Hún er aðeins 15 ára gömul og því nokkuð afrek að landa samningi af þessari tegund. Marc Jacobs er ekki eina stóra nafnið sem hún er að vinna fyrir en á þessu ári hefur hún landað herferðum hjá Chrome Hearts, Alexander Wang og Miu Miu. Nóg að gera hjá Kaiu og nokkuð víst að við munum sjá meira af þessari ungu fyrirsætu í framtíðinni.
