Tíu hreyfingar bjóða fram til Alþingis í næsta mánuði Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2016 16:51 Ef allar þær hreyfingar sem bjóða fram til Alþingis í næsta mánuði ná fulltrúum á þing, fjölgar flokkum á Alþingi um þrjá. Vísir Útlit er fyrir að minnsta kosti tíu stjórnmálaflokkar og hreyfingar bjóði fram í öllum kjördæmum í alþingiskosningunum hinn 29. október næst komandi. Formaður Dögunar segir er bjartsýnn og segir kjördæmisráð afgreiða framboðslista fyrir kjördæmin á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Í dag eiga sex stjórnmálasamtök fulltrúa á Alþingi en þrjár aðrar hreyfingar stefna nú á framboð í öllum kjördæmum fyrir næstu alþingiskosningar. Það eru Viðreisn, Alþýðufylkingin og Dögun. Viðreisn er nýtt stjórnmálaafl en Alþýðufylkingin bauð ekki fram í öllum kjördæmum í kosningunum 2013. Það gerði Dögun hins vegar en kom ekki fólki á þing. Helga Þórðardóttir formaður Dögunar segir ganga vel að skipa fólki á lista flokksins. „Sem betur fer er margt heiðarlegt baráttufólk sem vill koma til liðs við okkur. Við erum langt komin með lista í Reykjavíkurkjördæmunum og við erum að leggja fram lista á félagsfundi í kvöld. Þar verða lagðir fram listar með tíu frambjóðendum í báðum Reykjavíkurkjördæmunum sem og í Suðvesturkjördæmi eða Kraganum. Kjördæmaráð Dögunar á Suðurlandi sé langt komið með að raða á framboðslista og útlitið sé gott í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi. „Þetta gengur mjög vel og við erum bjartsýn. Við viljum komast inn á þing til að vinna fyrir fólkið í landinu og til að tryggja réttláta framtíð,“ segir formaðurinn. Helga segir Dögun eiga rætur að rekja til búsáhaldabyltingarinnar og baráttumálin draga keim sinn af því en meðal stefnumála eru breytingar á fjármálakerfinu. „Við erum að berjast fyrir samfélagsbanka og afnámi verðtryggingarinnar og gegn fátæktinni. Við höfnum því að það sé til fátækt í svona ríku landi. Nú og húsnæðismálin, við leggjum gríðarlega mikla áherslu á þau. Þar erum við með lausnir og síðan eru það auðlindamálin og lýðræðismálin. Þannig að það er til verkefnalisti sem við ætlum að ganga í til að tryggja hér réttlátt samfélag,“ segir Helga. Flokkur fólksins, sem aðallega beitir sér fyrir málefnum öryrkja og aldraðra, býður fram í öllum kjördæmum í komandi kosningum og hefur nú þegar mannað forystusætin í þremur þeirra að sögn talskonu flokksins. Þá hefur varaformaður Alþýðufylkingarinnar staðfest við fréttastofu að að hreyfingin stefni ótrauð á framboð í öllum kjördæmum í fyrsta skipti. Íslenska þjóðfylkingin, Flokkur heimilanna, og Húministaflokkurinn munu einnig ætla að bjóða fram. Ekki liggur þó fyrir í hvaða kjördæmum það verður. Það er því ljóst að kjósendur munu geta valið á milli fjölmargra stjórnmálaafla í kosningunum hinn 29. október næst komandi. Kosningar 2016 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot Sjá meira
Útlit er fyrir að minnsta kosti tíu stjórnmálaflokkar og hreyfingar bjóði fram í öllum kjördæmum í alþingiskosningunum hinn 29. október næst komandi. Formaður Dögunar segir er bjartsýnn og segir kjördæmisráð afgreiða framboðslista fyrir kjördæmin á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Í dag eiga sex stjórnmálasamtök fulltrúa á Alþingi en þrjár aðrar hreyfingar stefna nú á framboð í öllum kjördæmum fyrir næstu alþingiskosningar. Það eru Viðreisn, Alþýðufylkingin og Dögun. Viðreisn er nýtt stjórnmálaafl en Alþýðufylkingin bauð ekki fram í öllum kjördæmum í kosningunum 2013. Það gerði Dögun hins vegar en kom ekki fólki á þing. Helga Þórðardóttir formaður Dögunar segir ganga vel að skipa fólki á lista flokksins. „Sem betur fer er margt heiðarlegt baráttufólk sem vill koma til liðs við okkur. Við erum langt komin með lista í Reykjavíkurkjördæmunum og við erum að leggja fram lista á félagsfundi í kvöld. Þar verða lagðir fram listar með tíu frambjóðendum í báðum Reykjavíkurkjördæmunum sem og í Suðvesturkjördæmi eða Kraganum. Kjördæmaráð Dögunar á Suðurlandi sé langt komið með að raða á framboðslista og útlitið sé gott í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi. „Þetta gengur mjög vel og við erum bjartsýn. Við viljum komast inn á þing til að vinna fyrir fólkið í landinu og til að tryggja réttláta framtíð,“ segir formaðurinn. Helga segir Dögun eiga rætur að rekja til búsáhaldabyltingarinnar og baráttumálin draga keim sinn af því en meðal stefnumála eru breytingar á fjármálakerfinu. „Við erum að berjast fyrir samfélagsbanka og afnámi verðtryggingarinnar og gegn fátæktinni. Við höfnum því að það sé til fátækt í svona ríku landi. Nú og húsnæðismálin, við leggjum gríðarlega mikla áherslu á þau. Þar erum við með lausnir og síðan eru það auðlindamálin og lýðræðismálin. Þannig að það er til verkefnalisti sem við ætlum að ganga í til að tryggja hér réttlátt samfélag,“ segir Helga. Flokkur fólksins, sem aðallega beitir sér fyrir málefnum öryrkja og aldraðra, býður fram í öllum kjördæmum í komandi kosningum og hefur nú þegar mannað forystusætin í þremur þeirra að sögn talskonu flokksins. Þá hefur varaformaður Alþýðufylkingarinnar staðfest við fréttastofu að að hreyfingin stefni ótrauð á framboð í öllum kjördæmum í fyrsta skipti. Íslenska þjóðfylkingin, Flokkur heimilanna, og Húministaflokkurinn munu einnig ætla að bjóða fram. Ekki liggur þó fyrir í hvaða kjördæmum það verður. Það er því ljóst að kjósendur munu geta valið á milli fjölmargra stjórnmálaafla í kosningunum hinn 29. október næst komandi.
Kosningar 2016 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot Sjá meira