Hinir raunverulegu sigurvegarar Reykjavíkurmaraþonsins Birgir Örn Steinarsson skrifar 21. ágúst 2016 11:16 Það var ekki bara Valdimar sem hljóp til góðs í gær. Vísir/einkasafn Í gær hlupu hundruð manna og kvenna í Reykjavíkurmaraþoninu. Örfáir hlupu til þess að vinna. Sumir hlupu til þess að ögra sjálfum sér. Aðrir hlupu vegna þess að vinur eða ættingi plataði þá til þess. Enn fleiri hlupu bara til þess að fagna lífinu og vera með.Skorri RafnVísir/einkasafnHópur manna og kvenna hljóp þó til þess að vekja athygli á baráttu margra sem minna mega sín eða til þess að glæða vonarneista í þeim sem hafa glatað honum af einhverjum orsökum. Ár hvert er almenningi boðið að heita á hlaupara sem leggja erfiðið á sig í von um að safna peningum fyrir málefni eða samtök sem skipta þau máli. Fjöldamargir skráðu sig á vefsíðuna hlaupastyrkur í ár en fimm þeirra náðu að safna yfir milljón krónum fyrir sitt valda félag. Þetta eru hinir raunverulegu sigurvegarar Reykjavíkurmaraþonsins í gær. Skorri Rafn RafnssonÁheitakóngurinn í ár heitir Skorri Rafn Rafnsson. Hann hljóp 10 kílómetra og safnaði 3.615.500 kr. fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Dóttir hans greindist 11 mánaða gömul með heilaæxli og hefur verið í lyfjameðferð síðastliðna 7 mánuði. Þetta var hans leið til þess að þakka fyrir sig.Hilmir ásamt Þórdísi systur sinni.Hilmir Vilberg ArnarssonÞrátt fyrir að vera ungur að árum hljóp Hilmir Vilberg Arnarsson 10 kílómetra og safnaði 2.835.000 kr. fyrir styrktarsjóð Þórdísar systur sinnar sem hefur átt við veikindi að stríða. Lárus Guðmundur, eða Lalli.Vísir/einkasafnHún er með sjaldgæfan taugahrörnunarsjúkdóm, CMT4A, sem orsakast af göllum í genum úttaugakerfisins. Flestir með sjúkdómin eru bundnir við hjólastól við 10-20 ára aldur.Vísir ræddi við hinn 13 ára gamla Hilmi daginn fyrir hlaup en hann var að taka við keflinu frá eldri systur sinni. Hún hefur hlaupið fyrir styrktarsjóðinn síðastliðin þrjú ár en gat það ekki í þetta skiptið.Lárus Guðmundur Jónsson Lárus Guðmundur Jónsson hljóp hálfmaraþonið fyrir Bergmál. Bergmál er líknar- og vinafélag sem hlúir að blindum, krabbameinssjúkum og langveikum. Hann safnaði 1.848.075 kr. með framtaki sínu í gær. Þörf hefur verið á stækkun húsnæði samtakanna. Því hefur upphæðin sem safnaðist í gær verið dýrmæt.Baldvin gefst aldrei upp og náði einnig að hlaupa hálfmaraþonið undir tveimur tímum eins og hann ætlaði sér.Vísir/einkasafnBaldvin Rúnarsson Nokkru fyrir hlaupið fjallaði Vísir um Akureyringinn Baldvin Rúnarsson. Baldvin var þá efstur þeirra hlaupara sem búið var að heita á. Baldvin hljóp hálfmaraþonið á undir tveimur tímum í gær. Hann styrkti í leiðinni Krabbameinsfélag Akureyrar um 1.538.000 kr. Þar var hans leið að þakka fyrir sig. Hann hefur verið að berjast við heilaæxli sem hann greindist með fyrir þremur árum síðan. Baldvin sagði átakanlega sögu sína í viðtali við Vísi fyrir hlaup sem má lesa hér.Valdimar Guðmundsson Sá fimmti til þess að ná yfir milljónamarkið í gær var Valdimar Guðmundsson söngvari sem fór 10 kílómetrana í beinni útsendingu hér á Vísi. Sigur Valdimars var bæði persónulegur og öðrum góð hvatning. Fyrir nokkrum mánuðum síðan hefði hann aldrei getað framkvæmt það sem hann gerði í gær vegna glímu sinnar við matarfíkn. Margir hafa þegar komið fram og sagt að Valdimar hafi verið sér hvatning í baráttunni við aukakílóin. Alþjóð fylgdist með Valdimar í undirbúningi og á meðan á göngu hans stóð í gær. Í leiðinni gerði hann sér lítið fyrir og safnaði 1.048.500 kr. fyrir Krabbameinsfélag Íslands.Myndbandið af þrautargöngu Valdimars í Reykjavíkurmaraþoninu má sjá hér fyrir neðan.Samanlagt söfnuðu hlaupara yfir 95 milljónir í gegnum hlaupastyrk síðuna í ár. Ennþá er opið fyrir áheit á síðunni svo við má búast að þessi tala muni hækka eitthvað. Hlaup Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Fangar á Kvíabryggju hlaupa maraþon á laugardaginn Tíu fangar á Kvíabryggju ætla að hlaupa maraþon á Menningarnótt. Misjafnt hvað hver fangi hleypur langt. Safnað er fyrir Afstöðu, félagi fanga. Fangaverðir keyra á eftir föngunum sem hlaupa eingöngu innan Kvíabryggjusvæðisins. 17. ágúst 2016 10:00 Hlaupið til góðs Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á laugardaginn. Hlaupið er haldið í 33. sinn og óhætt er að segja að hlaupið sé fastur liður hjá mörgum landsmönnum. 17. ágúst 2016 09:00 Veðurspáin fyrir laugardag: "Þetta verður alveg príma hlaupaveður“ Lítill vindur, ekki úrkoma og ekki glampandi sól. 16. ágúst 2016 10:08 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Í gær hlupu hundruð manna og kvenna í Reykjavíkurmaraþoninu. Örfáir hlupu til þess að vinna. Sumir hlupu til þess að ögra sjálfum sér. Aðrir hlupu vegna þess að vinur eða ættingi plataði þá til þess. Enn fleiri hlupu bara til þess að fagna lífinu og vera með.Skorri RafnVísir/einkasafnHópur manna og kvenna hljóp þó til þess að vekja athygli á baráttu margra sem minna mega sín eða til þess að glæða vonarneista í þeim sem hafa glatað honum af einhverjum orsökum. Ár hvert er almenningi boðið að heita á hlaupara sem leggja erfiðið á sig í von um að safna peningum fyrir málefni eða samtök sem skipta þau máli. Fjöldamargir skráðu sig á vefsíðuna hlaupastyrkur í ár en fimm þeirra náðu að safna yfir milljón krónum fyrir sitt valda félag. Þetta eru hinir raunverulegu sigurvegarar Reykjavíkurmaraþonsins í gær. Skorri Rafn RafnssonÁheitakóngurinn í ár heitir Skorri Rafn Rafnsson. Hann hljóp 10 kílómetra og safnaði 3.615.500 kr. fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Dóttir hans greindist 11 mánaða gömul með heilaæxli og hefur verið í lyfjameðferð síðastliðna 7 mánuði. Þetta var hans leið til þess að þakka fyrir sig.Hilmir ásamt Þórdísi systur sinni.Hilmir Vilberg ArnarssonÞrátt fyrir að vera ungur að árum hljóp Hilmir Vilberg Arnarsson 10 kílómetra og safnaði 2.835.000 kr. fyrir styrktarsjóð Þórdísar systur sinnar sem hefur átt við veikindi að stríða. Lárus Guðmundur, eða Lalli.Vísir/einkasafnHún er með sjaldgæfan taugahrörnunarsjúkdóm, CMT4A, sem orsakast af göllum í genum úttaugakerfisins. Flestir með sjúkdómin eru bundnir við hjólastól við 10-20 ára aldur.Vísir ræddi við hinn 13 ára gamla Hilmi daginn fyrir hlaup en hann var að taka við keflinu frá eldri systur sinni. Hún hefur hlaupið fyrir styrktarsjóðinn síðastliðin þrjú ár en gat það ekki í þetta skiptið.Lárus Guðmundur Jónsson Lárus Guðmundur Jónsson hljóp hálfmaraþonið fyrir Bergmál. Bergmál er líknar- og vinafélag sem hlúir að blindum, krabbameinssjúkum og langveikum. Hann safnaði 1.848.075 kr. með framtaki sínu í gær. Þörf hefur verið á stækkun húsnæði samtakanna. Því hefur upphæðin sem safnaðist í gær verið dýrmæt.Baldvin gefst aldrei upp og náði einnig að hlaupa hálfmaraþonið undir tveimur tímum eins og hann ætlaði sér.Vísir/einkasafnBaldvin Rúnarsson Nokkru fyrir hlaupið fjallaði Vísir um Akureyringinn Baldvin Rúnarsson. Baldvin var þá efstur þeirra hlaupara sem búið var að heita á. Baldvin hljóp hálfmaraþonið á undir tveimur tímum í gær. Hann styrkti í leiðinni Krabbameinsfélag Akureyrar um 1.538.000 kr. Þar var hans leið að þakka fyrir sig. Hann hefur verið að berjast við heilaæxli sem hann greindist með fyrir þremur árum síðan. Baldvin sagði átakanlega sögu sína í viðtali við Vísi fyrir hlaup sem má lesa hér.Valdimar Guðmundsson Sá fimmti til þess að ná yfir milljónamarkið í gær var Valdimar Guðmundsson söngvari sem fór 10 kílómetrana í beinni útsendingu hér á Vísi. Sigur Valdimars var bæði persónulegur og öðrum góð hvatning. Fyrir nokkrum mánuðum síðan hefði hann aldrei getað framkvæmt það sem hann gerði í gær vegna glímu sinnar við matarfíkn. Margir hafa þegar komið fram og sagt að Valdimar hafi verið sér hvatning í baráttunni við aukakílóin. Alþjóð fylgdist með Valdimar í undirbúningi og á meðan á göngu hans stóð í gær. Í leiðinni gerði hann sér lítið fyrir og safnaði 1.048.500 kr. fyrir Krabbameinsfélag Íslands.Myndbandið af þrautargöngu Valdimars í Reykjavíkurmaraþoninu má sjá hér fyrir neðan.Samanlagt söfnuðu hlaupara yfir 95 milljónir í gegnum hlaupastyrk síðuna í ár. Ennþá er opið fyrir áheit á síðunni svo við má búast að þessi tala muni hækka eitthvað.
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Fangar á Kvíabryggju hlaupa maraþon á laugardaginn Tíu fangar á Kvíabryggju ætla að hlaupa maraþon á Menningarnótt. Misjafnt hvað hver fangi hleypur langt. Safnað er fyrir Afstöðu, félagi fanga. Fangaverðir keyra á eftir föngunum sem hlaupa eingöngu innan Kvíabryggjusvæðisins. 17. ágúst 2016 10:00 Hlaupið til góðs Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á laugardaginn. Hlaupið er haldið í 33. sinn og óhætt er að segja að hlaupið sé fastur liður hjá mörgum landsmönnum. 17. ágúst 2016 09:00 Veðurspáin fyrir laugardag: "Þetta verður alveg príma hlaupaveður“ Lítill vindur, ekki úrkoma og ekki glampandi sól. 16. ágúst 2016 10:08 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Fangar á Kvíabryggju hlaupa maraþon á laugardaginn Tíu fangar á Kvíabryggju ætla að hlaupa maraþon á Menningarnótt. Misjafnt hvað hver fangi hleypur langt. Safnað er fyrir Afstöðu, félagi fanga. Fangaverðir keyra á eftir föngunum sem hlaupa eingöngu innan Kvíabryggjusvæðisins. 17. ágúst 2016 10:00
Hlaupið til góðs Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á laugardaginn. Hlaupið er haldið í 33. sinn og óhætt er að segja að hlaupið sé fastur liður hjá mörgum landsmönnum. 17. ágúst 2016 09:00
Veðurspáin fyrir laugardag: "Þetta verður alveg príma hlaupaveður“ Lítill vindur, ekki úrkoma og ekki glampandi sól. 16. ágúst 2016 10:08