Í hluta myndbandsins við lagið Nikes, þar sem hann syngur um neysluhyggju, pólitík og tískuhönnuði má sjá hann klæðast Balmain fötum.
Hann stígur í fótspor rapparans Kanye West sem var einnig í svipuðum fötum í nýútkomnu tónlistarmyndbandi við lagið Wolves.
Balmain hefur safnað að sér fjölmörgum aðdáendum á seinustu tveimur árum en meðal þeirra sem klæðast því reglulega eru Kardashian fjölskyldan, Kanye, Joan Smalls, Cindy Crawford og fleiri. Hefur yfirhönnuður merkisins, Olivier Rousteing, kallað þau "Balmain-herinn".
Myndbandið við lagið Nikes má sjá í heild sinni hér.