Sigmundur Davíð: Salan í Skerjafirði stenst hvorki lagalegar né fjárhagslegar forsendur sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. september 2016 10:56 Sigmundur segir að erfitt sé að réttlæta sölu á landi í Skerjafirði. vísir/ernir „Ljóst má vera að sala á flugvallarlandi ríkisins í Skerjafirði stenst hvorki lagalegar forsendur né fjárhagslegar forsendur og hún vinnur gegn því markmiði að standa vörð um Reykjavíkurflugvöll og öruggar samgöngur milli höfuðborgarinnar og landsins alls.“ Þetta skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks og fyrrverandi forsætisráðherra, á heimasíðu sína í dag. Hann segir að annað geti vart talist forsvaranlegt en að rifta hinum ólögmæta samningi, líkt og hann orðar það. Sú riftun myndi vonandi marka viðsnúning í baráttunni um Reykjavíkurflugvöll og sýna að ríkisvaldið sé reiðubúið að gera það sem þurfi til að stöðva tilraunir borgaryfirvalda tila ð fjarlægja flugvöllinn „sneið fyrir sneið“. Sigmundur Davíð er á meðal tuttugu og fimm þingmanna sem lagt hafa fram þingsályktunartillögu á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður tillögunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að mat þingmannanna sé að það sé ekki of seint fyrir borgaryfirvöld að skipta um skoðun í málefnum flugvallarins. Sigmundur segir í pistli sínum, sem einnig birtist í Morgunblaðinu, að salan á landinu í Skerjafirði sé sérkennileg. Hún muni að óbreyttu kosta ríkið veikari stöðu í baráttunni um Reykjavíkurflugvöll og milljarða króna. Þá furðar hann sig á því hversu lágt verð hafi fengist fyrir lóðina. „[..] Berast þær óvæntu og óskemmtilegu fréttir að ríkið hafi selt Reykjavíkurborg rúmlega 110.000 fermetra land sem nú er undir suðurenda umræddrar neyðarbrautar fyrir 440 miljónir króna. Þetta er algjörlega óskiljanleg ráðstöfun eftir það sem á undan er gengið í átökum ríkisvaldsins við núverandi borgaryfirvöld um Reykjavíkurflugvöll og með hliðsjón af stöðunni sem uppi er í þeirri deilu,“ segir Sigmundur. „Þar fyrir utan er verðið fáránlega lágt fyrir svo stórt og verðmætt land. Vandfundnar eru verðmætari lóðir í Reykjavík og ekki óvarlegt að ætla að verðmæti þessarar rikiseignar nemi 8 til 10 milljörðum króna sé litið til söluverðs byggingarréttar annars staðar í borginni,“ bætir hann við. Þá muni ríkið fá að eiga einhvern hlut í þeim tekjum sem fáist af sölu byggingarréttar, en að ekki hafi komið fram hversu mikill sá hlutur verði. Sigmundur segir ekki hægt að réttlæta söluna og vísar meðal annars í orð Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrum Hæstaréttardómara, sem sagði söluna ekki standast lög. Jafnvel þó fjallað hefði verið um málið í fjárlögum þessa árs, sem ekki hafi verið gert, dygði það ekki til. Samþykkja þyrfti sérstök lög um söluna.Pistil Sigmundar má lesa í heild hér. Tengdar fréttir Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15 Vill eignarnám og skoða lengingu út í Skerjafjörð Formaður fjárlaganefndar vill að flugvallarland í Skerjafirði, sem ríkið seldi borginni, verði tekið til baka með eignarnámi. 31. ágúst 2016 19:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
„Ljóst má vera að sala á flugvallarlandi ríkisins í Skerjafirði stenst hvorki lagalegar forsendur né fjárhagslegar forsendur og hún vinnur gegn því markmiði að standa vörð um Reykjavíkurflugvöll og öruggar samgöngur milli höfuðborgarinnar og landsins alls.“ Þetta skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks og fyrrverandi forsætisráðherra, á heimasíðu sína í dag. Hann segir að annað geti vart talist forsvaranlegt en að rifta hinum ólögmæta samningi, líkt og hann orðar það. Sú riftun myndi vonandi marka viðsnúning í baráttunni um Reykjavíkurflugvöll og sýna að ríkisvaldið sé reiðubúið að gera það sem þurfi til að stöðva tilraunir borgaryfirvalda tila ð fjarlægja flugvöllinn „sneið fyrir sneið“. Sigmundur Davíð er á meðal tuttugu og fimm þingmanna sem lagt hafa fram þingsályktunartillögu á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður tillögunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að mat þingmannanna sé að það sé ekki of seint fyrir borgaryfirvöld að skipta um skoðun í málefnum flugvallarins. Sigmundur segir í pistli sínum, sem einnig birtist í Morgunblaðinu, að salan á landinu í Skerjafirði sé sérkennileg. Hún muni að óbreyttu kosta ríkið veikari stöðu í baráttunni um Reykjavíkurflugvöll og milljarða króna. Þá furðar hann sig á því hversu lágt verð hafi fengist fyrir lóðina. „[..] Berast þær óvæntu og óskemmtilegu fréttir að ríkið hafi selt Reykjavíkurborg rúmlega 110.000 fermetra land sem nú er undir suðurenda umræddrar neyðarbrautar fyrir 440 miljónir króna. Þetta er algjörlega óskiljanleg ráðstöfun eftir það sem á undan er gengið í átökum ríkisvaldsins við núverandi borgaryfirvöld um Reykjavíkurflugvöll og með hliðsjón af stöðunni sem uppi er í þeirri deilu,“ segir Sigmundur. „Þar fyrir utan er verðið fáránlega lágt fyrir svo stórt og verðmætt land. Vandfundnar eru verðmætari lóðir í Reykjavík og ekki óvarlegt að ætla að verðmæti þessarar rikiseignar nemi 8 til 10 milljörðum króna sé litið til söluverðs byggingarréttar annars staðar í borginni,“ bætir hann við. Þá muni ríkið fá að eiga einhvern hlut í þeim tekjum sem fáist af sölu byggingarréttar, en að ekki hafi komið fram hversu mikill sá hlutur verði. Sigmundur segir ekki hægt að réttlæta söluna og vísar meðal annars í orð Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrum Hæstaréttardómara, sem sagði söluna ekki standast lög. Jafnvel þó fjallað hefði verið um málið í fjárlögum þessa árs, sem ekki hafi verið gert, dygði það ekki til. Samþykkja þyrfti sérstök lög um söluna.Pistil Sigmundar má lesa í heild hér.
Tengdar fréttir Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15 Vill eignarnám og skoða lengingu út í Skerjafjörð Formaður fjárlaganefndar vill að flugvallarland í Skerjafirði, sem ríkið seldi borginni, verði tekið til baka með eignarnámi. 31. ágúst 2016 19:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15
Vill eignarnám og skoða lengingu út í Skerjafjörð Formaður fjárlaganefndar vill að flugvallarland í Skerjafirði, sem ríkið seldi borginni, verði tekið til baka með eignarnámi. 31. ágúst 2016 19:30