Verð til bænda of hátt! Þórólfur Matthíasson skrifar 8. september 2016 07:00 Tvær fréttir á vef Bændablaðsins vekja athygli. Í annarri, dagsettri í lok júlí, er sagt frá því að sauðfjárbændur vilji 12,5% hækkun á skilaverði í haust, segja tilkostnað hafa hækkað. Í hinni, dagsettri í lok ágúst, er sagt frá því að sauðfjárbændur mótmæli harðlega (12%) lækkun afurðaverðs. Sauðfjárbúskapur á Íslandi stendur frammi fyrir margþættum vanda. Dæmi: Afleiðingar ofbeitar á afréttum og stórhættuleg lausaganga fjár á fjölförnum þjóðvegum eru ljóslifandi hverjum þeim sem ferðast um landið. Lítill vilji virðist meðal sauðfjárbænda til að takast á við þessi vandamál. Annar vandi snýr að því að neysla sauðfjárafurða hefur dregist stórlega saman á sama tíma og bændur kvarta sáran undan skilaverðinu. Offramleiðsluvandinn tengist ofbeitarvandanum og neyslusamdrættinum. Tölur segja sína sögu:Neyslan var nálægt 80% af heildarframleiðslunni en er nú ríflega 65%. Offramleiðslan hefur aukist úr að vera 30% umfram innanlandsmarkaðinn í að vera rösklega 50%. Sífelld markaðsátök erlendis hafa hugsanlega skilað söluaukningu, en sílækkandi skilaverð dugar ekki til að standa undir kostnaði við framleiðsluna og markaðssetninguna. Markaðsátök (að ekki sé sagt markaðsofbeldi vegna innflutningstálmana) innanlands hafa hugsanlega hægt á samdrætti innlendu neyslunnar. En hverjum manni sem skoðar strauma í kjötneyslu nágrannaþjóða má vera ljóst hvert stefnir. Neysla Dana og Svía nemur 1 kg af kjöti af sauðfé á ári, neysla Norðmanna nemur um 5 kg á mann á ári. Sé horft 10-20 ár fram í tímann er líklegt að neysla á mann á Íslandi verði ekki meiri en 10 kg á ári, kannski nær 5 kg á mann ári. Þ.e.a.s. heildarneyslan ætti að vera á bilinu 2-4 þúsund tonn á árunum 2026 til 2036. Ef ekki á að halda áfram á slóð gegndarlausrar offramleiðslu þarf að minnka sauðfjárstofninn á landinu um 60–80% á næstu 10-20 árum. Augljóslega er verðhækkun til bænda ekki hluti af því aðlögunarferli. Þar þarf önnur meðöl til. Þetta mættu þingmenn hafa í huga nú þegar þeir fjalla um búvörusamninga.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Tvær fréttir á vef Bændablaðsins vekja athygli. Í annarri, dagsettri í lok júlí, er sagt frá því að sauðfjárbændur vilji 12,5% hækkun á skilaverði í haust, segja tilkostnað hafa hækkað. Í hinni, dagsettri í lok ágúst, er sagt frá því að sauðfjárbændur mótmæli harðlega (12%) lækkun afurðaverðs. Sauðfjárbúskapur á Íslandi stendur frammi fyrir margþættum vanda. Dæmi: Afleiðingar ofbeitar á afréttum og stórhættuleg lausaganga fjár á fjölförnum þjóðvegum eru ljóslifandi hverjum þeim sem ferðast um landið. Lítill vilji virðist meðal sauðfjárbænda til að takast á við þessi vandamál. Annar vandi snýr að því að neysla sauðfjárafurða hefur dregist stórlega saman á sama tíma og bændur kvarta sáran undan skilaverðinu. Offramleiðsluvandinn tengist ofbeitarvandanum og neyslusamdrættinum. Tölur segja sína sögu:Neyslan var nálægt 80% af heildarframleiðslunni en er nú ríflega 65%. Offramleiðslan hefur aukist úr að vera 30% umfram innanlandsmarkaðinn í að vera rösklega 50%. Sífelld markaðsátök erlendis hafa hugsanlega skilað söluaukningu, en sílækkandi skilaverð dugar ekki til að standa undir kostnaði við framleiðsluna og markaðssetninguna. Markaðsátök (að ekki sé sagt markaðsofbeldi vegna innflutningstálmana) innanlands hafa hugsanlega hægt á samdrætti innlendu neyslunnar. En hverjum manni sem skoðar strauma í kjötneyslu nágrannaþjóða má vera ljóst hvert stefnir. Neysla Dana og Svía nemur 1 kg af kjöti af sauðfé á ári, neysla Norðmanna nemur um 5 kg á mann á ári. Sé horft 10-20 ár fram í tímann er líklegt að neysla á mann á Íslandi verði ekki meiri en 10 kg á ári, kannski nær 5 kg á mann ári. Þ.e.a.s. heildarneyslan ætti að vera á bilinu 2-4 þúsund tonn á árunum 2026 til 2036. Ef ekki á að halda áfram á slóð gegndarlausrar offramleiðslu þarf að minnka sauðfjárstofninn á landinu um 60–80% á næstu 10-20 árum. Augljóslega er verðhækkun til bænda ekki hluti af því aðlögunarferli. Þar þarf önnur meðöl til. Þetta mættu þingmenn hafa í huga nú þegar þeir fjalla um búvörusamninga.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar