Nýkjörinn oddviti Pírata í NV á leið upp á fæðingardeild sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. september 2016 13:20 Eva Pandora Baldursdóttir. „Ég get ekki talað mikið akkúrat núna, ég er nefnilega á leiðinni upp á fæðingardeild á Akureyri,“ segir Eva Pandora Baldursdóttir, viðskiptafræðingur og nýkjörinn oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Atkvæðagreiðslu í endurtektarkosningu Pírata í kjördæminu lauk á hádegi og hafnaði Eva í fysrta sæti með 233 atkvæði. Annað sætið skipar Gunnar I. Guðmundsson með 236 atkvæði og Gunnar Jökull það þriðja með 224 atkvæði. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, segir að unnið sé eftir Schulze talningaraðferðinni. „Evu hefur verið raðað oftar í hærri sæti en Gunnari. Talningaraðferðin finnur þá frambjóðendursem mest sátt er um, þannig að sá sem lendirhlutfallslega oftast í háum sætum vinnur alla aðra. Í rauninni er öllum frambjóðendum stillt upp hverjum á móti öðrum í tvíliðaleik, og þrátt fyrir að Gunnar sé með fleiri atkvæði þá gæti hann hafa fengið fleiri atkvæði neðarlega og Eva fengið fleiri atkvæði í háum sætum,“ útskýrir Sigríður. Hún segir að nú sé unnið að því að fá staðfestingu frá öllum frambjóðendum hvort þeir vilji taka sæti sínu eða ekki. Endanlegur listi ætti því að liggja fyrir síðdegis eða í fyrramálið. Eva hefur staðfest að hún muni taka oddvitasætið. Sem fyrr segir gat Eva lítið talað þegar fréttastofa náði tali af henni, en hún segist þó spennt fyrir komandi tímum. „Mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir hún, en hún er komin 39 vikur á leið með sitt fyrsta barn, og er sett í næstu viku.Sjá einnig: „Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ Samkvæmt skoðanakönnunum bendir flest til þess að Eva fari á þing. „Ég byrja á að fara í fæðingarorlofi, en ég á rétt á því eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Ég lagði upp með það alveg frá byrjun. Þá yrði það fyrsti varaþingmaður sem myndi taka mitt sæti þangað til ég er búin í mínu fæðingarorlofi,“ segir hún. Eva Pandora er 26 ára, fædd árið 1990. Hún er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, lauk einu ári í MA námi í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst og er nú í MPA námi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Hún er fædd á Sauðárkróki og hefur búið í Skagafirði stærsta hluta ævi sinnar. Á framboðssíðu sinni segist hún hafa verið, líkt og flestir Skagfirðingar, skráð í Framsóknarflokkinn, eða allt frá sextán ára aldri þegar hún byrjaði að fá áhuga á stjórnmálum. „Seinna meir þegar ég fór að spá af alvöru og með gagnrýnni hugsun í stjórnmál komst ég að því að mín gildi og skoðanir samhæfðust ekki þeim flokki sem ég var skráð í og gekk ég þar af leiðandi úr flokknum. Ég kynntist Pírötum nokkrum mánuðum fyrir seinustu alþingiskosningar þegar ég fór að kynna mér þá flokka sem voru í framboði og sá strax að stefna og gildi Pírata áttu vel við mig. Síðan þá hefur áhugi minn á stjórnmálum vaxið og dafnað og er ég ein þeirra Íslendinga sem er ósátt við stöðu mála í þjóðfélaginu í dag,“ segir Eva.Listann, eins og hann liggur fyrir nú, má sjá hér. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir „Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ Endurtektarkosning í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi stendur yfir eftir að listinn var felldur eftir staðfestingarkosningu í síðasta mánuði. 7. september 2016 11:02 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
„Ég get ekki talað mikið akkúrat núna, ég er nefnilega á leiðinni upp á fæðingardeild á Akureyri,“ segir Eva Pandora Baldursdóttir, viðskiptafræðingur og nýkjörinn oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Atkvæðagreiðslu í endurtektarkosningu Pírata í kjördæminu lauk á hádegi og hafnaði Eva í fysrta sæti með 233 atkvæði. Annað sætið skipar Gunnar I. Guðmundsson með 236 atkvæði og Gunnar Jökull það þriðja með 224 atkvæði. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, segir að unnið sé eftir Schulze talningaraðferðinni. „Evu hefur verið raðað oftar í hærri sæti en Gunnari. Talningaraðferðin finnur þá frambjóðendursem mest sátt er um, þannig að sá sem lendirhlutfallslega oftast í háum sætum vinnur alla aðra. Í rauninni er öllum frambjóðendum stillt upp hverjum á móti öðrum í tvíliðaleik, og þrátt fyrir að Gunnar sé með fleiri atkvæði þá gæti hann hafa fengið fleiri atkvæði neðarlega og Eva fengið fleiri atkvæði í háum sætum,“ útskýrir Sigríður. Hún segir að nú sé unnið að því að fá staðfestingu frá öllum frambjóðendum hvort þeir vilji taka sæti sínu eða ekki. Endanlegur listi ætti því að liggja fyrir síðdegis eða í fyrramálið. Eva hefur staðfest að hún muni taka oddvitasætið. Sem fyrr segir gat Eva lítið talað þegar fréttastofa náði tali af henni, en hún segist þó spennt fyrir komandi tímum. „Mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir hún, en hún er komin 39 vikur á leið með sitt fyrsta barn, og er sett í næstu viku.Sjá einnig: „Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ Samkvæmt skoðanakönnunum bendir flest til þess að Eva fari á þing. „Ég byrja á að fara í fæðingarorlofi, en ég á rétt á því eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Ég lagði upp með það alveg frá byrjun. Þá yrði það fyrsti varaþingmaður sem myndi taka mitt sæti þangað til ég er búin í mínu fæðingarorlofi,“ segir hún. Eva Pandora er 26 ára, fædd árið 1990. Hún er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, lauk einu ári í MA námi í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst og er nú í MPA námi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Hún er fædd á Sauðárkróki og hefur búið í Skagafirði stærsta hluta ævi sinnar. Á framboðssíðu sinni segist hún hafa verið, líkt og flestir Skagfirðingar, skráð í Framsóknarflokkinn, eða allt frá sextán ára aldri þegar hún byrjaði að fá áhuga á stjórnmálum. „Seinna meir þegar ég fór að spá af alvöru og með gagnrýnni hugsun í stjórnmál komst ég að því að mín gildi og skoðanir samhæfðust ekki þeim flokki sem ég var skráð í og gekk ég þar af leiðandi úr flokknum. Ég kynntist Pírötum nokkrum mánuðum fyrir seinustu alþingiskosningar þegar ég fór að kynna mér þá flokka sem voru í framboði og sá strax að stefna og gildi Pírata áttu vel við mig. Síðan þá hefur áhugi minn á stjórnmálum vaxið og dafnað og er ég ein þeirra Íslendinga sem er ósátt við stöðu mála í þjóðfélaginu í dag,“ segir Eva.Listann, eins og hann liggur fyrir nú, má sjá hér.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir „Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ Endurtektarkosning í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi stendur yfir eftir að listinn var felldur eftir staðfestingarkosningu í síðasta mánuði. 7. september 2016 11:02 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
„Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ Endurtektarkosning í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi stendur yfir eftir að listinn var felldur eftir staðfestingarkosningu í síðasta mánuði. 7. september 2016 11:02