Blac er ólétt eftir Robert Kardashian, bróður Kim Kardashian sem hefur einnig setið fyrir nakin á forsíðu sama tímarits. Þau eru að fara að gefa út sinn eigin raunveruleikaþátt sem verður frumsýndur þann 11.september næst komandi.
Hún segir að tilgangurinn með þáttunum sé fyrir aðdáendur að kynnast henni og Rob betur. Hún vilji ekki vera þekkt fyrir að vera einhver hlutur heldur vill hún varpa ljósi á allt það sem hún gerir ásamt því að vera mamma og "bas ass bitch" eins og hún segir sjálf.
Það er óhætt að segja að Blac Chyna sé stórglæsileg í forsíðuþættinum enda lítur hún út eins og algjör gyðja með fallega óléttubumbu.


