Kvörtunum til Umboðsmanns Alþingis fækkar umtalsvert Heimir Már Pétursson skrifar 6. september 2016 19:20 Kvörtunum til Umboðsmanns Alþingis fækkaði í fyrra miðað við árið þar á undan. Embættið tók ekki upp nein mál að eigin frumkvæði á síðasta ári en fær aukna fjárveitingu til að sinna slíkum málum á næsta ári. Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis kom á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins í dag og kynnti ársskýrslu sína fyrir árið í fyrra. Eitt af því sem lesa má úr skýrslunni er að almenningur leitaði í vaxandi mæli til umboðsmanns eftir hrun efnahagslífsins. Enda er umboðsmaður fyrst og fremst trúnaðarmaður almennings gagnvart framkvæmdavaldinu. 439 mál voru skráð hjá Umboðsmanni Alþingis á síðasta ári en kvörtunum fækkaði um 11 prósent frá árinu á undan og náði embættið þriðja árið í röð að afgreiða fleiri mál en bárust því og vinna þannig upp eldri mál. Þótt embættið hafi ekki tekið upp ný mál í fyrra að eigin frumkvæði lauk frumkvæðismálum frá árinu þar á undan. „Það er auðvitað alltaf þannig að það eru einstök mál sem verða örðum fremur umtalsefni í samfélaginu. Við fjölluðum í byrjun árs 2015 um samskipti innanríkisráðherra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Það mál var mjög umtalað í fjölmiðlum. Síðan var mál sem laut að málefnum Fiskistofu,“ segir Tryggvi.Kvörtunum fjölgaði mikið eftir hrun Megin tími embættis umboðsmanns fer hins vegar í að sinna erindum frá almenningi vegna samskipta fólks við stjórnsýsluna og framkvæmdavaldið í heild sinni. Og það er greinilegt að almenningur leitaði meira til umboðsmanns eftir hrun efnahagslífsins eins og sést á fjölda þeirra erinda sem voru felld niður eftir að leiðréttingar eða skýringar höfðu fengist frá stjórnvöldum. En þau fóru úr 83 árið 2007 í 184 þegar mest var árið 2012. „Þegar þessi mál komu til okkar var mjög áberandi álagið sem var í stjórnsýslunni á þeim tíma. Það var kannski reynt að afgreiða mál með hraði. Ekki gætt nægjanlega að því að útskýra fyrr borgurunum hvers vegna niðurstaðan hafi orðið þessi og í mörgum tilvikum tókst okkur með samskiptum og samráði við stjórnvöld að fá fram þessar skýringar og koma þeim í réttan farveg. Núna hefur orðið breyting á þessu. Það er í færri tilvikum sem þetta á við sem bendir þá til þess að álagið sé að minnka líka,“ segir Tryggvi. Umboðsmaður hefur í gegnum tíðina af eigin frumkvæði hafið rannsókn mála til að mynda á embættisfærslum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í embætti innanríkisráðherra en engin ný frumkvæðismál voru á síðasta ári.Er embættinu sniðinn of þröngur stakkur í þeim efnum? „Það er ljóst að í kjölfar þessarar holskeflu sem við fengum í fjölgun kvartana að við þurftum að gera ráðstafanir. Embættið er ekki stórt og við fengum ekki auknar fjárveitingar til að ráða fleiri starfsmenn. Þar af leiðandi ákvað ég að leggja áherslu á að afgreiða kvartanirnar og það hefur tekist bærilega. Nú er hins vegar að skapast lag og ég vona að við getum í auknum mæli sinnt þessum frumkvæðismálum,“ segir umboðsmaður. Tólf manns vinna hjá embætti umboðsmanns Alþingis sem fær 18 milljónir til frumkvæðismála á næsta ári. „Þetta eftirlit umboðsmanns er stór liður í aðhaldi þingsins með framkvæmdavaldinu. Því þær niðurstöður sem umboðsmaður kemst að eru afhentar þinginu og það er þá þingsins að taka afstöðu,“ segir Tryggvi Gunnarsson. Alþingi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Kvörtunum til Umboðsmanns Alþingis fækkaði í fyrra miðað við árið þar á undan. Embættið tók ekki upp nein mál að eigin frumkvæði á síðasta ári en fær aukna fjárveitingu til að sinna slíkum málum á næsta ári. Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis kom á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins í dag og kynnti ársskýrslu sína fyrir árið í fyrra. Eitt af því sem lesa má úr skýrslunni er að almenningur leitaði í vaxandi mæli til umboðsmanns eftir hrun efnahagslífsins. Enda er umboðsmaður fyrst og fremst trúnaðarmaður almennings gagnvart framkvæmdavaldinu. 439 mál voru skráð hjá Umboðsmanni Alþingis á síðasta ári en kvörtunum fækkaði um 11 prósent frá árinu á undan og náði embættið þriðja árið í röð að afgreiða fleiri mál en bárust því og vinna þannig upp eldri mál. Þótt embættið hafi ekki tekið upp ný mál í fyrra að eigin frumkvæði lauk frumkvæðismálum frá árinu þar á undan. „Það er auðvitað alltaf þannig að það eru einstök mál sem verða örðum fremur umtalsefni í samfélaginu. Við fjölluðum í byrjun árs 2015 um samskipti innanríkisráðherra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Það mál var mjög umtalað í fjölmiðlum. Síðan var mál sem laut að málefnum Fiskistofu,“ segir Tryggvi.Kvörtunum fjölgaði mikið eftir hrun Megin tími embættis umboðsmanns fer hins vegar í að sinna erindum frá almenningi vegna samskipta fólks við stjórnsýsluna og framkvæmdavaldið í heild sinni. Og það er greinilegt að almenningur leitaði meira til umboðsmanns eftir hrun efnahagslífsins eins og sést á fjölda þeirra erinda sem voru felld niður eftir að leiðréttingar eða skýringar höfðu fengist frá stjórnvöldum. En þau fóru úr 83 árið 2007 í 184 þegar mest var árið 2012. „Þegar þessi mál komu til okkar var mjög áberandi álagið sem var í stjórnsýslunni á þeim tíma. Það var kannski reynt að afgreiða mál með hraði. Ekki gætt nægjanlega að því að útskýra fyrr borgurunum hvers vegna niðurstaðan hafi orðið þessi og í mörgum tilvikum tókst okkur með samskiptum og samráði við stjórnvöld að fá fram þessar skýringar og koma þeim í réttan farveg. Núna hefur orðið breyting á þessu. Það er í færri tilvikum sem þetta á við sem bendir þá til þess að álagið sé að minnka líka,“ segir Tryggvi. Umboðsmaður hefur í gegnum tíðina af eigin frumkvæði hafið rannsókn mála til að mynda á embættisfærslum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í embætti innanríkisráðherra en engin ný frumkvæðismál voru á síðasta ári.Er embættinu sniðinn of þröngur stakkur í þeim efnum? „Það er ljóst að í kjölfar þessarar holskeflu sem við fengum í fjölgun kvartana að við þurftum að gera ráðstafanir. Embættið er ekki stórt og við fengum ekki auknar fjárveitingar til að ráða fleiri starfsmenn. Þar af leiðandi ákvað ég að leggja áherslu á að afgreiða kvartanirnar og það hefur tekist bærilega. Nú er hins vegar að skapast lag og ég vona að við getum í auknum mæli sinnt þessum frumkvæðismálum,“ segir umboðsmaður. Tólf manns vinna hjá embætti umboðsmanns Alþingis sem fær 18 milljónir til frumkvæðismála á næsta ári. „Þetta eftirlit umboðsmanns er stór liður í aðhaldi þingsins með framkvæmdavaldinu. Því þær niðurstöður sem umboðsmaður kemst að eru afhentar þinginu og það er þá þingsins að taka afstöðu,“ segir Tryggvi Gunnarsson.
Alþingi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira