Hæst launuðu fyrirsætur heims Ritstjórn skrifar 1. september 2016 16:30 Gisele Bundchen heldur sínu sæti á toppi listans og Adriana Lima er þægileg í öðru sætinu. Mynd/Getty Listinn yfir hæst launuðu fyrirsætur heims er gefinn út af tímaritinu Forbes á hverju ári og nú hefur nýi listinn loksins verið gefinn út. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að brasilíska fyrirsætan Gisele Bundchen vermi efsta sætið en þar hefur hún haldið sig seinustu ár. Þrátt fyrir að hún tróni á toppnum ár eftir ár þá hafa laun hennar farið minnkandi með árunum. Í ár vann hún sér inn 30.5 milljónir dollara en í fyrra voru það 44 milljónir. Árið 2014 vann hún sér inn 47 milljónir dollara. Beint á eftir henni kemur samlandi hennar, Adriana Lima, en hún var með 10.5 milljónir dollara í laun. Fyrirsæturnar Kendall Jenner og Karlie Kloss deila þriðja og fjórða sætinu en þær voru báðar með 10 milljónir dollara í laun. Á eftir þeim koma svo Rosie Huntington-Whiteley, Gigi Hadid, Lily Aldridge, Taylor Hill, Barbara Palvin, Cara Delevigne og fleiri. Listann má sjá í heild sinni hér. Mest lesið Nýtt íslenskt sundfatamerki leggur áherslu á umhverfisvæna framleiðslu Glamour Það er tískumyndakvöld í kvöld Glamour Frægir fögnuðu með Burberry Glamour Harry Styles í Gucci á forsíðu Rolling Stone Glamour Taylor Swift komin með nýjan kærasta Glamour Gigi Hadid opnar sig um líkamsímyndir í Vogue Glamour Gucci opnaði tískuvikuna í Mílanó með neglu Glamour Kendall Jenner og A$AP Rocky byrjuð aftur saman Glamour Kendall neitar að tala um Pepsi auglýsinguna Glamour Götutískan í Mílanó kom skemmtilega á óvart Glamour
Listinn yfir hæst launuðu fyrirsætur heims er gefinn út af tímaritinu Forbes á hverju ári og nú hefur nýi listinn loksins verið gefinn út. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að brasilíska fyrirsætan Gisele Bundchen vermi efsta sætið en þar hefur hún haldið sig seinustu ár. Þrátt fyrir að hún tróni á toppnum ár eftir ár þá hafa laun hennar farið minnkandi með árunum. Í ár vann hún sér inn 30.5 milljónir dollara en í fyrra voru það 44 milljónir. Árið 2014 vann hún sér inn 47 milljónir dollara. Beint á eftir henni kemur samlandi hennar, Adriana Lima, en hún var með 10.5 milljónir dollara í laun. Fyrirsæturnar Kendall Jenner og Karlie Kloss deila þriðja og fjórða sætinu en þær voru báðar með 10 milljónir dollara í laun. Á eftir þeim koma svo Rosie Huntington-Whiteley, Gigi Hadid, Lily Aldridge, Taylor Hill, Barbara Palvin, Cara Delevigne og fleiri. Listann má sjá í heild sinni hér.
Mest lesið Nýtt íslenskt sundfatamerki leggur áherslu á umhverfisvæna framleiðslu Glamour Það er tískumyndakvöld í kvöld Glamour Frægir fögnuðu með Burberry Glamour Harry Styles í Gucci á forsíðu Rolling Stone Glamour Taylor Swift komin með nýjan kærasta Glamour Gigi Hadid opnar sig um líkamsímyndir í Vogue Glamour Gucci opnaði tískuvikuna í Mílanó með neglu Glamour Kendall Jenner og A$AP Rocky byrjuð aftur saman Glamour Kendall neitar að tala um Pepsi auglýsinguna Glamour Götutískan í Mílanó kom skemmtilega á óvart Glamour