Þórir: Vorum svolítið hörð við stelpurnar í Ólympíuþorpinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2016 16:42 Þórir Hergeirsson. Vísir/Anton Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, gat verið ánægður með stelpurnar sína og bronsverðlaunin eftir tíu marka sigur á Hollandi í leiknum um þriðja sætið á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. „Eins og ég sagði eftir leikinn við Rússa að það er eitthvað lið sem getur komið til baka eftir svona tap þá er það norska kvennalandsliðið í handbolta," sagði Þórir eftir leikinn. Norska liðið tapaði með einu marki í undanúrslitunum eftir framlengdan leik eftir að hafa unnið sig aftur inn í leikinn. Liðið sá þar með á eftir gullinu sem Noregur hafði unnið á tveimur leikum í röð. Hollenska liðið átti ekki mikla möguleika á móti norsku stelpunum í dag en Noregur var komið í 10-3 og 14-5 í fyrri hálfleiknum. „Við erum með hörku markvörslu og komumst vel í gang í byrjun leiksins. Við náðum eiginlega að losa okkur við þær þannig að bilið var orðið svo stórt í hálfleik að þær höfðu eiginlega aldrei trúna á sigri," sagði Þórir. „Svo kemur smá einbeitingaleysi í þetta hjá okkur og stelpurnar fara að vera þreyttar. Það var samt engin hætta," sagði Þórir en hvað gerði hann til að rífa liðið sitt upp eftir mjög sárt tap á fimmtudaginn.Sjá einnig:Þórir og norsku stelpurnar unnu bronsið á sannfærandi hátt „Klára grátinn og gnístann tanna bara í höllinni. Síðan vorum við svolítið hörð við þær þegar við komum í Ólympíuþorpið. Við sögðum við þær að nú er þessi möguleiki farinn og næsti möguleiki er þriðja sætið," sagði Þórir. „Helmingurinn af liðinu hefur enga Ólympíumedalíu því þær eru það ungar. Við sögðum við þær að það væri ennþá hægt að láta hluta af draumnum rætast það er að segja að spila um verðlaun," sagði Þórir. „Síðan píndum við okkur í gegnum góðan dag í gær, æfðum vel þar sem við tókum góða líkamsæfingu sem þær gerðu mismunandi eftir því hvað þær hafa verið að spila mikið. Við undirbjuggum þær fyrir það sem var að koma," sagði Þórir. „Svo var vídéófundur þar sem við fórum vel í gegnum Holland. Við notum engan tíma í Rússlandsleikinn. Við sáum að við vorum þar að spila góðan leik og einn af okkar bestu leikjum hvað varðar sóknina," sagði Þórir. „Við náðum kannski ekki alveg besta varnarleiknum en við vorum að spila við Rússana sem eru besta liðið í heimi í dag, þannig í breidd og öðru. Það munaði svo litlu hjá okkur í þessum leik og þegar við vorum búin að ná því inn og þær búnar að meðtaka það þá voru þær fljótar að koma sér í gírinn. Það er búin að vera góð vinna síðan," sagði Þórir. Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Ekki uppskrift íslenska þjálfarans Þórir Hergeirsson segir að það sé ekki einhver taktík að tapa fyrsta leik á stórmóti því norsku stelpurnar hafa svo oft byrjað illa en endað mjög vel á þessum stóru mótum kvennahandboltans. Það gerðist á leiðinni að Ólympíugullinu fyrir fjórum árum og aftur um helgina í fyrsta leik á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 07:00 Þórir eftir tapið: Mótlætið gerir okkur bara sterkari Þórir Hergeirsson tapaði sínum fyrsta undanúrslitaleik í sjö ár þegar norska kvennalandsliðið tapaði í nótt í framlengdum leik á móti Rússlandi í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. 19. ágúst 2016 03:47 Sigurgöngu Þóris og norsku stelpnanna lokið á ÓL | Leika um bronsið í Ríó Norska kvennalandsliðið í handbolta verður ekki Ólympíumeistari á þriðju leikunum í röð en liðið tapaði með minnsta mun eftir framlengdan leik á móti Rússlandi í undanúrslitum í nótt. 19. ágúst 2016 01:27 Endurtekur Noregur leikinn frá því 2012? Noregur átti í engum vandræðum með Angóla á Ólympíuleikunum í handbolta, en Noregur vann tíu marka sigur, 30-20. 10. ágúst 2016 21:09 Stelpurnar hans Þóris sýndu enga miskunn Norska kvennalandsliðið í handbolta, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, tryggði sér sæti í undanúrslitum Ólympíuleikanna í Ríó með risasigri, 33-20, á Svíum í kvöld. 16. ágúst 2016 21:46 Hrósa Þóri fyrir góðan húmor Norska kvennalandsliðið í handbolta er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið leikur undir stjórn Íslendingsins Þóris Hergeirssonar eins og undanfarin sjö ár. Fréttablaðið fékk að vita meira um þjálfarann Þóri hjá tveimur lykilleikmönnum norska liðsins, þeim Heidi Löke og Stine Oftedal. 18. ágúst 2016 08:00 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira
Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, gat verið ánægður með stelpurnar sína og bronsverðlaunin eftir tíu marka sigur á Hollandi í leiknum um þriðja sætið á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. „Eins og ég sagði eftir leikinn við Rússa að það er eitthvað lið sem getur komið til baka eftir svona tap þá er það norska kvennalandsliðið í handbolta," sagði Þórir eftir leikinn. Norska liðið tapaði með einu marki í undanúrslitunum eftir framlengdan leik eftir að hafa unnið sig aftur inn í leikinn. Liðið sá þar með á eftir gullinu sem Noregur hafði unnið á tveimur leikum í röð. Hollenska liðið átti ekki mikla möguleika á móti norsku stelpunum í dag en Noregur var komið í 10-3 og 14-5 í fyrri hálfleiknum. „Við erum með hörku markvörslu og komumst vel í gang í byrjun leiksins. Við náðum eiginlega að losa okkur við þær þannig að bilið var orðið svo stórt í hálfleik að þær höfðu eiginlega aldrei trúna á sigri," sagði Þórir. „Svo kemur smá einbeitingaleysi í þetta hjá okkur og stelpurnar fara að vera þreyttar. Það var samt engin hætta," sagði Þórir en hvað gerði hann til að rífa liðið sitt upp eftir mjög sárt tap á fimmtudaginn.Sjá einnig:Þórir og norsku stelpurnar unnu bronsið á sannfærandi hátt „Klára grátinn og gnístann tanna bara í höllinni. Síðan vorum við svolítið hörð við þær þegar við komum í Ólympíuþorpið. Við sögðum við þær að nú er þessi möguleiki farinn og næsti möguleiki er þriðja sætið," sagði Þórir. „Helmingurinn af liðinu hefur enga Ólympíumedalíu því þær eru það ungar. Við sögðum við þær að það væri ennþá hægt að láta hluta af draumnum rætast það er að segja að spila um verðlaun," sagði Þórir. „Síðan píndum við okkur í gegnum góðan dag í gær, æfðum vel þar sem við tókum góða líkamsæfingu sem þær gerðu mismunandi eftir því hvað þær hafa verið að spila mikið. Við undirbjuggum þær fyrir það sem var að koma," sagði Þórir. „Svo var vídéófundur þar sem við fórum vel í gegnum Holland. Við notum engan tíma í Rússlandsleikinn. Við sáum að við vorum þar að spila góðan leik og einn af okkar bestu leikjum hvað varðar sóknina," sagði Þórir. „Við náðum kannski ekki alveg besta varnarleiknum en við vorum að spila við Rússana sem eru besta liðið í heimi í dag, þannig í breidd og öðru. Það munaði svo litlu hjá okkur í þessum leik og þegar við vorum búin að ná því inn og þær búnar að meðtaka það þá voru þær fljótar að koma sér í gírinn. Það er búin að vera góð vinna síðan," sagði Þórir.
Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Ekki uppskrift íslenska þjálfarans Þórir Hergeirsson segir að það sé ekki einhver taktík að tapa fyrsta leik á stórmóti því norsku stelpurnar hafa svo oft byrjað illa en endað mjög vel á þessum stóru mótum kvennahandboltans. Það gerðist á leiðinni að Ólympíugullinu fyrir fjórum árum og aftur um helgina í fyrsta leik á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 07:00 Þórir eftir tapið: Mótlætið gerir okkur bara sterkari Þórir Hergeirsson tapaði sínum fyrsta undanúrslitaleik í sjö ár þegar norska kvennalandsliðið tapaði í nótt í framlengdum leik á móti Rússlandi í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. 19. ágúst 2016 03:47 Sigurgöngu Þóris og norsku stelpnanna lokið á ÓL | Leika um bronsið í Ríó Norska kvennalandsliðið í handbolta verður ekki Ólympíumeistari á þriðju leikunum í röð en liðið tapaði með minnsta mun eftir framlengdan leik á móti Rússlandi í undanúrslitum í nótt. 19. ágúst 2016 01:27 Endurtekur Noregur leikinn frá því 2012? Noregur átti í engum vandræðum með Angóla á Ólympíuleikunum í handbolta, en Noregur vann tíu marka sigur, 30-20. 10. ágúst 2016 21:09 Stelpurnar hans Þóris sýndu enga miskunn Norska kvennalandsliðið í handbolta, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, tryggði sér sæti í undanúrslitum Ólympíuleikanna í Ríó með risasigri, 33-20, á Svíum í kvöld. 16. ágúst 2016 21:46 Hrósa Þóri fyrir góðan húmor Norska kvennalandsliðið í handbolta er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið leikur undir stjórn Íslendingsins Þóris Hergeirssonar eins og undanfarin sjö ár. Fréttablaðið fékk að vita meira um þjálfarann Þóri hjá tveimur lykilleikmönnum norska liðsins, þeim Heidi Löke og Stine Oftedal. 18. ágúst 2016 08:00 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira
Ekki uppskrift íslenska þjálfarans Þórir Hergeirsson segir að það sé ekki einhver taktík að tapa fyrsta leik á stórmóti því norsku stelpurnar hafa svo oft byrjað illa en endað mjög vel á þessum stóru mótum kvennahandboltans. Það gerðist á leiðinni að Ólympíugullinu fyrir fjórum árum og aftur um helgina í fyrsta leik á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 07:00
Þórir eftir tapið: Mótlætið gerir okkur bara sterkari Þórir Hergeirsson tapaði sínum fyrsta undanúrslitaleik í sjö ár þegar norska kvennalandsliðið tapaði í nótt í framlengdum leik á móti Rússlandi í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. 19. ágúst 2016 03:47
Sigurgöngu Þóris og norsku stelpnanna lokið á ÓL | Leika um bronsið í Ríó Norska kvennalandsliðið í handbolta verður ekki Ólympíumeistari á þriðju leikunum í röð en liðið tapaði með minnsta mun eftir framlengdan leik á móti Rússlandi í undanúrslitum í nótt. 19. ágúst 2016 01:27
Endurtekur Noregur leikinn frá því 2012? Noregur átti í engum vandræðum með Angóla á Ólympíuleikunum í handbolta, en Noregur vann tíu marka sigur, 30-20. 10. ágúst 2016 21:09
Stelpurnar hans Þóris sýndu enga miskunn Norska kvennalandsliðið í handbolta, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, tryggði sér sæti í undanúrslitum Ólympíuleikanna í Ríó með risasigri, 33-20, á Svíum í kvöld. 16. ágúst 2016 21:46
Hrósa Þóri fyrir góðan húmor Norska kvennalandsliðið í handbolta er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið leikur undir stjórn Íslendingsins Þóris Hergeirssonar eins og undanfarin sjö ár. Fréttablaðið fékk að vita meira um þjálfarann Þóri hjá tveimur lykilleikmönnum norska liðsins, þeim Heidi Löke og Stine Oftedal. 18. ágúst 2016 08:00