Hammarby vann 2-0 sigur á IFK Gautaborg í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Fyrsta mark leiksins kom á 20. mínútu, en þá skoraði Philip Hauglund eftir undirbúning Erik Israelsson. Kennedy Bakircioglu tvöfaldaði svo forystuna í uppbótartíma. Lokatölur 2-0.
Elías Már Ómarsson var tekinn af velli á 68. mínútu í liði Gautaborg. Hjálmar Jónsson sat allan tímann á bekknum.
Ögmundur Kristinsson og Birkir Már Sævarsson spiluðu allan leikinn hjá Hammarby, en Arnór Smárason var ekki í leikmannahóp Hammarby.
Gautaborg er í fjórða sæti deildarinnar með 32 stig, en Hammarby er í því tíunda með 24 stig.
Ögmundur og Birkir höfðu betur gegn Elíasi
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir
