Össur spáir langvinnri og djúpstæðri stjórnarkreppu Atli Ísleifsson skrifar 4. september 2016 11:37 Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist búast við langvinnri og djúpstæðri stjórnarkreppu að loknum alþingiskosningunum í október. Össur og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, voru gestir Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem farið var yfir stöðuna í pólitíkinni nú í aðdraganda kosninga.Ólafur Ragnar hafði rétt fyrir sérÖssur sagði að líklega hafi Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, haft rétt fyrir þegar hann spáði því í upphafi árs að á landinu yrði stjórnarkreppa að loknum kosningum. Össur segir að svo virðist sem enginn flokkanna standi neitt sérstaklega sterkt nú í aðdraganda kosninganna. „Allir hefðbundnu flokkarnir standa illa. Minn flokkur er auðvitað í vanda. Sjálfstæðisflokkurinn hefur minnkað, við sjáum það á þátttökunni í gær þó hún skilaði ágætri niðurstöðu fyrir þá. Framsóknarflokkurinn er kannski í mestum vanda þar sem það virðast vera svo miklar höggorrustur þar framundan í tengslum við forystuna. Ef þú tekur nýrri flokka, eins og til dæmis Pírata, þá eru þeir sjálfir í bölvuðum vanda,“ og vísar í að þar þurfi meðal annars að endurtaka prófkjör í Norðvesturkjördæmi. „Ef það er ein ályktun sem ég dreg af þessu öllu saman þá er það að líkast til hafði Ólafur Ragnar hárrétt fyrir sér þegar hann spáði því hér í upphafi þessa árs að það yrði stjórnarkreppa. Ég hugsa að sú stjórnarkreppa gæti orðið langvinn og hugsanlega djúpstæð.“Deyfð yfir stjórnmálunumRagnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki endilega taka undir með Össuri en segir einhverja deyfð vera yfir stjórnmálunum. „Það er deyfð yfir þeim sem ættu að vera í grasrótinni og hafa verið í grasrótum flokkanna og sýnt því áhuga þegar prófkjör eru eða val á lista með einum eða öðrum hætti. Þar held ég að flokkarnir þurfi sjálfir að velta því fyrir sér hvað það sé hjá okkur, hvað erum við að segja og gera, sem veldur því að fólk hefur engan áhuga á að velja fólk eða taka þátt,“ segir Ragnheiður. Hlusta má á spjall þeirra Kristjáns, Ragnheiðar og Össurar í spilaranum að ofan. Kosningar 2016 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist búast við langvinnri og djúpstæðri stjórnarkreppu að loknum alþingiskosningunum í október. Össur og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, voru gestir Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem farið var yfir stöðuna í pólitíkinni nú í aðdraganda kosninga.Ólafur Ragnar hafði rétt fyrir sérÖssur sagði að líklega hafi Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, haft rétt fyrir þegar hann spáði því í upphafi árs að á landinu yrði stjórnarkreppa að loknum kosningum. Össur segir að svo virðist sem enginn flokkanna standi neitt sérstaklega sterkt nú í aðdraganda kosninganna. „Allir hefðbundnu flokkarnir standa illa. Minn flokkur er auðvitað í vanda. Sjálfstæðisflokkurinn hefur minnkað, við sjáum það á þátttökunni í gær þó hún skilaði ágætri niðurstöðu fyrir þá. Framsóknarflokkurinn er kannski í mestum vanda þar sem það virðast vera svo miklar höggorrustur þar framundan í tengslum við forystuna. Ef þú tekur nýrri flokka, eins og til dæmis Pírata, þá eru þeir sjálfir í bölvuðum vanda,“ og vísar í að þar þurfi meðal annars að endurtaka prófkjör í Norðvesturkjördæmi. „Ef það er ein ályktun sem ég dreg af þessu öllu saman þá er það að líkast til hafði Ólafur Ragnar hárrétt fyrir sér þegar hann spáði því hér í upphafi þessa árs að það yrði stjórnarkreppa. Ég hugsa að sú stjórnarkreppa gæti orðið langvinn og hugsanlega djúpstæð.“Deyfð yfir stjórnmálunumRagnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki endilega taka undir með Össuri en segir einhverja deyfð vera yfir stjórnmálunum. „Það er deyfð yfir þeim sem ættu að vera í grasrótinni og hafa verið í grasrótum flokkanna og sýnt því áhuga þegar prófkjör eru eða val á lista með einum eða öðrum hætti. Þar held ég að flokkarnir þurfi sjálfir að velta því fyrir sér hvað það sé hjá okkur, hvað erum við að segja og gera, sem veldur því að fólk hefur engan áhuga á að velja fólk eða taka þátt,“ segir Ragnheiður. Hlusta má á spjall þeirra Kristjáns, Ragnheiðar og Össurar í spilaranum að ofan.
Kosningar 2016 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira