Kvikmynd um vinskap Alexander McQueen og Isabella Blow í vinnslu Ritstjórn skrifar 31. ágúst 2016 09:30 Isabella og Alexander voru bestu vinir en hún uppgötvaði hann og kom honum á kortið. Mynd/Getty Ritstjórinn Isabella Blow og fatahönnuðurinn Alexander McQueen áttu í afar stormasömu vinskap. Hún var ritstjóri hinna ýmsu tímarita og hann var ungur fatahönnuður að reyna að koma sér á framfæri þegar þau hittust fyrst. Hún kom honum á kortið og eftir það voru þau bestu vinir. Eins og hjá mörgum bestu vinum komu nokkrum sinnum upp rifrildi og dramatík. Hún var ein áhrifamesta konan í tískubransanum í Bretlandi en Anna Wintour var á árum áður með hana undir sínum verndarvæng. Hann var einn virtasti og frumlegasti fatahönnuður okkar tíma en merkið hans er enn í dag eitt af þeim vinsælustu í heimi. Nú á að gera mynd sem byggð er á þessum vinskap, sem framleidd verður af Maven Pictures, sem á að heita The Ripper. Það er ekki búið að tilkynna hverjir munu fara með hlutverk þeirra í myndinni. Isabella lést árið 2008, 48 ára gömul, og Alexander lést árið 2010, aðeins 40 ára gamall. Þau frömdu bæði sjálfsmorð.McQeen í jarðaförinni hjá Blow. Mest lesið Elle Fanning mynduð af Annie Leibovitz fyrir forsíðu Vogue Glamour 78 ára fyrirsæta sem stíliseraði sig sjálf Glamour Bella Hadid valin fyrirsæta ársins af tímaritinu GQ Glamour Westwood stal senunni í Berlin Glamour Beint af pallinum í París í H&M Glamour Danirnir kunna að klæða sig Glamour Klassíski og kvenlegi rauði kjóllinn Glamour Glæsileg samkvæmisklæði frá Gucci Glamour Óþekkjanleg Blake Lively Glamour Beyoncé sem Nala í endurgerð Lion King Glamour
Ritstjórinn Isabella Blow og fatahönnuðurinn Alexander McQueen áttu í afar stormasömu vinskap. Hún var ritstjóri hinna ýmsu tímarita og hann var ungur fatahönnuður að reyna að koma sér á framfæri þegar þau hittust fyrst. Hún kom honum á kortið og eftir það voru þau bestu vinir. Eins og hjá mörgum bestu vinum komu nokkrum sinnum upp rifrildi og dramatík. Hún var ein áhrifamesta konan í tískubransanum í Bretlandi en Anna Wintour var á árum áður með hana undir sínum verndarvæng. Hann var einn virtasti og frumlegasti fatahönnuður okkar tíma en merkið hans er enn í dag eitt af þeim vinsælustu í heimi. Nú á að gera mynd sem byggð er á þessum vinskap, sem framleidd verður af Maven Pictures, sem á að heita The Ripper. Það er ekki búið að tilkynna hverjir munu fara með hlutverk þeirra í myndinni. Isabella lést árið 2008, 48 ára gömul, og Alexander lést árið 2010, aðeins 40 ára gamall. Þau frömdu bæði sjálfsmorð.McQeen í jarðaförinni hjá Blow.
Mest lesið Elle Fanning mynduð af Annie Leibovitz fyrir forsíðu Vogue Glamour 78 ára fyrirsæta sem stíliseraði sig sjálf Glamour Bella Hadid valin fyrirsæta ársins af tímaritinu GQ Glamour Westwood stal senunni í Berlin Glamour Beint af pallinum í París í H&M Glamour Danirnir kunna að klæða sig Glamour Klassíski og kvenlegi rauði kjóllinn Glamour Glæsileg samkvæmisklæði frá Gucci Glamour Óþekkjanleg Blake Lively Glamour Beyoncé sem Nala í endurgerð Lion King Glamour