Deilan um vegginn heldur áfram - "Mexíkó mun ekki borga“ Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2016 12:45 Vísir/EPA/Getty Mexíkó mun borga fyrir vegginn. Mexíkó mun ekki borga fyrir vegginn. Forsetaframbjóðandinn Donald Trump og Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó, hafa skipst á þessum setningum ansi oft undanfarna mánuði. Þeir funduðu svo í Mexíkó í gær, en þrátt fyrir það halda þeir áfram að kasta fram sömu setningunum. Skömmu eftir fund þeirra sagði Trump að hann og Nieto hefðu ekkert rætt um hver ætti að borga fyrir kosningaloforð Trump. Það er að byggja vegg á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Á kosningafundi sínum í gær ítrekaði Trump þó að veggurinn yrði byggður og að Mexíkó myndi borga fyrir hann. „Mexíkó mun borga fyrir vegginn. Hundrað prósent. Þeir vitað það ekki enn, en þeir munu borga.“ Nieto segir þó að í byrjun fundar þeirra hafi hann komið Trump í skilning um að Mexíkó myndi aldrei borga fyrir vegginn margumrædda. Forsetinn gerði Trump grein fyrir því að fjöldi innflytjenda frá Mexíkó til Bandaríkjanna hefði náð hámarki fyrir mörgum árum og kvartaði yfir flæði vopna frá Bandaríkjunum til Mexíkó. Hann sagði vopnin gera slæmt stríð á milli glæpagengja í Mexíkó mun verra.Al inicio de la conversación con Donald Trump dejé claro que México no pagará por el muro.— Enrique Peña Nieto (@EPN) August 31, 2016 Trump hefur byggt framboð sitt á baráttu gegn ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum. Hann hefur meðal annars sagt að margir þeirra sem komi ólöglega frá Mexíkó séu glæpamenn, fíkniefnasalar og nauðgarar. Áætlað er að um ellefu milljónir manna séu í Bandaríkjunum ólöglega. Þar af eiga margir fjölskyldur sem eru löglega í Bandaríkjunum. Undanfarnar vikur virðist sem að Trump hafi mildast í afstöðu sinni gagnvart ólöglegum innflytjendum, en það virðist allt hafa verið dregið til baka í gær. Hann sagðist ætla að stofna sérstakt löggæsluembætti sem ætti að flytja alla þá innflytjendur sem hafa verið handteknir fyrir glæp (ekki dæmdir) á brott frá Bandaríkjunum. Hann hét því að vísa tveimur milljónum manna úr landi á fyrsta klukkutíma sínum í embætti forseta. Á vef Independent er farið yfir sannleiksgildi ýmissa staðhæfinga Trump á fundinum í gær. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Mexíkó mun borga fyrir vegginn. Mexíkó mun ekki borga fyrir vegginn. Forsetaframbjóðandinn Donald Trump og Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó, hafa skipst á þessum setningum ansi oft undanfarna mánuði. Þeir funduðu svo í Mexíkó í gær, en þrátt fyrir það halda þeir áfram að kasta fram sömu setningunum. Skömmu eftir fund þeirra sagði Trump að hann og Nieto hefðu ekkert rætt um hver ætti að borga fyrir kosningaloforð Trump. Það er að byggja vegg á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Á kosningafundi sínum í gær ítrekaði Trump þó að veggurinn yrði byggður og að Mexíkó myndi borga fyrir hann. „Mexíkó mun borga fyrir vegginn. Hundrað prósent. Þeir vitað það ekki enn, en þeir munu borga.“ Nieto segir þó að í byrjun fundar þeirra hafi hann komið Trump í skilning um að Mexíkó myndi aldrei borga fyrir vegginn margumrædda. Forsetinn gerði Trump grein fyrir því að fjöldi innflytjenda frá Mexíkó til Bandaríkjanna hefði náð hámarki fyrir mörgum árum og kvartaði yfir flæði vopna frá Bandaríkjunum til Mexíkó. Hann sagði vopnin gera slæmt stríð á milli glæpagengja í Mexíkó mun verra.Al inicio de la conversación con Donald Trump dejé claro que México no pagará por el muro.— Enrique Peña Nieto (@EPN) August 31, 2016 Trump hefur byggt framboð sitt á baráttu gegn ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum. Hann hefur meðal annars sagt að margir þeirra sem komi ólöglega frá Mexíkó séu glæpamenn, fíkniefnasalar og nauðgarar. Áætlað er að um ellefu milljónir manna séu í Bandaríkjunum ólöglega. Þar af eiga margir fjölskyldur sem eru löglega í Bandaríkjunum. Undanfarnar vikur virðist sem að Trump hafi mildast í afstöðu sinni gagnvart ólöglegum innflytjendum, en það virðist allt hafa verið dregið til baka í gær. Hann sagðist ætla að stofna sérstakt löggæsluembætti sem ætti að flytja alla þá innflytjendur sem hafa verið handteknir fyrir glæp (ekki dæmdir) á brott frá Bandaríkjunum. Hann hét því að vísa tveimur milljónum manna úr landi á fyrsta klukkutíma sínum í embætti forseta. Á vef Independent er farið yfir sannleiksgildi ýmissa staðhæfinga Trump á fundinum í gær.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira