Rangfærslur Helgi Sigurðsson skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Í byrjun júlí sl. skrifaði ég grein í Fréttablaðið vegna þeirrar tilhneigingar eftirlitsaðila eins og Kauphallar að láta líta út fyrir að ekkert í starfsemi þeirra hafi brugðist fyrir fall bankanna, heldur séu það bankamennirnir sem einir eigi að líta í eigin barm. Heilum 6 vikum síðar birtist einhvers konar svarbréf Kauphallarinnar við greininni. Ekki er hægt að halda því fram að Kauphöllin hafi ekki gefið sér nægan tíma til að svara. Í ljósi þessa koma rangfærslur og útúrsnúningar í greininni á óvart. Hér verður látið nægja að staldra við tvö atriði, en miklu fleiri þarfnast leiðréttingar.Aðkoma bankanna Í greininni er fullyrt að starfsfólk Kauphallarinnar hafi aldrei haldið því fram að aðkoma bankanna að viðskiptum hafi verið mikilvæg forsenda fyrir því að hér gæti yfirleitt þrifist hlutabréfamarkaður. Í umræddri grein minni var sérstaklega vísað til heimilda í gögnum dómsmálsins og vitnaskýrslum. Við skýrslugjöf fyrir dómi sagði Stefán Halldórsson fyrsti forstjóri Kauphallarinnar að velta á hlutabréfamarkaði hafi verið mjög lítil fyrstu árin. Kauphöllin hafi lagt áherslu á að fá fjármálafyrirtækin til að koma að þessum kaupum bæði sem viðskiptavakar eða með því að lýsa því yfir að þeir myndu vera virkir í viðskiptum með hluti í stærstu félögunum á markaði. Þegar Stefán var spurður hvort unnt hefði verið að þróa verðbréfamarkað á Íslandi ef bankar og verðbréfafyrirtæki hefðu ekki verið þátttakendur svarar hann orðrétt: „Það hefði gengið miklu hægar, […] það þurfti að efla trú fjárfesta á honum, það þurfti að skapa þá trú að menn gætu átt viðskipti þegar þeir vildu. En ekki þyrfti að bíða eftir því jafnvel lengi að tilboð kæmi fram um kaup og sölu eftir því sem á þyrfti að halda þannig að þetta var eitt af þeim atriðum sem að var semsagt lögð mikil áhersla á að stuðla að.“ Hér hefði farið betur á því að stjórnendur Kauphallarinnar hefðu kynnt sér frekar þau gögn málsins sem vísað er til í greininni (sem eru miklu fleiri en hér eru rakin), í stað þess að halda því ranglega fram að starfsfólk Kauphallarinnar hafi aldrei talið aðkomu bankanna mikilvæga fyrir íslenskan hlutabréfamarkað.Uppgötvun Kauphallar Í dómi Hæstaréttar er vísað til þess að eftir breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti á árinu 2005 verði ákvæði XII. kafla laga nr. 108/2007 um verðmyndun á skipulegum verðbréfamarkaði „skýrð á þann hátt með gagnályktun að fjármálafyrirtækjum, sem hafa heimild til verðbréfaviðskipta, sé óheimilt að stunda viðskipti með eigin hluti á slíkum markaði í því skyni að greiða fyrir að markaðsverð skapist á þeim, nema um sé að ræða viðskipti í endurkaupaáætlun eða við verðjöfnun fjármálagerninga.“ Megingagnrýni mín í umræddri grein laut að því að Kauphöllin sjálf benti aldrei á, eftir að umrædd löggjöf var sett og þar til bankarnir féllu, að þessi viðskipti væru ólögleg samkvæmt gagnályktun. Þvert á móti vísar Kauphöllin þremur árum eftir að þessum viðskiptum lauk í viðurkennda markaðsframkvæmd og að viðskiptin hafi ekki verið óeðlileg. Þannig segir m.a. orðrétt í svarbréfi Kauphallarinnar til FME sem er merkt Baldri Thorlacius, öðrum greinarhöfundi: „Þekkt var að bankarnir voru hver um sig með hæsta hlutdeild í viðskiptum með eigin bréf.“ Í umfjöllun í sama bréfi um viðskipti bankanna með eigin bréf á árinu 2007 og 2008 segir m.a. að ekki sé „óeðlilegt að eigin viðskipti fjármálafyrirtækis nýti sér þær heimildir sem þau hafa til að fjárfesta í eigin bréfum. Á þessum tímapunkti þegar augljós ummerki um kauptækifæri virtust vera til staðar. Ekki virtist hafa verið gerð tilraun til að kaupa óeðlilegt magn á skömmum tíma, verðið var hvorki keyrt upp né því haldið óbreyttu, sbr. að verðið lækkaði um tugi prósenta, heldur virtist sem staðan hafi smám saman verið aukin á meðan svartsýnir, óþolinmóðir og fjárvana fjárfestar seldu bréfin.“ Kauphöllinni var fullljóst að viðskipti bankanna með eigin bréf eftir 2005 fóru ekki fram á grundvelli endurkaupaáætlunar. Ástæða þess að Kauphöllin sem eftirlitsaðili greip ekki inn í er sú að það hvarflaði ekki að henni, frekar en starfsmönnum bankanna eða öðrum markaðsaðilum, að viðskipti bankanna með eigin bréf teldust ólögmæt á grundvelli gagnályktunar frá ákvæðum um endurkaup. Gagnrýni Kauphallar á umrædd viðskipti er því hrein eftiráspeki en ekki byggð á þeirri sýn sem hún hafði á viðskiptin á árunum 2005-2008. Þess vegna er meiri ástæða fyrir Kauphöllina að líta í eigin barm en umbjóðanda minn sem byggði háttsemi sína á þeim grunni sem Kauphöllin sjálf, sem lögbundinn eftirlitsaðili lagði til grundvallar. Svargrein forsvarsmanna Kauphallarinnar nú breytir engu um það.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Að líta í eigin barm Í nýlegu viðtali hvatti forstjóri Kauphallar þá sem hafa verið dæmdir fyrir refsiverð brot vegna verðbréfaviðskipta að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Svo sannarlega er aldrei of oft lögð áhersla á að hver og einn eigi fyrst að gera kröfur til sjálfs sín áður en hann fer fram með gagnrýni á hendur öðrum. 6. júlí 2016 07:00 Litið í eigin barm Í grein sem birtist í Fréttablaðinu 6. júlí sl. (Að líta í eigin barm) gerði Helgi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður að umtalsefni gagnrýni Kauphallarinnar á viðskiptahætti á hlutabréfamarkaði í aðdraganda hrunsins. Finnst honum sem Kauphöllin gagnrýni nú viðskiptahætti sem hún áður viðurkenndi sem góða og gilda. 24. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun júlí sl. skrifaði ég grein í Fréttablaðið vegna þeirrar tilhneigingar eftirlitsaðila eins og Kauphallar að láta líta út fyrir að ekkert í starfsemi þeirra hafi brugðist fyrir fall bankanna, heldur séu það bankamennirnir sem einir eigi að líta í eigin barm. Heilum 6 vikum síðar birtist einhvers konar svarbréf Kauphallarinnar við greininni. Ekki er hægt að halda því fram að Kauphöllin hafi ekki gefið sér nægan tíma til að svara. Í ljósi þessa koma rangfærslur og útúrsnúningar í greininni á óvart. Hér verður látið nægja að staldra við tvö atriði, en miklu fleiri þarfnast leiðréttingar.Aðkoma bankanna Í greininni er fullyrt að starfsfólk Kauphallarinnar hafi aldrei haldið því fram að aðkoma bankanna að viðskiptum hafi verið mikilvæg forsenda fyrir því að hér gæti yfirleitt þrifist hlutabréfamarkaður. Í umræddri grein minni var sérstaklega vísað til heimilda í gögnum dómsmálsins og vitnaskýrslum. Við skýrslugjöf fyrir dómi sagði Stefán Halldórsson fyrsti forstjóri Kauphallarinnar að velta á hlutabréfamarkaði hafi verið mjög lítil fyrstu árin. Kauphöllin hafi lagt áherslu á að fá fjármálafyrirtækin til að koma að þessum kaupum bæði sem viðskiptavakar eða með því að lýsa því yfir að þeir myndu vera virkir í viðskiptum með hluti í stærstu félögunum á markaði. Þegar Stefán var spurður hvort unnt hefði verið að þróa verðbréfamarkað á Íslandi ef bankar og verðbréfafyrirtæki hefðu ekki verið þátttakendur svarar hann orðrétt: „Það hefði gengið miklu hægar, […] það þurfti að efla trú fjárfesta á honum, það þurfti að skapa þá trú að menn gætu átt viðskipti þegar þeir vildu. En ekki þyrfti að bíða eftir því jafnvel lengi að tilboð kæmi fram um kaup og sölu eftir því sem á þyrfti að halda þannig að þetta var eitt af þeim atriðum sem að var semsagt lögð mikil áhersla á að stuðla að.“ Hér hefði farið betur á því að stjórnendur Kauphallarinnar hefðu kynnt sér frekar þau gögn málsins sem vísað er til í greininni (sem eru miklu fleiri en hér eru rakin), í stað þess að halda því ranglega fram að starfsfólk Kauphallarinnar hafi aldrei talið aðkomu bankanna mikilvæga fyrir íslenskan hlutabréfamarkað.Uppgötvun Kauphallar Í dómi Hæstaréttar er vísað til þess að eftir breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti á árinu 2005 verði ákvæði XII. kafla laga nr. 108/2007 um verðmyndun á skipulegum verðbréfamarkaði „skýrð á þann hátt með gagnályktun að fjármálafyrirtækjum, sem hafa heimild til verðbréfaviðskipta, sé óheimilt að stunda viðskipti með eigin hluti á slíkum markaði í því skyni að greiða fyrir að markaðsverð skapist á þeim, nema um sé að ræða viðskipti í endurkaupaáætlun eða við verðjöfnun fjármálagerninga.“ Megingagnrýni mín í umræddri grein laut að því að Kauphöllin sjálf benti aldrei á, eftir að umrædd löggjöf var sett og þar til bankarnir féllu, að þessi viðskipti væru ólögleg samkvæmt gagnályktun. Þvert á móti vísar Kauphöllin þremur árum eftir að þessum viðskiptum lauk í viðurkennda markaðsframkvæmd og að viðskiptin hafi ekki verið óeðlileg. Þannig segir m.a. orðrétt í svarbréfi Kauphallarinnar til FME sem er merkt Baldri Thorlacius, öðrum greinarhöfundi: „Þekkt var að bankarnir voru hver um sig með hæsta hlutdeild í viðskiptum með eigin bréf.“ Í umfjöllun í sama bréfi um viðskipti bankanna með eigin bréf á árinu 2007 og 2008 segir m.a. að ekki sé „óeðlilegt að eigin viðskipti fjármálafyrirtækis nýti sér þær heimildir sem þau hafa til að fjárfesta í eigin bréfum. Á þessum tímapunkti þegar augljós ummerki um kauptækifæri virtust vera til staðar. Ekki virtist hafa verið gerð tilraun til að kaupa óeðlilegt magn á skömmum tíma, verðið var hvorki keyrt upp né því haldið óbreyttu, sbr. að verðið lækkaði um tugi prósenta, heldur virtist sem staðan hafi smám saman verið aukin á meðan svartsýnir, óþolinmóðir og fjárvana fjárfestar seldu bréfin.“ Kauphöllinni var fullljóst að viðskipti bankanna með eigin bréf eftir 2005 fóru ekki fram á grundvelli endurkaupaáætlunar. Ástæða þess að Kauphöllin sem eftirlitsaðili greip ekki inn í er sú að það hvarflaði ekki að henni, frekar en starfsmönnum bankanna eða öðrum markaðsaðilum, að viðskipti bankanna með eigin bréf teldust ólögmæt á grundvelli gagnályktunar frá ákvæðum um endurkaup. Gagnrýni Kauphallar á umrædd viðskipti er því hrein eftiráspeki en ekki byggð á þeirri sýn sem hún hafði á viðskiptin á árunum 2005-2008. Þess vegna er meiri ástæða fyrir Kauphöllina að líta í eigin barm en umbjóðanda minn sem byggði háttsemi sína á þeim grunni sem Kauphöllin sjálf, sem lögbundinn eftirlitsaðili lagði til grundvallar. Svargrein forsvarsmanna Kauphallarinnar nú breytir engu um það.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Að líta í eigin barm Í nýlegu viðtali hvatti forstjóri Kauphallar þá sem hafa verið dæmdir fyrir refsiverð brot vegna verðbréfaviðskipta að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Svo sannarlega er aldrei of oft lögð áhersla á að hver og einn eigi fyrst að gera kröfur til sjálfs sín áður en hann fer fram með gagnrýni á hendur öðrum. 6. júlí 2016 07:00
Litið í eigin barm Í grein sem birtist í Fréttablaðinu 6. júlí sl. (Að líta í eigin barm) gerði Helgi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður að umtalsefni gagnrýni Kauphallarinnar á viðskiptahætti á hlutabréfamarkaði í aðdraganda hrunsins. Finnst honum sem Kauphöllin gagnrýni nú viðskiptahætti sem hún áður viðurkenndi sem góða og gilda. 24. ágúst 2016 07:00
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun