Helga Vala: Lofað ríkisborgararétti gegn því að kjósa Össur í prófkjöri Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2016 14:22 Helga Vala segir fólk af víetnömskum uppruna hafa verið lofað ríkisborgararétti gegn því að kjósa Össur í prófkjöri. Össur telur þetta af og frá. „Ég er ekki að væna þáverandi utanríkisráðherra um að hafa lofað þessu. En allt þetta fólk átti að kjósa Össur Skarphéðinsson þáverandi utanríkisráðherra í 1. sæti,“ segir Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi formaður Samfylkingarfélags Reykjavíkur. Hún fullyrðir að fyrir fjórum árum hafi fólki sem er af víetnömskum uppruna verið lofað ríkisborgararétti gegn því að kjósa Össur Skarphéðinsson, þá utanríkisráðherra, í 1. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar. Helga Vala ítrekar að hún viti ekki til þess að Össur sjálfur hafi staðið fyrir þessu, heldur einhver sem var mjög í mun að Össur kæmi vel út úr því prófkjöri.Össur vísar ásökunum á bugEkki tókst að ná í Össur í síma en hann vísar þessu á bug í Facebookskilaboðum til Vísis, honum þykir ásakanirnar sérkennilega og sannarlega hafi hann sjálfur aldrei komið nálægt neinum slíkum æfingum. „Að sjálfsögðu ekki. Ég hef engum manni lofað slíku, hvorki víetnömskum né öðrum, og minnist þess ekki að hafa talað við mann af víetnömskum uppruna frá því 10 flóttamenn bjuggu á hæðinni fyrir neðan mig á Holtsgötunni,“ segir Össur í Facebookskilaboðum til Vísis. Hann segir þessar sömu getsakir komu upp fyrir 4 árum. „Muni ég rétt. Og af hverju ætti að þurfa stjórnmálamann til að gera víetnama að ríkisborgara? Hafi þeir dvalarleyfi hér á landi njóta þeir allra réttinda, og geta orðið ríkisborgarar einsog aðrir eftur tiltekna dvöl sk. einföldum reglum.“Hiti í umræðum um meintar smalanirNokkur hiti hefur verið í umræðum á Facebook vegna fréttar sem birtist í gærkvöldi á vef Stundarinnar þess efnis að á annað hundrað innflytjenda hafi verið skráðir á stuðningsmannalista Samfylkingarinnar vegna prófkjara flokksins. Heit umræða um þetta var á Facebook-síðu Helgu Völu sem krafði Samfylkingarfólk svara við því hvort þetta gæti verið rétt? Pawel Bartoszek stærðfræðingur og Viðreisnarmaður blandaði sér í þá umræðu og sagði að fólk yrði að tala varlega. Hæglega megi túlka það sem fordóma að halda því fram að óeðlilegt sé að fólk af erlendum uppruna taki þátt í stjórnmálastarfi. Helga Vala segir, í samtali við Vísi, að þetta snúist ekki um það. Vissulega sé ekkert að því að íbúar af erlendum uppruna taki þátt í stjórnmálum og prófkjörum, þessi umræða snúist ekki um það.Þetta er lögreglumálÍ áðurnefndum umræðum spyr Pawel Helgu Völu hreint út:„Pawel Bartoszek: Hefur þú það staðfest að frambjóðandi hafi lofað kjósanda persónulega ríkisborgararétti í skiptum fyrir stuðning í prófkjöri?Helga Vala Helgadóttir: JáPawel Bartoszek: Það er lögreglumál.Helga Vala Helgadóttir: Já.“Vísir spurði Helgu Völu nánar út í þessar ásakanir, sem Helga Vala segir vissulega að séu alvarlegar.Pawel Bartoszek telur vert að fólk stígi varlega til jarðar þegar það talar um þátttöku fólks af erlendu bergi brotið í prófkjörum.„Við skulum orða þetta þannig að ég get ekki sagt að einhver ákveðinn frambjóðandi hafi boðið, heldur var erlendum einstaklingum, fyrir fjórum árum, boðið þetta. Gegn því að kjósa einn ákveðinn frambjóðanda í 1. sæti. Hvort hann gerði það persónulega, get ég hins vegar ekki sagt um. Einhver sem vildi að viðkomandi stjórnmálamaður yrði settur í fyrsta sæti gekkst fyrir því.“Fólk af víetnömskum uppruna óvænt á kjörskrá Þetta var í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir fjórum árum. Helga Vala segist hafa þetta staðfest frá fleirum en einum. „Það er þannig að ég hef unnið mikið fyrir íbúa á Íslandi af víetnömskum uppruna og þegar ég sá nýskráningar, ég starfaði á þeim tíma utan í Samfylkingunni, sem ég hef ekki gert eftir að ég varð vitni að þessu, þá var það þannig að ég sá á nýskráningum, sem þarna voru, að þar voru óvenju mörg nöfn sem mátti rekja til Víetnama. Ég þekkti nöfnin. Vissi upprunann. Ég fékk mér til aðstoðar túlk á Víetnömsku og fékk hana til að hringja fyrir mig nokkur símtöl og þá var þetta staðfest.“Áttu að setja Össur í 1. sætiHelga Vala segist aðspurð ekki hafa íhugað að kæra þetta til lögreglu. Og hún viti ekki hvort einhver sé að leika sama leikinn, að fá fólk til þátttöku í prófkjörum gegn einhverjum gylliboðum.Kristján Guy er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar og hann segir hana ekki fara í manngreinarálit þegar prófkjör eru annars vegar.„Því spurði ég.“En, hvaða frambjóðandi er þetta sem fólk átti að kjósa? „Þetta fólk sem ég lét hringja í átti allt að kjósa Össur Skarphéðinsson. Og þá var hann utanríkisráðherra. Það átti að kjósa hann í 1. sæti.“Samfylking fer ekki í manngreinarálitHelga Vala segir að Össur hafi sem utanríkisráðherra ekki verið í neinni aðstöðu til að veita ríkisborgararétt þó hann hafi hugsanlega getað haft þar einhver áhrif á stöðu sinnar vegna. „Ég er ekki með þessu að segja að hann hafi framkvæmt þetta eða staðið fyrir þessu. Ég er ekki að væna þáverandi utanríkisráðherra um að hafa lofað þessu.“ Kristján Guy Burgess er nú framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, en var reyndar aðstoðarmaður Össurar á umræddum tíma. Hann segir spurður um ásakanir um óeðlilega smölun í prófkjör flokksins: „Við förum ekki i manngreinarálit né tékkum a bakgrunni þeirra sem vilja ganga til liðs við Samfylkinguna eða styðja hana.“ Kosningar 2016 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndað af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
„Ég er ekki að væna þáverandi utanríkisráðherra um að hafa lofað þessu. En allt þetta fólk átti að kjósa Össur Skarphéðinsson þáverandi utanríkisráðherra í 1. sæti,“ segir Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi formaður Samfylkingarfélags Reykjavíkur. Hún fullyrðir að fyrir fjórum árum hafi fólki sem er af víetnömskum uppruna verið lofað ríkisborgararétti gegn því að kjósa Össur Skarphéðinsson, þá utanríkisráðherra, í 1. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar. Helga Vala ítrekar að hún viti ekki til þess að Össur sjálfur hafi staðið fyrir þessu, heldur einhver sem var mjög í mun að Össur kæmi vel út úr því prófkjöri.Össur vísar ásökunum á bugEkki tókst að ná í Össur í síma en hann vísar þessu á bug í Facebookskilaboðum til Vísis, honum þykir ásakanirnar sérkennilega og sannarlega hafi hann sjálfur aldrei komið nálægt neinum slíkum æfingum. „Að sjálfsögðu ekki. Ég hef engum manni lofað slíku, hvorki víetnömskum né öðrum, og minnist þess ekki að hafa talað við mann af víetnömskum uppruna frá því 10 flóttamenn bjuggu á hæðinni fyrir neðan mig á Holtsgötunni,“ segir Össur í Facebookskilaboðum til Vísis. Hann segir þessar sömu getsakir komu upp fyrir 4 árum. „Muni ég rétt. Og af hverju ætti að þurfa stjórnmálamann til að gera víetnama að ríkisborgara? Hafi þeir dvalarleyfi hér á landi njóta þeir allra réttinda, og geta orðið ríkisborgarar einsog aðrir eftur tiltekna dvöl sk. einföldum reglum.“Hiti í umræðum um meintar smalanirNokkur hiti hefur verið í umræðum á Facebook vegna fréttar sem birtist í gærkvöldi á vef Stundarinnar þess efnis að á annað hundrað innflytjenda hafi verið skráðir á stuðningsmannalista Samfylkingarinnar vegna prófkjara flokksins. Heit umræða um þetta var á Facebook-síðu Helgu Völu sem krafði Samfylkingarfólk svara við því hvort þetta gæti verið rétt? Pawel Bartoszek stærðfræðingur og Viðreisnarmaður blandaði sér í þá umræðu og sagði að fólk yrði að tala varlega. Hæglega megi túlka það sem fordóma að halda því fram að óeðlilegt sé að fólk af erlendum uppruna taki þátt í stjórnmálastarfi. Helga Vala segir, í samtali við Vísi, að þetta snúist ekki um það. Vissulega sé ekkert að því að íbúar af erlendum uppruna taki þátt í stjórnmálum og prófkjörum, þessi umræða snúist ekki um það.Þetta er lögreglumálÍ áðurnefndum umræðum spyr Pawel Helgu Völu hreint út:„Pawel Bartoszek: Hefur þú það staðfest að frambjóðandi hafi lofað kjósanda persónulega ríkisborgararétti í skiptum fyrir stuðning í prófkjöri?Helga Vala Helgadóttir: JáPawel Bartoszek: Það er lögreglumál.Helga Vala Helgadóttir: Já.“Vísir spurði Helgu Völu nánar út í þessar ásakanir, sem Helga Vala segir vissulega að séu alvarlegar.Pawel Bartoszek telur vert að fólk stígi varlega til jarðar þegar það talar um þátttöku fólks af erlendu bergi brotið í prófkjörum.„Við skulum orða þetta þannig að ég get ekki sagt að einhver ákveðinn frambjóðandi hafi boðið, heldur var erlendum einstaklingum, fyrir fjórum árum, boðið þetta. Gegn því að kjósa einn ákveðinn frambjóðanda í 1. sæti. Hvort hann gerði það persónulega, get ég hins vegar ekki sagt um. Einhver sem vildi að viðkomandi stjórnmálamaður yrði settur í fyrsta sæti gekkst fyrir því.“Fólk af víetnömskum uppruna óvænt á kjörskrá Þetta var í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir fjórum árum. Helga Vala segist hafa þetta staðfest frá fleirum en einum. „Það er þannig að ég hef unnið mikið fyrir íbúa á Íslandi af víetnömskum uppruna og þegar ég sá nýskráningar, ég starfaði á þeim tíma utan í Samfylkingunni, sem ég hef ekki gert eftir að ég varð vitni að þessu, þá var það þannig að ég sá á nýskráningum, sem þarna voru, að þar voru óvenju mörg nöfn sem mátti rekja til Víetnama. Ég þekkti nöfnin. Vissi upprunann. Ég fékk mér til aðstoðar túlk á Víetnömsku og fékk hana til að hringja fyrir mig nokkur símtöl og þá var þetta staðfest.“Áttu að setja Össur í 1. sætiHelga Vala segist aðspurð ekki hafa íhugað að kæra þetta til lögreglu. Og hún viti ekki hvort einhver sé að leika sama leikinn, að fá fólk til þátttöku í prófkjörum gegn einhverjum gylliboðum.Kristján Guy er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar og hann segir hana ekki fara í manngreinarálit þegar prófkjör eru annars vegar.„Því spurði ég.“En, hvaða frambjóðandi er þetta sem fólk átti að kjósa? „Þetta fólk sem ég lét hringja í átti allt að kjósa Össur Skarphéðinsson. Og þá var hann utanríkisráðherra. Það átti að kjósa hann í 1. sæti.“Samfylking fer ekki í manngreinarálitHelga Vala segir að Össur hafi sem utanríkisráðherra ekki verið í neinni aðstöðu til að veita ríkisborgararétt þó hann hafi hugsanlega getað haft þar einhver áhrif á stöðu sinnar vegna. „Ég er ekki með þessu að segja að hann hafi framkvæmt þetta eða staðið fyrir þessu. Ég er ekki að væna þáverandi utanríkisráðherra um að hafa lofað þessu.“ Kristján Guy Burgess er nú framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, en var reyndar aðstoðarmaður Össurar á umræddum tíma. Hann segir spurður um ásakanir um óeðlilega smölun í prófkjör flokksins: „Við förum ekki i manngreinarálit né tékkum a bakgrunni þeirra sem vilja ganga til liðs við Samfylkinguna eða styðja hana.“
Kosningar 2016 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndað af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira