yngsti kjörni þingmaður Íslandssögunnar, Jóhanna María Sigmundsdóttir, situr ekki auðum höndum síðustu daga sína sem þingmaður. 24. ágúst 2016 21:00 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Umræður um fjarveru þingmanna, skort á málum og óvissu um starfsáætlun þingsins einkenndu þingfund dagsins. Meðal þess sem var á dagskrá var óundirbúinn fyrirspurnartími auk sérstakrar umræðu um uppboð á aflaheimildum. Annan daginn í röð var fátt um þingmenn stjórnarinnar í þingsal. Þar mátti finna fjóra ráðherra ríkisstjórnarinnar auk þriggja þingmanna úr stjórnarflokkunum. Aðrir voru fjarverandi, ýmist erlendis eða uppteknir á fundum í kjördæmum sínum. Þingfundurinn hófst á óundirbúnum fyrirspurnartíma eftir að nokkrir þingmenn höfðu lagt orð í belg um fundarstjórn forseta. Forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og heilbrigðisráðherra voru til andsvara. Flestum fyrirspurnunum var beint til forsætisráðherra.Grundvallarsýn Framsóknar gæti glatt Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var fyrst upp í pontu og spurði um afstöðu Framsóknarflokksins til frekari einkavæðingar, meðal annars grunnheilbrigðisþjónustu og samgöngukerfi landsins. „Það sem ég er að spyrja um er grundvallarsýn Framsóknarflokksins í þessu máli, hvað sá flokkur telur um grunnþjónustu á borð við heilsugæsluna, hver eigi að vera grunnstefnan í þeim málum, ekki einhver sérstök undantekningartilvik, hver eigi að vera grunnstefnan í samgöngumálum landsmanna, ekki afmarkaðar framkvæmdir þar sem aðrar leiðir eru í boði svo dæmi sé tekið,“ sagði Katrín. „Grundvallarsýn Framsóknarmanna er sú að við viljum markaðskerfi á Íslandi, blandað hagkerfi þar sem einkarekstur einstaklinga blómstrar en líka í samstarfi við aðra, í samvinnurekstri, í félagsrekstri,“ sagði forsætisráðherrann meðal annars. „Grundvallarsýn framsóknarmanna er alveg skýr og ég gæti glaður komið hér upp og lesið upp úr henni daginn út og daginn inn. Ég held að það mundi bara gleðja þingmenn og vera gagnlegt fyrir þá að hlusta á.“Ljóst að fundir gætu staðið út september Næstu fyrirspurnir snerust um starfsáætlun þingsins og hvort ekki væri von á fleiri málum inn á gólf þingsins. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, vék meðal annars máli að því að þingmenn væru hálfverklausir og Birgitta Jónsdóttir, Pírati, kvartaði yfir því að ekki myndi liggja fyrir áætlun um það hvenær mál myndu rata til þingsins. Í svari við fyrirspurn Óttarrs sagði Sigurður Ingi að það kæmi honum á óvart að Óttarr talaði aðeins um þriggja vikna þing. Það hefði legið ljóst fyrir að fundað yrði „fram í september, hugsanlega út september og lengur ef þurfa þykir með þeirri niðurstöðu að kjósa í lok október“. Það hefði alltaf verið vitað.Stærstur hluti þingstarfa fer fram í nefndum Eftir að óundirbúnum fyrirspurnum lauk stóð til að hefja sérstaka umræðu um uppboð á aflaheimildum. Það dróst um hálftíma eftir að þingmenn kváðu sér hljóðs um fundarstjórn forseta. „Það hafa engar forsendur breyst, forseti. Hér hefur verið unnið vel en á sama tíma gerist það núna í óundirbúnum fyrirspurnatíma að hæstvirtur forsætisráðherra, sem er forustumaður framkvæmdarvaldsins, lætur eins og starfsáætlun Alþingis sé einskis virði, sé ekki pappírsins virði. Hann kemur hingað inn og tilkynnir Alþingi það og forseta þar á meðal að til standi að funda hér einhverjum vikum saman eftir að starfsáætlun Alþingis er lokið,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, meðal annars. „Ég verð að lýsa mjög mikilli furðu á þeim málflutningi sem haldið hefur verið á lofti í þinginu undanfarna daga, að það sé ekkert að gerast í þinginu. Það vita allir að stærsti hluti þingstarfanna fer fram í nefndum. Það eru margir tugir mála í nefndum. Þar á meðal afnám gjaldeyrishafta og þau nýju mál sem við höfum lagt inn og varða húsnæðismarkaðinn á Íslandi. Málin eru í umsagnarferli og önnur stór mál eru þar. Sum eru nýkomin aftur inn í þingið. Það að ekki sé stífur þingfundur á hverjum einasta degi er ekkert vandamál,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Þingfundi lauk tæpum tveimur tímum eftir að hann hófst.
Alþingi Tengdar fréttir Breytingar á stjórnarskránni lagðar fram Forsætisráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á stjórnarskránni. 25. ágúst 2016 11:07 Fyrirspurnaflóð yngsta þingmannsins á lokadögum þingsins Yngsti kjörni þingmaður Íslandssögunnar, Jóhanna María Sigmundsdóttir, situr ekki auðum höndum síðustu daga sína sem þingmaður. 24. ágúst 2016 21:00 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Breytingar á stjórnarskránni lagðar fram Forsætisráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á stjórnarskránni. 25. ágúst 2016 11:07
Fyrirspurnaflóð yngsta þingmannsins á lokadögum þingsins Yngsti kjörni þingmaður Íslandssögunnar, Jóhanna María Sigmundsdóttir, situr ekki auðum höndum síðustu daga sína sem þingmaður. 24. ágúst 2016 21:00