Bonneau sleit hásin í september á síðasta ári og í fyrsta leik sínum með Njarðvík eftir meiðslin þá sleit hann hásin á hinum fætinum. Það var í mars.
Sjá einnig: Bonneau sleit hásin í hægri fæti
Líkt og áður er Bonneau merkilega fljótur að jafna sig og hann er byrjaður að æfa á nýjan leik eins og sjá má hér að neðan.
Njarðvík gerði tveggja mánaða reynslusamning við Bonneau og hann gæti mögulega spilað fyrsta leik með liðinu í Dominos-deildinni gegn Keflavík þann 6. október.