Deilan um vegginn heldur áfram - "Mexíkó mun ekki borga“ Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2016 12:45 Vísir/EPA/Getty Mexíkó mun borga fyrir vegginn. Mexíkó mun ekki borga fyrir vegginn. Forsetaframbjóðandinn Donald Trump og Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó, hafa skipst á þessum setningum ansi oft undanfarna mánuði. Þeir funduðu svo í Mexíkó í gær, en þrátt fyrir það halda þeir áfram að kasta fram sömu setningunum. Skömmu eftir fund þeirra sagði Trump að hann og Nieto hefðu ekkert rætt um hver ætti að borga fyrir kosningaloforð Trump. Það er að byggja vegg á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Á kosningafundi sínum í gær ítrekaði Trump þó að veggurinn yrði byggður og að Mexíkó myndi borga fyrir hann. „Mexíkó mun borga fyrir vegginn. Hundrað prósent. Þeir vitað það ekki enn, en þeir munu borga.“ Nieto segir þó að í byrjun fundar þeirra hafi hann komið Trump í skilning um að Mexíkó myndi aldrei borga fyrir vegginn margumrædda. Forsetinn gerði Trump grein fyrir því að fjöldi innflytjenda frá Mexíkó til Bandaríkjanna hefði náð hámarki fyrir mörgum árum og kvartaði yfir flæði vopna frá Bandaríkjunum til Mexíkó. Hann sagði vopnin gera slæmt stríð á milli glæpagengja í Mexíkó mun verra.Al inicio de la conversación con Donald Trump dejé claro que México no pagará por el muro.— Enrique Peña Nieto (@EPN) August 31, 2016 Trump hefur byggt framboð sitt á baráttu gegn ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum. Hann hefur meðal annars sagt að margir þeirra sem komi ólöglega frá Mexíkó séu glæpamenn, fíkniefnasalar og nauðgarar. Áætlað er að um ellefu milljónir manna séu í Bandaríkjunum ólöglega. Þar af eiga margir fjölskyldur sem eru löglega í Bandaríkjunum. Undanfarnar vikur virðist sem að Trump hafi mildast í afstöðu sinni gagnvart ólöglegum innflytjendum, en það virðist allt hafa verið dregið til baka í gær. Hann sagðist ætla að stofna sérstakt löggæsluembætti sem ætti að flytja alla þá innflytjendur sem hafa verið handteknir fyrir glæp (ekki dæmdir) á brott frá Bandaríkjunum. Hann hét því að vísa tveimur milljónum manna úr landi á fyrsta klukkutíma sínum í embætti forseta. Á vef Independent er farið yfir sannleiksgildi ýmissa staðhæfinga Trump á fundinum í gær. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Mexíkó mun borga fyrir vegginn. Mexíkó mun ekki borga fyrir vegginn. Forsetaframbjóðandinn Donald Trump og Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó, hafa skipst á þessum setningum ansi oft undanfarna mánuði. Þeir funduðu svo í Mexíkó í gær, en þrátt fyrir það halda þeir áfram að kasta fram sömu setningunum. Skömmu eftir fund þeirra sagði Trump að hann og Nieto hefðu ekkert rætt um hver ætti að borga fyrir kosningaloforð Trump. Það er að byggja vegg á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Á kosningafundi sínum í gær ítrekaði Trump þó að veggurinn yrði byggður og að Mexíkó myndi borga fyrir hann. „Mexíkó mun borga fyrir vegginn. Hundrað prósent. Þeir vitað það ekki enn, en þeir munu borga.“ Nieto segir þó að í byrjun fundar þeirra hafi hann komið Trump í skilning um að Mexíkó myndi aldrei borga fyrir vegginn margumrædda. Forsetinn gerði Trump grein fyrir því að fjöldi innflytjenda frá Mexíkó til Bandaríkjanna hefði náð hámarki fyrir mörgum árum og kvartaði yfir flæði vopna frá Bandaríkjunum til Mexíkó. Hann sagði vopnin gera slæmt stríð á milli glæpagengja í Mexíkó mun verra.Al inicio de la conversación con Donald Trump dejé claro que México no pagará por el muro.— Enrique Peña Nieto (@EPN) August 31, 2016 Trump hefur byggt framboð sitt á baráttu gegn ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum. Hann hefur meðal annars sagt að margir þeirra sem komi ólöglega frá Mexíkó séu glæpamenn, fíkniefnasalar og nauðgarar. Áætlað er að um ellefu milljónir manna séu í Bandaríkjunum ólöglega. Þar af eiga margir fjölskyldur sem eru löglega í Bandaríkjunum. Undanfarnar vikur virðist sem að Trump hafi mildast í afstöðu sinni gagnvart ólöglegum innflytjendum, en það virðist allt hafa verið dregið til baka í gær. Hann sagðist ætla að stofna sérstakt löggæsluembætti sem ætti að flytja alla þá innflytjendur sem hafa verið handteknir fyrir glæp (ekki dæmdir) á brott frá Bandaríkjunum. Hann hét því að vísa tveimur milljónum manna úr landi á fyrsta klukkutíma sínum í embætti forseta. Á vef Independent er farið yfir sannleiksgildi ýmissa staðhæfinga Trump á fundinum í gær.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira