Angelina Jolie biður milljónum fórnarlamba stríðsins í Sýrlandi griða Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2016 19:20 Angelina Jolie kvikmyndaleikkona og sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna skorar á leiðtoga heims að binda enda á þjáningar milljóna barna, kvenna og karla í stríðinu í Sýrlandi. Greina þurfi rót stríðsins og koma fram með lausnir.Angelina Jolie heimsótti Azraq flóttamannabúðirnar í Jórdaníu í dag þar sem rúmlega 55 þúsund Sýrlendingar hafast við eftir að hafa flúið blóðbaðið í heimalandinu. Leikkonan fræga sem er sérlegur sendiherra Sameinuðu þjóðanna í málefnum barna ræddi við flóttafólk um aðstæður þess og stjórnendur búðanna og sendimenn Sameinuðu þjóðanna um þá erfiðleika sem fylgja flóttamannastraumnum og aðhlynningu flóttafólksins. En það eru ekki allir svo lánsamir að komast í flóttamannabúðir eins og Jolie vakti athygli á. „Miðað við hversu ástandið er alvarlegt telja flóttamennirnir hér sig vera heppna. Fyrir utan þær milljónir sem eru innilokaðar í Sýrlandi og eru í lífshættu á degi hverjum eru 75 þúsund Sýrlendingar innikróaðir á jaðarsvæðinu, einskismannslandi á landamærunum Jórdaníu, þ.m.t. börn, barnshafandi konur og alvarlega veikir sjúklingar. Þetta fólk hefur ekki fengið mat síðan snemma í ágúst og neyðaraðstoð er af skornum skammti,“ sagði Jolie á blaðamannafundi í flóttamannabúðunum í dag. En þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar hafi vakið athygli á vanda þessa fólks og fleiri í sömu stöðu mánuðum saman virðist ekkert vera gert til að koma þessu fólki til hjálpar. Þá vakti Jolie athygli á að Jórdanir hefðu tekið á móti 1,4 milljónum flóttamanna frá Sýrlandi og réðu varla við að taka við fleirum og gætu ekki staðið einir undir aðstoðinni. „Skilaboð mín til leiðtoga heimsins eru þau að þeir undirbúi sig fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna eftir 10 daga og varpi fram þeirri spurningu hver sé grunnástæða átakanna í Sýrlandi og hvað þurfi að gera til að binda enda á þau. Ég bið ykkur um að gera það að meginefni umfjöllunar ykkar þar,“ sagði Angelina Jolie. Mið-Austurlönd Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Angelina Jolie kvikmyndaleikkona og sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna skorar á leiðtoga heims að binda enda á þjáningar milljóna barna, kvenna og karla í stríðinu í Sýrlandi. Greina þurfi rót stríðsins og koma fram með lausnir.Angelina Jolie heimsótti Azraq flóttamannabúðirnar í Jórdaníu í dag þar sem rúmlega 55 þúsund Sýrlendingar hafast við eftir að hafa flúið blóðbaðið í heimalandinu. Leikkonan fræga sem er sérlegur sendiherra Sameinuðu þjóðanna í málefnum barna ræddi við flóttafólk um aðstæður þess og stjórnendur búðanna og sendimenn Sameinuðu þjóðanna um þá erfiðleika sem fylgja flóttamannastraumnum og aðhlynningu flóttafólksins. En það eru ekki allir svo lánsamir að komast í flóttamannabúðir eins og Jolie vakti athygli á. „Miðað við hversu ástandið er alvarlegt telja flóttamennirnir hér sig vera heppna. Fyrir utan þær milljónir sem eru innilokaðar í Sýrlandi og eru í lífshættu á degi hverjum eru 75 þúsund Sýrlendingar innikróaðir á jaðarsvæðinu, einskismannslandi á landamærunum Jórdaníu, þ.m.t. börn, barnshafandi konur og alvarlega veikir sjúklingar. Þetta fólk hefur ekki fengið mat síðan snemma í ágúst og neyðaraðstoð er af skornum skammti,“ sagði Jolie á blaðamannafundi í flóttamannabúðunum í dag. En þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar hafi vakið athygli á vanda þessa fólks og fleiri í sömu stöðu mánuðum saman virðist ekkert vera gert til að koma þessu fólki til hjálpar. Þá vakti Jolie athygli á að Jórdanir hefðu tekið á móti 1,4 milljónum flóttamanna frá Sýrlandi og réðu varla við að taka við fleirum og gætu ekki staðið einir undir aðstoðinni. „Skilaboð mín til leiðtoga heimsins eru þau að þeir undirbúi sig fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna eftir 10 daga og varpi fram þeirri spurningu hver sé grunnástæða átakanna í Sýrlandi og hvað þurfi að gera til að binda enda á þau. Ég bið ykkur um að gera það að meginefni umfjöllunar ykkar þar,“ sagði Angelina Jolie.
Mið-Austurlönd Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira