Bieber mætti ekki í humarinn og nautalundirnar Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2016 10:10 Bieber er óútreiknanlegur og er erfitt fyrir skipuleggjendur dvalar hans hér á Íslandi að sjá fyrir óskir hans. En, þeim ber að mæta þegar ofurstjörnur á borð við poppstjörnuna Bieber eru annars vegar. visir/vilhelm Gert hafði verið ráð fyrir því að poppstjarnan Justin Bieber og fylgdarlið myndi mæta til veislu í nótt, í náttverð sem fram hafði verið reiddur, að loknum tónleikum í gær þar sem hluti fylgdarliðs hans dvelur, að Hótel Grímsborgum. Þar hafði verið, samkvæmt óskum Biebers, verið eldaður dýrindis humar og svo nautalundir í aðalrétt. En, þegar til kastanna kom mætti stjarnan ekki, heldur einungis tæplega 20 manns sem tilheyra liði hans. Ef að líkum lætur hefur veislukosturinn ekki freistað hans um of en í einkaviðtali Fréttablaðsins við stjörnuna kemur fram að hans uppáhalds matur er Spaghetti Bolognese. Fram hefur komið að Bieber tók Skautahöllina í Laugardal á leigu í fyrrakvöld sem varð til þess að nokkrir ungir listdansarar á skautum misstu æfingatíma sinn. Samkvæmt heimildum Vísis voru umræddir dansarar ekkert að æsa sig yfir því að gefa eftir tíma sinn fyrir Bieber. Þegar til kastanna kom mætti Bieber hins vegar ekki.Óútreiknanlegur í Grímsnesinu Justin Bieber sjálfur og hans nánustu aðstandendur dvelja í öðru húsi í grennd við Hótel Grímsborgir og ef að líkum lætur eru ljósmyndarar sem leggja uppúr því að ná myndum af ofurstjörnum á því svæði með aðdráttarlinsur sínar. Samkvæmt heimildum Vísis eru þeir sem skipuleggja dvöl Biebers farnir að reita hár sitt og skegg því stjarnan er óútreiknanleg og hefur reynst erfitt að skipuleggja gæslu og annað sem nauðsynlegt er talið að sé til staðar þegar ein helsta poppstjarna heims er annars vegar.Langar á bretti á jökli Þannig var Bieber að velta því fyrir sér í gær að fara upp á jökul í dag, en eins og þeir vita sem fylgdust með komu hans með einkaþotu til landsins, hafði hann snjóbretti með í farteskinu. En, Bieber vildi hins vegar vita fyrir víst að jökullinn væri öruggur og voru því tveir menn ræstir út í nótt og sendir þar upp eftir til að huga að aðstæðum. Gríðarleg stemmning var á tónleikunum sem haldnir voru í Kórnum í gærkvöldi, um 20 þúsund manns, mest ungmenni, sáu glæsilegt sjónarspil og er óhætt að segja að Bieber-brjálæði ríki nú á Íslandi. Mikil eftirvænting ríkir vegna tónleikana sem verða í kvöld og þeir allra hörðustu ætla að mæta á báða tónleikana. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Einlægur Bieber slítur barnsskónum Það var þaulvanur flytjandi sem steig á svið í Kórnum í Kópavogi á slaginu hálf níu í gærkvöldi. 9. september 2016 09:45 Justin Bieber elskar að vera einn í náttúrunni Tónleikarnir í Kórnum í gærkvöldi voru þeir fyrstu á ferðalagi Biebers um Evrópu þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. 9. september 2016 07:15 Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Sjá meira
Gert hafði verið ráð fyrir því að poppstjarnan Justin Bieber og fylgdarlið myndi mæta til veislu í nótt, í náttverð sem fram hafði verið reiddur, að loknum tónleikum í gær þar sem hluti fylgdarliðs hans dvelur, að Hótel Grímsborgum. Þar hafði verið, samkvæmt óskum Biebers, verið eldaður dýrindis humar og svo nautalundir í aðalrétt. En, þegar til kastanna kom mætti stjarnan ekki, heldur einungis tæplega 20 manns sem tilheyra liði hans. Ef að líkum lætur hefur veislukosturinn ekki freistað hans um of en í einkaviðtali Fréttablaðsins við stjörnuna kemur fram að hans uppáhalds matur er Spaghetti Bolognese. Fram hefur komið að Bieber tók Skautahöllina í Laugardal á leigu í fyrrakvöld sem varð til þess að nokkrir ungir listdansarar á skautum misstu æfingatíma sinn. Samkvæmt heimildum Vísis voru umræddir dansarar ekkert að æsa sig yfir því að gefa eftir tíma sinn fyrir Bieber. Þegar til kastanna kom mætti Bieber hins vegar ekki.Óútreiknanlegur í Grímsnesinu Justin Bieber sjálfur og hans nánustu aðstandendur dvelja í öðru húsi í grennd við Hótel Grímsborgir og ef að líkum lætur eru ljósmyndarar sem leggja uppúr því að ná myndum af ofurstjörnum á því svæði með aðdráttarlinsur sínar. Samkvæmt heimildum Vísis eru þeir sem skipuleggja dvöl Biebers farnir að reita hár sitt og skegg því stjarnan er óútreiknanleg og hefur reynst erfitt að skipuleggja gæslu og annað sem nauðsynlegt er talið að sé til staðar þegar ein helsta poppstjarna heims er annars vegar.Langar á bretti á jökli Þannig var Bieber að velta því fyrir sér í gær að fara upp á jökul í dag, en eins og þeir vita sem fylgdust með komu hans með einkaþotu til landsins, hafði hann snjóbretti með í farteskinu. En, Bieber vildi hins vegar vita fyrir víst að jökullinn væri öruggur og voru því tveir menn ræstir út í nótt og sendir þar upp eftir til að huga að aðstæðum. Gríðarleg stemmning var á tónleikunum sem haldnir voru í Kórnum í gærkvöldi, um 20 þúsund manns, mest ungmenni, sáu glæsilegt sjónarspil og er óhætt að segja að Bieber-brjálæði ríki nú á Íslandi. Mikil eftirvænting ríkir vegna tónleikana sem verða í kvöld og þeir allra hörðustu ætla að mæta á báða tónleikana.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Einlægur Bieber slítur barnsskónum Það var þaulvanur flytjandi sem steig á svið í Kórnum í Kópavogi á slaginu hálf níu í gærkvöldi. 9. september 2016 09:45 Justin Bieber elskar að vera einn í náttúrunni Tónleikarnir í Kórnum í gærkvöldi voru þeir fyrstu á ferðalagi Biebers um Evrópu þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. 9. september 2016 07:15 Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Sjá meira
Einlægur Bieber slítur barnsskónum Það var þaulvanur flytjandi sem steig á svið í Kórnum í Kópavogi á slaginu hálf níu í gærkvöldi. 9. september 2016 09:45
Justin Bieber elskar að vera einn í náttúrunni Tónleikarnir í Kórnum í gærkvöldi voru þeir fyrstu á ferðalagi Biebers um Evrópu þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. 9. september 2016 07:15