Ólympíuleikvangurinn í Kænugarði er mikið mannvirki, næst stærsti íþróttavöllur í Austur-Evrópu, tekur 70 þúsund manns í sæti, aðeins Lushniki völlurinn í Mosvku er stærri.
En það verður ekki þörf fyrir svona stóran völl á mánudagskvöldið þegar Úkraínumenn mæta Íslendingum í fyrsta leiknum í undankeppni HM.
Úkrænumenn súpa nú seyðið af slæmri hegðun áhorfenda fótboltaleikjum. Í lokaleik undankeppni síðasta Evrópumóts, þegar Úkraínumenn töpuðu fyrir Spánverjum á þessum velli, viðhöfðu áhorfendur kynþáttaníð og beindu lasergeislum að leikmönnum spænska liðsins.
Siða- og aganefnd UEFA, Evrópska knattspyrnusambandsins, felldi þann dóm að engir áhorfendur mættu vera á næsta heimaleik liðsins í alþjóðlegri keppni og FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið staðfesti dóminn.
Úkraínska landsliðið hefur ekki spilað á heimavelli síðan þessi dómur var felldur og því taka þeir út refsinguna gegn Íslendingum á mánudag. Það má reikna með því að það verði gestkvæmt hjá þeim sem búa á efstu hæðinni í blokkinni við hliðina á vellinum, líklega verða þeir sem þar verða þeir einu sem fá að fylgjast með leiknum fyrir utan nokkra blaðamenn.
Íslensku landsliðsmennirnir komu til Kænugarðs í dag eftir að hafa æft í Þýskalandi undanfarna daga. Liðið æfir á þessum velli á morgun en það verður eina æfing liðsins í Kænugarði áður en kemur að leiknum á mánudagskvöldið.
Engir áhorfendur á næst stærsta velli í Austur-Evrópu
Arnar Björnsson skrifar
Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn




Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti