Reyndi viljandi að kveikja neista hjá Dóru Maríu sem varð brjáluð Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. september 2016 16:20 Dóra María Lárusdóttir, leikmaður Vals í Pepsi-deild kvenna í fótbolta, snýr aftur í landsliðið þegar stelpurnar okkar mæta Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017 seinna í mánuðinum. Hópurinn var valinn í dag. Dóra María tók sér frí frá knattspyrnuiðkun frá september 2014 og þar til í mars á þessu ári en síðast spilaði hún landsleik í einmitt í september fyrir tveimur árum.Sjá einnig:Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Þessi magnaða fótboltakona sem á að baki 108 landsleiki fyrir Ísland er búin að vera einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar og stefnir jafnvel í að hún fari á þriðja Evrópumótið sitt að ári en hún er 31 árs gömul. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, viðurkenndi á blaðamannafundi þegar hópurinn var tilkynntur í dag að hann lét á reyna hvort Dóra María hefði virkilegan áhuga á að snúa aftur í landsliðið. Hún virðist meira en klár miðað við það sem Freyr hafði að segja. „Við erum búin að ræða málin vel. Ég talaði ekkert við hana þegar ég valdi síðasta hóp og það var viljandi. Ég vildi gá hvort ég myndi kveikja í einhverju í hausnum á henni sem það og gerði. Hún var brjáluð yfir því að ég talaði ekki við hana,“ sagði Freyr. „Svo beið ég eins lengi og ég gat að ræða við hana núna áður en ég valdi þennan hóp. Við funduðum tvisvar áður en ég ákvað að velja hana því ég vildi vita hvort eldmóðurinn væri til staðar.“ „Hann er til staðar og þá vitum við hvað hún er góð í fótbolta. Við höfum séð hana vaxa í sumar og það er mikill fengur fyrir okkur að fá hana til baka. Þetta snerist fyrst og fremst um það hvort hún hefði innri hvatningu til að gera þetta vel. Hún hefur hana og það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur.“ sagði Freyr Alexandersson. Svar Freys má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Landsliðsþjálfararnir ætla að reyna það sama með Berglindi Björg og þeir gerðu fyrir Hörpu. 7. september 2016 15:58 Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Sjá meira
Dóra María Lárusdóttir, leikmaður Vals í Pepsi-deild kvenna í fótbolta, snýr aftur í landsliðið þegar stelpurnar okkar mæta Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017 seinna í mánuðinum. Hópurinn var valinn í dag. Dóra María tók sér frí frá knattspyrnuiðkun frá september 2014 og þar til í mars á þessu ári en síðast spilaði hún landsleik í einmitt í september fyrir tveimur árum.Sjá einnig:Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Þessi magnaða fótboltakona sem á að baki 108 landsleiki fyrir Ísland er búin að vera einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar og stefnir jafnvel í að hún fari á þriðja Evrópumótið sitt að ári en hún er 31 árs gömul. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, viðurkenndi á blaðamannafundi þegar hópurinn var tilkynntur í dag að hann lét á reyna hvort Dóra María hefði virkilegan áhuga á að snúa aftur í landsliðið. Hún virðist meira en klár miðað við það sem Freyr hafði að segja. „Við erum búin að ræða málin vel. Ég talaði ekkert við hana þegar ég valdi síðasta hóp og það var viljandi. Ég vildi gá hvort ég myndi kveikja í einhverju í hausnum á henni sem það og gerði. Hún var brjáluð yfir því að ég talaði ekki við hana,“ sagði Freyr. „Svo beið ég eins lengi og ég gat að ræða við hana núna áður en ég valdi þennan hóp. Við funduðum tvisvar áður en ég ákvað að velja hana því ég vildi vita hvort eldmóðurinn væri til staðar.“ „Hann er til staðar og þá vitum við hvað hún er góð í fótbolta. Við höfum séð hana vaxa í sumar og það er mikill fengur fyrir okkur að fá hana til baka. Þetta snerist fyrst og fremst um það hvort hún hefði innri hvatningu til að gera þetta vel. Hún hefur hana og það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur.“ sagði Freyr Alexandersson. Svar Freys má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Landsliðsþjálfararnir ætla að reyna það sama með Berglindi Björg og þeir gerðu fyrir Hörpu. 7. september 2016 15:58 Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Sjá meira
Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Landsliðsþjálfararnir ætla að reyna það sama með Berglindi Björg og þeir gerðu fyrir Hörpu. 7. september 2016 15:58
Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15