Össur spáir langvinnri og djúpstæðri stjórnarkreppu Atli Ísleifsson skrifar 4. september 2016 11:37 Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist búast við langvinnri og djúpstæðri stjórnarkreppu að loknum alþingiskosningunum í október. Össur og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, voru gestir Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem farið var yfir stöðuna í pólitíkinni nú í aðdraganda kosninga.Ólafur Ragnar hafði rétt fyrir sérÖssur sagði að líklega hafi Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, haft rétt fyrir þegar hann spáði því í upphafi árs að á landinu yrði stjórnarkreppa að loknum kosningum. Össur segir að svo virðist sem enginn flokkanna standi neitt sérstaklega sterkt nú í aðdraganda kosninganna. „Allir hefðbundnu flokkarnir standa illa. Minn flokkur er auðvitað í vanda. Sjálfstæðisflokkurinn hefur minnkað, við sjáum það á þátttökunni í gær þó hún skilaði ágætri niðurstöðu fyrir þá. Framsóknarflokkurinn er kannski í mestum vanda þar sem það virðast vera svo miklar höggorrustur þar framundan í tengslum við forystuna. Ef þú tekur nýrri flokka, eins og til dæmis Pírata, þá eru þeir sjálfir í bölvuðum vanda,“ og vísar í að þar þurfi meðal annars að endurtaka prófkjör í Norðvesturkjördæmi. „Ef það er ein ályktun sem ég dreg af þessu öllu saman þá er það að líkast til hafði Ólafur Ragnar hárrétt fyrir sér þegar hann spáði því hér í upphafi þessa árs að það yrði stjórnarkreppa. Ég hugsa að sú stjórnarkreppa gæti orðið langvinn og hugsanlega djúpstæð.“Deyfð yfir stjórnmálunumRagnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki endilega taka undir með Össuri en segir einhverja deyfð vera yfir stjórnmálunum. „Það er deyfð yfir þeim sem ættu að vera í grasrótinni og hafa verið í grasrótum flokkanna og sýnt því áhuga þegar prófkjör eru eða val á lista með einum eða öðrum hætti. Þar held ég að flokkarnir þurfi sjálfir að velta því fyrir sér hvað það sé hjá okkur, hvað erum við að segja og gera, sem veldur því að fólk hefur engan áhuga á að velja fólk eða taka þátt,“ segir Ragnheiður. Hlusta má á spjall þeirra Kristjáns, Ragnheiðar og Össurar í spilaranum að ofan. Kosningar 2016 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist búast við langvinnri og djúpstæðri stjórnarkreppu að loknum alþingiskosningunum í október. Össur og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, voru gestir Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem farið var yfir stöðuna í pólitíkinni nú í aðdraganda kosninga.Ólafur Ragnar hafði rétt fyrir sérÖssur sagði að líklega hafi Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, haft rétt fyrir þegar hann spáði því í upphafi árs að á landinu yrði stjórnarkreppa að loknum kosningum. Össur segir að svo virðist sem enginn flokkanna standi neitt sérstaklega sterkt nú í aðdraganda kosninganna. „Allir hefðbundnu flokkarnir standa illa. Minn flokkur er auðvitað í vanda. Sjálfstæðisflokkurinn hefur minnkað, við sjáum það á þátttökunni í gær þó hún skilaði ágætri niðurstöðu fyrir þá. Framsóknarflokkurinn er kannski í mestum vanda þar sem það virðast vera svo miklar höggorrustur þar framundan í tengslum við forystuna. Ef þú tekur nýrri flokka, eins og til dæmis Pírata, þá eru þeir sjálfir í bölvuðum vanda,“ og vísar í að þar þurfi meðal annars að endurtaka prófkjör í Norðvesturkjördæmi. „Ef það er ein ályktun sem ég dreg af þessu öllu saman þá er það að líkast til hafði Ólafur Ragnar hárrétt fyrir sér þegar hann spáði því hér í upphafi þessa árs að það yrði stjórnarkreppa. Ég hugsa að sú stjórnarkreppa gæti orðið langvinn og hugsanlega djúpstæð.“Deyfð yfir stjórnmálunumRagnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki endilega taka undir með Össuri en segir einhverja deyfð vera yfir stjórnmálunum. „Það er deyfð yfir þeim sem ættu að vera í grasrótinni og hafa verið í grasrótum flokkanna og sýnt því áhuga þegar prófkjör eru eða val á lista með einum eða öðrum hætti. Þar held ég að flokkarnir þurfi sjálfir að velta því fyrir sér hvað það sé hjá okkur, hvað erum við að segja og gera, sem veldur því að fólk hefur engan áhuga á að velja fólk eða taka þátt,“ segir Ragnheiður. Hlusta má á spjall þeirra Kristjáns, Ragnheiðar og Össurar í spilaranum að ofan.
Kosningar 2016 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira