Milljónir króna í kostnað á busaböllunum í menntó Stefán Þór Hjartarson skrifar 1. september 2016 12:00 Busaböll eru fyrsta reynsla ansi margra af skemmtanalífinu og þar verða oft til góðar minningar - hjá sumum að minnsta kosti. Nú er sá tími ársins sem framhaldsskólarnir eru rétt byrjaðir og busaböllin fara að detta í gang. Böllin eru nokkuð mismunandi eftir skólum en flestir skólanna hafa að minnsta kosti einn þekktan popptónlistarmann á dagskrá ásamt því að plötusnúður kemur fram. Stærð dansleikjanna fer augljóslega eftir því hversu stór skólinn er og þar eru stærstu skólar höfuðborgarsvæðisins fremstir í flokki. Menntaskólinn við Hamrahlíð lagði til að mynda ansi mikið í sitt ball, sem var haldið í Vodafonehöllinni í gær – þar kom fram tónlistarmaðurinn G4SHI sem kom hingað til lands frá New York, auk Sturlu Atlas. Nemendafélagið bjó einnig til lag og myndband þar sem rapparinn Kött Grá Pjé var fenginn með. Fréttablaðið ræddi við nokkra formenn nemendafélaganna sem skipuleggja þessi böll til að skoða hver kostnaðurinn er við að halda busaball, hver aðalkostnaðarliðurinn væri og hvað væri gert við gróðann. Svörin voru nokkuð mismunandi, en stærstu útgjaldaliðirnir eru laun til tónlistarfólks eða leiga á sal undir herlegheitin, auk tækjabúnaðar sem yfirleitt fylgir ekki salnum. Kostnaður er frá einni milljón upp í fimm milljónir. Almennt þurfa nemendur skólanna að borga 2.500 til 3.500 krónur inn á böllin en gestir þurfa að borga örlítið meira fyrir miðann. Ágóðinn er ekki mikill og oftast koma böllin út á núlli, en tekjurnar geta þó náð upp í allt að 500 þúsund krónum. Ágóðinn er notaður til að halda fleiri böll og viðburði á vegum nemendafélaganna.Busaböll geta virkað sem ágætis mælikvarði á hverslags tónlist er vinsæl hjá unga fólkinu í dag. Vinsælustu tónlistarmennirnir á busaböllum þessa árs eru Sturla Atlas og Emmsjé Gauti en ókrýndur konungur busaballanna er hjartaknúsarinn og stórstjarnan Aron Can, enda er hann gífurlega vinsæll og auk þess á framhaldsskólaaldri sjálfur. „Ég er að spila á alltof mörgum busaböllum. Ég er að spila á fimm eða sex böllum – ég tek „Back to back“ þar sem ég er að spila í Tækniskólanum og fer síðan til Keflavíkur sama kvöld að spila þar. En jú, þetta er gaman, það er geðveikt að sjá muninn á skólunum, hvernig fólkið er og hvernig fólk er að taka í þetta. Þetta er auðvitað fólk sem þekkir mann og veit hver maður er. Síðan er þetta fólk sem er að byrja að djamma þannig að allir eru illa góðir á því,“ segir Aron Can, en það var hálfgert kraftaverk að ná honum í síma svona rétt á milli dansleikja. Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Nú er sá tími ársins sem framhaldsskólarnir eru rétt byrjaðir og busaböllin fara að detta í gang. Böllin eru nokkuð mismunandi eftir skólum en flestir skólanna hafa að minnsta kosti einn þekktan popptónlistarmann á dagskrá ásamt því að plötusnúður kemur fram. Stærð dansleikjanna fer augljóslega eftir því hversu stór skólinn er og þar eru stærstu skólar höfuðborgarsvæðisins fremstir í flokki. Menntaskólinn við Hamrahlíð lagði til að mynda ansi mikið í sitt ball, sem var haldið í Vodafonehöllinni í gær – þar kom fram tónlistarmaðurinn G4SHI sem kom hingað til lands frá New York, auk Sturlu Atlas. Nemendafélagið bjó einnig til lag og myndband þar sem rapparinn Kött Grá Pjé var fenginn með. Fréttablaðið ræddi við nokkra formenn nemendafélaganna sem skipuleggja þessi böll til að skoða hver kostnaðurinn er við að halda busaball, hver aðalkostnaðarliðurinn væri og hvað væri gert við gróðann. Svörin voru nokkuð mismunandi, en stærstu útgjaldaliðirnir eru laun til tónlistarfólks eða leiga á sal undir herlegheitin, auk tækjabúnaðar sem yfirleitt fylgir ekki salnum. Kostnaður er frá einni milljón upp í fimm milljónir. Almennt þurfa nemendur skólanna að borga 2.500 til 3.500 krónur inn á böllin en gestir þurfa að borga örlítið meira fyrir miðann. Ágóðinn er ekki mikill og oftast koma böllin út á núlli, en tekjurnar geta þó náð upp í allt að 500 þúsund krónum. Ágóðinn er notaður til að halda fleiri böll og viðburði á vegum nemendafélaganna.Busaböll geta virkað sem ágætis mælikvarði á hverslags tónlist er vinsæl hjá unga fólkinu í dag. Vinsælustu tónlistarmennirnir á busaböllum þessa árs eru Sturla Atlas og Emmsjé Gauti en ókrýndur konungur busaballanna er hjartaknúsarinn og stórstjarnan Aron Can, enda er hann gífurlega vinsæll og auk þess á framhaldsskólaaldri sjálfur. „Ég er að spila á alltof mörgum busaböllum. Ég er að spila á fimm eða sex böllum – ég tek „Back to back“ þar sem ég er að spila í Tækniskólanum og fer síðan til Keflavíkur sama kvöld að spila þar. En jú, þetta er gaman, það er geðveikt að sjá muninn á skólunum, hvernig fólkið er og hvernig fólk er að taka í þetta. Þetta er auðvitað fólk sem þekkir mann og veit hver maður er. Síðan er þetta fólk sem er að byrja að djamma þannig að allir eru illa góðir á því,“ segir Aron Can, en það var hálfgert kraftaverk að ná honum í síma svona rétt á milli dansleikja.
Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“