Þær tvær geta gert grín að flestu og mátti sjá mjög spaugilegt atriði í þættinum á sunnudagskvöldið þegar þær tóku fyrir menningu strætóbílstjóra.
Þar mátti sjá nýjan starfsmann kynnast því hvernig lífið er á kaffistofunni hjá strætóbílstjórum Reykjavíkurborgar. Ásinn er gælunafn á einn þeirra og ræður sá starfsmaður öllu eins og sjá má hér að ofan.
Þátturinn er sýndur á Stöð 2 á sunnudagskvöldum og hófst önnur sería í síðustu viku. Þær tvær eru Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir en þær leika bæði aðalhlutverkin í þættinum og skrifa handritið.
Sjúk samkeppni í strætóbransanum: "Aldrei ná augnsambandi við ásinn“
Tengdar fréttir

Þær tvær komast á annað level
Grínþættirnir Þær tvær í leikstjórn Jóns Grétars Gissurarsonar fara í tökur í næstu viku. Vala Kristín Eiríksdóttir og Júlíana Sara Gunnarsdóttir leikkonur slógu heldur betur í gegn í fyrstu seríu þáttanna.

Ráðleggur vinkonu sinni að fara ekki á húð og kyn: Skolaðu þetta bara og viðraðu
Þær tvær geta gert grín að flestu og mátti sjá mjög spaugilegt atriði í þætti gærkvöldsins þegar þær tóku fyrir kynsjúkdóma.

Þær tvær: Saumurinn sprakk á jógabuxunum
Það er ekkert grín að lenda í viðskiptavini sem hellir úr skálum reiði sinnar. Þær tvær er sýndur á Stöð 2 á sunnudögum.

Þær tvær: Viltu ekki bara flytja inn í Mylluna?
Það er ekki alltaf fallegt að sjá eintalið sem fer fram fyrir aftan luktar dyr baðherbergisins.