Hún notar aðeins Dior vörur enda er hún andlit förðunarlínu þeirra en það ættu allir að eiga svipaðar vörur í snyrtibuddunum sínum.
Bella segir að förðunin hennar sé sérstaklega til þess gerð að láta hana líta ferska út þar sem hún líti ansi þreytulega út um þessar mundir, enda er hún búin að vera að ferðast um allan heim vegna vinnu frá því í byrjun sumars.