Þúsundum bjargað úr sjávarháska í vikunni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. ágúst 2016 06:00 Flóttamönnum bjargað úr sjávarháska á Miðjarðarhafi. Nordicphotos/AFP Tæplega átta þúsund flóttamönnum hefur verið bjargað úr sjávarháska við strendur Líbýu frá því á sunnudag. Þar af um 6.500 á mánudaginn. Frá þessu greindi ítalska landhelgisgæslan í gær en hún hefur ráðist í sitt stærsta verkefni til að bjarga flóttamönnum til þessa. Fjöldi flóttamanna hafði lagt af stað út á Miðjarðarhaf á yfirfullum, hriplekum bátum. Um fjörutíu skipum var bjargað tuttugu kílómetrum út af líbýsku borginni Sabratha og sýna myndbönd gæslunnar flóttamennina, sem flestir eru frá Erítreu og Sómalíu, fagna og synda að björgunarskipunum. Ítalska landhelgisgæslan vann ásamt Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins, og Læknum án landamæra að björgunaraðgerðunum. Flóttamönnum sem reyna að ferðast yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu hefur fjölgað mikið frá því í mars. Þá gerði Evrópusambandið samning við Tyrki sem innihélt ákvæði um að Tyrkir myndu koma í veg fyrir að flóttamenn færu þaðan og til Grikklands. Ríkin á Balkanskaga lokuðu landamærum sínum á sama tíma og því lokaðist leiðin yfir austurhluta Miðjarðarhafs. Áður en þeirri leið var lokað höfðu um 160 þúsund siglt þá leið til Grikklands.Flóttamenn komnir í land á Ítalíu eftir að hafa verið bjargað. Nordicphotos/AFPAlls hafa rúmlega hundrað þúsund flóttamenn komið sjóleiðina til Ítalíu á árinu. 2.726 hafa látið lífið á leiðinni. Þetta kemur fram í tölum Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar (IOM). Þar segir einnig að um 275.000 flóttamenn séu í Líbýu að bíða tækifærisins að sigla yfir. Þeir sem leggja leið sína yfir Miðjarðarhafið frá Líbýu til Ítalíu eru flestir frá Erítreu og Sómalíu en einnig kemur góður hluti frá Nígeríu, Gambíu og Sýrlandi. Hins vegar eru Sýrlendingar um þriðjungur þeirra sem hafa komið sjóleiðina til Evrópu á árinu, hvort sem það er til Grikklands eða Ítalíu. Þeim flóttamönnum sem hafa komið sjóleiðina til Evrópu síðustu mánuði hefur fækkað talsvert samanborið við sömu mánuði í fyrra. Um 130.000 flóttamenn komu til Evrópu í ágúst 2015 en tæp 15.000 núna. Munurinn var þó minni á júlímánuð í ár og í fyrra, 78.000 á móti 25.000. Birtist í Fréttablaðinu Gambía Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Sjá meira
Tæplega átta þúsund flóttamönnum hefur verið bjargað úr sjávarháska við strendur Líbýu frá því á sunnudag. Þar af um 6.500 á mánudaginn. Frá þessu greindi ítalska landhelgisgæslan í gær en hún hefur ráðist í sitt stærsta verkefni til að bjarga flóttamönnum til þessa. Fjöldi flóttamanna hafði lagt af stað út á Miðjarðarhaf á yfirfullum, hriplekum bátum. Um fjörutíu skipum var bjargað tuttugu kílómetrum út af líbýsku borginni Sabratha og sýna myndbönd gæslunnar flóttamennina, sem flestir eru frá Erítreu og Sómalíu, fagna og synda að björgunarskipunum. Ítalska landhelgisgæslan vann ásamt Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins, og Læknum án landamæra að björgunaraðgerðunum. Flóttamönnum sem reyna að ferðast yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu hefur fjölgað mikið frá því í mars. Þá gerði Evrópusambandið samning við Tyrki sem innihélt ákvæði um að Tyrkir myndu koma í veg fyrir að flóttamenn færu þaðan og til Grikklands. Ríkin á Balkanskaga lokuðu landamærum sínum á sama tíma og því lokaðist leiðin yfir austurhluta Miðjarðarhafs. Áður en þeirri leið var lokað höfðu um 160 þúsund siglt þá leið til Grikklands.Flóttamenn komnir í land á Ítalíu eftir að hafa verið bjargað. Nordicphotos/AFPAlls hafa rúmlega hundrað þúsund flóttamenn komið sjóleiðina til Ítalíu á árinu. 2.726 hafa látið lífið á leiðinni. Þetta kemur fram í tölum Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar (IOM). Þar segir einnig að um 275.000 flóttamenn séu í Líbýu að bíða tækifærisins að sigla yfir. Þeir sem leggja leið sína yfir Miðjarðarhafið frá Líbýu til Ítalíu eru flestir frá Erítreu og Sómalíu en einnig kemur góður hluti frá Nígeríu, Gambíu og Sýrlandi. Hins vegar eru Sýrlendingar um þriðjungur þeirra sem hafa komið sjóleiðina til Evrópu á árinu, hvort sem það er til Grikklands eða Ítalíu. Þeim flóttamönnum sem hafa komið sjóleiðina til Evrópu síðustu mánuði hefur fækkað talsvert samanborið við sömu mánuði í fyrra. Um 130.000 flóttamenn komu til Evrópu í ágúst 2015 en tæp 15.000 núna. Munurinn var þó minni á júlímánuð í ár og í fyrra, 78.000 á móti 25.000.
Birtist í Fréttablaðinu Gambía Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Sjá meira