Jón Daði: Getum ekki beðið eftir að byrja Arnar Björnsson í Kænugarði skrifar 5. september 2016 09:30 Jón Daði Böðvarsson hefur byrjað vel með Úlfunum í enska fótboltanum. Það kemur mikið til með að mæða á honum í framlínunni gegn Úkraínumönnum í kvöld. „Ég get ekki verið spenntari, framundan er skemmtilegt og krefjandi verkefni,“ segir Selfyssingurinn. Hann skoraði gegn Austurríkismönnum á Evrópumótinu í sumar á Stade de France. Það var annað mark hans með landsliðinu. Það fyrra kom í undankeppninni Evrópumótsins á Laugardalsvellinum í 3-0 sigri á Tyrkjum. En hvort markið var nú eftirminnilegra? „Það er erfitt að segja, ætli það sé ekki markið á EM í sumar gegn Austurríki, það er erfitt að toppa það að skora á EM. Nú er bara að halda áfram og vonandi nær maður að skora fleiri mörk fyrir liðið.“ Jón Daði segir að úrslitakeppnin í Frakklandi á síðasta Evrópumóti hafi gefið landliðsmönnunum mikið sjálfstraust. „Við sáum hvar við vorum staddir og hve langt við getum komist sem ein heild. Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust og við getum ekki beðið eftir því að byrja fyrsta leik í þessari keppni.“ Jón Daði segir að það hafi verið gaman að hitta hópinn á nýjan leik. „Það er skemmtilegt að hitta hópinn aftur, það eru allir hressir. En nú eru menn núllstilltir, EM er búið og núna byrjar ný keppni. Við þurfum að einbeita okkur að henni.“ Í undanförnum leikjum hefur Jón Daði spilað með Kolbeini Sigþórssyni í framlínunni en hann er meiddur. Verður það eitthvað öðruvísi að spila án Kolbeins? „Við höfum byrjað marga leiki saman en við erum með sterka einstaklinga eins og Alfreð Finnbogason og Viðar Örn Kjartansson og það eru allir tilbúnir til að leggja sitt af mörkum.“ Jón Daði staldraði stutt við hjá Kaiserslautern í Þýskalandi sem seldi hann til Wolverhampton Wanderers. „Byrjunin er framar vonum ef ég á að segja alveg eins og er. Ég gat ekki beðið um betri byrjun, að skora í fyrsta leik og halda áfram sama formi. Leiktíðin er löng og vonandi nær maður að halda áfram sama dampi.“ Eftir 2 mörk í fyrstu 5 leikjunum hafa stuðningsmennirnir tekið honum vel. „Liðsfélagarnir eru góðir, klúbburinn flottur og markmiðið er að komast upp í úrvalsdeildina. Stuðningsmennirnir eru frábærir, víkingaklappið tekið fyrir leiki og ég finn fyrir miklum stuðningi frá þeim og það er æðislegt,“ segir Jón Daði Böðvarsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson hefur byrjað vel með Úlfunum í enska fótboltanum. Það kemur mikið til með að mæða á honum í framlínunni gegn Úkraínumönnum í kvöld. „Ég get ekki verið spenntari, framundan er skemmtilegt og krefjandi verkefni,“ segir Selfyssingurinn. Hann skoraði gegn Austurríkismönnum á Evrópumótinu í sumar á Stade de France. Það var annað mark hans með landsliðinu. Það fyrra kom í undankeppninni Evrópumótsins á Laugardalsvellinum í 3-0 sigri á Tyrkjum. En hvort markið var nú eftirminnilegra? „Það er erfitt að segja, ætli það sé ekki markið á EM í sumar gegn Austurríki, það er erfitt að toppa það að skora á EM. Nú er bara að halda áfram og vonandi nær maður að skora fleiri mörk fyrir liðið.“ Jón Daði segir að úrslitakeppnin í Frakklandi á síðasta Evrópumóti hafi gefið landliðsmönnunum mikið sjálfstraust. „Við sáum hvar við vorum staddir og hve langt við getum komist sem ein heild. Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust og við getum ekki beðið eftir því að byrja fyrsta leik í þessari keppni.“ Jón Daði segir að það hafi verið gaman að hitta hópinn á nýjan leik. „Það er skemmtilegt að hitta hópinn aftur, það eru allir hressir. En nú eru menn núllstilltir, EM er búið og núna byrjar ný keppni. Við þurfum að einbeita okkur að henni.“ Í undanförnum leikjum hefur Jón Daði spilað með Kolbeini Sigþórssyni í framlínunni en hann er meiddur. Verður það eitthvað öðruvísi að spila án Kolbeins? „Við höfum byrjað marga leiki saman en við erum með sterka einstaklinga eins og Alfreð Finnbogason og Viðar Örn Kjartansson og það eru allir tilbúnir til að leggja sitt af mörkum.“ Jón Daði staldraði stutt við hjá Kaiserslautern í Þýskalandi sem seldi hann til Wolverhampton Wanderers. „Byrjunin er framar vonum ef ég á að segja alveg eins og er. Ég gat ekki beðið um betri byrjun, að skora í fyrsta leik og halda áfram sama formi. Leiktíðin er löng og vonandi nær maður að halda áfram sama dampi.“ Eftir 2 mörk í fyrstu 5 leikjunum hafa stuðningsmennirnir tekið honum vel. „Liðsfélagarnir eru góðir, klúbburinn flottur og markmiðið er að komast upp í úrvalsdeildina. Stuðningsmennirnir eru frábærir, víkingaklappið tekið fyrir leiki og ég finn fyrir miklum stuðningi frá þeim og það er æðislegt,“ segir Jón Daði Böðvarsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira