Segir tillögur í fíkniefnamálum fela í sér litlar breytingar Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2016 20:15 Björt Ólafsdóttir, Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, gefur ekki mikið fyrir tillögur nefndar á vegum heilbrigðisráðherra, sem leggur til að fíkniefnaneytendur verði sektaðir en ekki fangelsaðir fyrir neysluskammta. Heilbrigðisráðherra segir tillögurnar áfanga að breyttri stefnu í fíkniefnamálum. Á undanförnum áratugum hafa íslensk stjórnvöld í raun og veru tekið þátt í því blóðuga alþjóðlega stríði sem háð hefur verið gegn fíkniefnum. Til stóð til að mynda að gera Ísland fíkniefnalaust árið 2000 en flestir vita hvernig það fór. Nefnd undir formennsku Borgars Þórs Einarssonar skilaði heilbrigðisráðherra nýverið skýrslu um breyttar áherslur í fíkniefnamálum. Þar er m.a. lagt til að neytendur fíkniefna verði ekki dæmdir til fangelsisvistar fyrir að bera á sér neysluskammta heldur sektað. Björt telur tillögur nefndarinnar breyta litlu. „En vel að merkja það á ekki að sekta fólk eins og mig sem velur sér áfengi sem sinn vímugjafa. Bara hina sem velja sér önnur vímuefni og bera þau á sér,“ sagði Björt í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Tillaga nefndarinnar fæli því ekki í sér neina stefnubreytingu heldur staðfestingu á núverandi framkvæmda fíkniefnalöggjafarinnar. Í tillögum nefndarinnar sé einnig lögð mikil áhersla á skaðaminnkun vegna fíkniefna en flestar tillögurnar gengju ekki nógu langt. „Og ég beini því þess vegna til ráðherra að upplýsa okkur um það hér hvernig þetta tvennt fari saman í hans huga; hvernig sektar maður fólk út úr fíkn,“ spurði Björt. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, minnti á að Alþingi hefði markað ákveðna stefnu í þessum málum með þingsályktunartillögu sem hafi falið honum að kanna möguleika á stefnubreytingu í fíkniefnamálum. Nú hafi skýrsla nefndar um málið verið lögð fyrir þingið. „Ég bíð sem sagt eftir umræðunni hér í þinginu um þessar tillögur sem þarna koma fram. Þær eru tólf ef ég man rétt. Áður en einhver afstaða er tekin. Ég er að skila af mér verki og skal glaður taka þá umræðu við háttvirtan þingmann sem og aðra hér þegar að þeirri umræðu kemur,“ sagði Kristján. Vonandi gæti sú umræða farið fram sem fyrst enda hefði Alþingi lýst vilja sínum til breyttra áherslna í þessum málum. „Það er löngu kominn tími til í mínum huga að breyta um starfsaðferðir. Breyta um viðhorf. Fara að vinna meira með þessi mál meira sem heilbrigðismál frekar en glæpastarfsemi , það sem snýr að fíklum. Þar er stærsta viðhorfsbreytingin,“ sagði Kristján Þór Júlíusson. Alþingi Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, gefur ekki mikið fyrir tillögur nefndar á vegum heilbrigðisráðherra, sem leggur til að fíkniefnaneytendur verði sektaðir en ekki fangelsaðir fyrir neysluskammta. Heilbrigðisráðherra segir tillögurnar áfanga að breyttri stefnu í fíkniefnamálum. Á undanförnum áratugum hafa íslensk stjórnvöld í raun og veru tekið þátt í því blóðuga alþjóðlega stríði sem háð hefur verið gegn fíkniefnum. Til stóð til að mynda að gera Ísland fíkniefnalaust árið 2000 en flestir vita hvernig það fór. Nefnd undir formennsku Borgars Þórs Einarssonar skilaði heilbrigðisráðherra nýverið skýrslu um breyttar áherslur í fíkniefnamálum. Þar er m.a. lagt til að neytendur fíkniefna verði ekki dæmdir til fangelsisvistar fyrir að bera á sér neysluskammta heldur sektað. Björt telur tillögur nefndarinnar breyta litlu. „En vel að merkja það á ekki að sekta fólk eins og mig sem velur sér áfengi sem sinn vímugjafa. Bara hina sem velja sér önnur vímuefni og bera þau á sér,“ sagði Björt í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Tillaga nefndarinnar fæli því ekki í sér neina stefnubreytingu heldur staðfestingu á núverandi framkvæmda fíkniefnalöggjafarinnar. Í tillögum nefndarinnar sé einnig lögð mikil áhersla á skaðaminnkun vegna fíkniefna en flestar tillögurnar gengju ekki nógu langt. „Og ég beini því þess vegna til ráðherra að upplýsa okkur um það hér hvernig þetta tvennt fari saman í hans huga; hvernig sektar maður fólk út úr fíkn,“ spurði Björt. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, minnti á að Alþingi hefði markað ákveðna stefnu í þessum málum með þingsályktunartillögu sem hafi falið honum að kanna möguleika á stefnubreytingu í fíkniefnamálum. Nú hafi skýrsla nefndar um málið verið lögð fyrir þingið. „Ég bíð sem sagt eftir umræðunni hér í þinginu um þessar tillögur sem þarna koma fram. Þær eru tólf ef ég man rétt. Áður en einhver afstaða er tekin. Ég er að skila af mér verki og skal glaður taka þá umræðu við háttvirtan þingmann sem og aðra hér þegar að þeirri umræðu kemur,“ sagði Kristján. Vonandi gæti sú umræða farið fram sem fyrst enda hefði Alþingi lýst vilja sínum til breyttra áherslna í þessum málum. „Það er löngu kominn tími til í mínum huga að breyta um starfsaðferðir. Breyta um viðhorf. Fara að vinna meira með þessi mál meira sem heilbrigðismál frekar en glæpastarfsemi , það sem snýr að fíklum. Þar er stærsta viðhorfsbreytingin,“ sagði Kristján Þór Júlíusson.
Alþingi Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira