Neyðarrýming í Kórnum mun taka 7 mínútur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. september 2016 21:00 Í kvöldfréttum stöðvar 2 í gærkvöldi var fjallað um öryggismál á tónleikum Justin Bieber, en áhyggjur höfðu vaknað um að húsið og nærumhverfi þess myndi ekki þola þann fjölda fólks sem þar verður. Mikil vinna hefur verið lögð í skipulagningu tónleikanna á fimmtudag og föstudag og segir sérfræðingur í áhættustjórnun að bæði viðburðurinn og húsið uppfylli öll skilyrði. Brunaverkfræðingur og sérfræðingur í áhættustjórnun hjá verkfræðistofunni Eflu hefur séð um gerð áætlana í neyðarstjórnun á viðburðinum. Á tónleikum sem þessu miðast uppsetning innanhúss og utanhúss við að tryggja öryggi fólks og er það byggt á umfangsmiklum útreikningum. „Við höfum sett upp sérstaka öryggisnefnd sem sér um neyðarstjórnun á öllum tónleikunum. Þessi nefnd hefur hisst og farið yfir helstu áhættuþætti og uppbyggingu á tónleikunum og verður með mjög öflug viðbrögð,“ segir Böðvar Tómasson, brunaverkfræðingur og sérfræðingur í áhættustjórnun. Hann segir að ef til neyðarrýmingar kæmi tæki það skamman tíma. „Ef allar flóttaleiðir eru aðgengilegar þá eru þetta um sjö mínútur. Þetta fer upp í níu mínútur ef við myndum fá einhvern atburð sem blokkerar einhverjar leiðir.“ Salnum sem tónleikarnir fara fram í hefur verið skipt upp til þess að minnka líkur á þrengslum og troðningi sem getur myndast. „Við erum búin að skipta svæðinu í þrjú svæði í raun og veru með þessum grindum sem þið sjáið hér. Þetta eru sérinnfluttar grindur frá Þýskalandi og hafa verið notaðar á einhverjum tónleikum hérna áður. En þær eru sérstaklega hannaðar til að fólk geti komist að þeim en líka þannig að það er hægt að stíga upp og það er hægt að bjarga fólki upp ef að einhverjum líður illa,“ segir Böðvar. Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri á forvarnarsviði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, er mjög ánægður með uppbyggingu og skipulag neyðarstjórnunnar á tónleikunum. „Þetta skipulag hérna er til fyrirmyndar miðað við það sem maður hefur séð. Það má eiginnlega segja það að það sé bara mikill metnaður frá hálfu eigenda, sem er Kópavogsbær. Maður sér það síðan á öllum framkvæmdum að það er bara eitt sem gildir hérna og það er að gera hlutina vel. Ég held að það sé búið að reyna að velta hérna hverjum steini sem að mönnum dettur í hug og sjá fyrir sér ráðstafanir annað hvort til að draga úr hættu eða vera klár til þess að bregðast við ef eitthvað kemur upp á,“ segir Bjarni. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Getur Kórinn í Kópavogi tekið á móti öllum tónleikagestum Justin Bieber? Brunahönnuður segir húsið öruggt 4. september 2016 18:45 Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Uppsetning í Kórnum í fullum gangi - Poppstjarnan væntanleg til landsins 2. september 2016 19:00 Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira
Í kvöldfréttum stöðvar 2 í gærkvöldi var fjallað um öryggismál á tónleikum Justin Bieber, en áhyggjur höfðu vaknað um að húsið og nærumhverfi þess myndi ekki þola þann fjölda fólks sem þar verður. Mikil vinna hefur verið lögð í skipulagningu tónleikanna á fimmtudag og föstudag og segir sérfræðingur í áhættustjórnun að bæði viðburðurinn og húsið uppfylli öll skilyrði. Brunaverkfræðingur og sérfræðingur í áhættustjórnun hjá verkfræðistofunni Eflu hefur séð um gerð áætlana í neyðarstjórnun á viðburðinum. Á tónleikum sem þessu miðast uppsetning innanhúss og utanhúss við að tryggja öryggi fólks og er það byggt á umfangsmiklum útreikningum. „Við höfum sett upp sérstaka öryggisnefnd sem sér um neyðarstjórnun á öllum tónleikunum. Þessi nefnd hefur hisst og farið yfir helstu áhættuþætti og uppbyggingu á tónleikunum og verður með mjög öflug viðbrögð,“ segir Böðvar Tómasson, brunaverkfræðingur og sérfræðingur í áhættustjórnun. Hann segir að ef til neyðarrýmingar kæmi tæki það skamman tíma. „Ef allar flóttaleiðir eru aðgengilegar þá eru þetta um sjö mínútur. Þetta fer upp í níu mínútur ef við myndum fá einhvern atburð sem blokkerar einhverjar leiðir.“ Salnum sem tónleikarnir fara fram í hefur verið skipt upp til þess að minnka líkur á þrengslum og troðningi sem getur myndast. „Við erum búin að skipta svæðinu í þrjú svæði í raun og veru með þessum grindum sem þið sjáið hér. Þetta eru sérinnfluttar grindur frá Þýskalandi og hafa verið notaðar á einhverjum tónleikum hérna áður. En þær eru sérstaklega hannaðar til að fólk geti komist að þeim en líka þannig að það er hægt að stíga upp og það er hægt að bjarga fólki upp ef að einhverjum líður illa,“ segir Böðvar. Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri á forvarnarsviði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, er mjög ánægður með uppbyggingu og skipulag neyðarstjórnunnar á tónleikunum. „Þetta skipulag hérna er til fyrirmyndar miðað við það sem maður hefur séð. Það má eiginnlega segja það að það sé bara mikill metnaður frá hálfu eigenda, sem er Kópavogsbær. Maður sér það síðan á öllum framkvæmdum að það er bara eitt sem gildir hérna og það er að gera hlutina vel. Ég held að það sé búið að reyna að velta hérna hverjum steini sem að mönnum dettur í hug og sjá fyrir sér ráðstafanir annað hvort til að draga úr hættu eða vera klár til þess að bregðast við ef eitthvað kemur upp á,“ segir Bjarni.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Getur Kórinn í Kópavogi tekið á móti öllum tónleikagestum Justin Bieber? Brunahönnuður segir húsið öruggt 4. september 2016 18:45 Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Uppsetning í Kórnum í fullum gangi - Poppstjarnan væntanleg til landsins 2. september 2016 19:00 Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira
Getur Kórinn í Kópavogi tekið á móti öllum tónleikagestum Justin Bieber? Brunahönnuður segir húsið öruggt 4. september 2016 18:45
Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Uppsetning í Kórnum í fullum gangi - Poppstjarnan væntanleg til landsins 2. september 2016 19:00
Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45