Dóra Sif fram fyrir Viðreisn: „Þýðir ekkert að sitja á hliðarlínunni og kvarta“ Atli ísleifsson skrifar 1. september 2016 10:40 Dóra Sif Tynes hefur starfað sem forstöðumaður lagaskrifstofu EFTA í Brussel síðastliðin þrjú ár. Vísir/GVA Dóra Sif Tynes héraðsdómslögmaður hefur ákveðið að gefa kost á sér til að taka sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Hún er fyrsta konan sem lýsir því opinberlega yfir að hún bjóði sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík. Dóra Sif greindi frá ákvörðun sinni á Facebook í gær. Hún segist alltaf hafa haft áhuga á pólitík en þótt tökin á stjórnmálunum ekki alveg nógu heillandi. „Núna finnst mér vera tækifæri til að gera verulegar breytingar og lýðræðisumbætur. Þá þýðir ekkert að sitja á hliðarlínunni og kvarta. Þá verður maður að segja „Ég er tilbúin að vera með“,“ segir Dóra Sif. Uppstillingarnefnd Viðreisnar mun kynna endanlegan lista í öllum kjördæmum þann 12. september næstkomandi.Sjá einnig: Fyrsti kvenframbjóðandi Viðreisnar kominn framDóra Sif segist vilja aukið frelsi og jafnrétti í samfélaginu og hafa mikinn áhuga á kerfisbreytingum og lýðræðisumbótum. „Svo eins og allir þá er maður búinn að fylgjast með umræðunni um heilbrigðismál og það er gríðarlega mikilvægt að taka vel á þeim málaflokki. Þjóðin öll er sammála um það. Í ljósi minns bakgrunns og reynslu þá hef ég einnig mikinn áhuga á utanríkispólitík og Evópumálum,“ segir Dóra Sif sem hefur starfað sem forstöðumaður lagaskrifstofu EFTA í Brussel síðastliðin þrjú ár. Mun fleiri karlar hafa hingað til verið orðaðir við framboð hjá Viðreisn en fyrir rúmri viku greindi Jóna Sólveig Elínardóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, frá því að hún bjóði sig fram í eitt af efstu sætum flokksins í Suðurkjördæmi. Þá var greint frá því í gær að Lee Ann Maginnis, verkefnastjóri upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Austur Húnavatnssýslu, skipi annað sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Gylfi, Lee Ann og Sturla Rafn skipa efstu sætin á lista Viðreisnar Gylfi Ólafsson, hagfræðingur frá Ísafirði, mun leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. 31. ágúst 2016 14:39 Fyrsti kvenframbjóðandi Viðreisnar kominn fram Jóna Sólveig Elínardóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum. 24. ágúst 2016 21:06 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Dóra Sif Tynes héraðsdómslögmaður hefur ákveðið að gefa kost á sér til að taka sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Hún er fyrsta konan sem lýsir því opinberlega yfir að hún bjóði sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík. Dóra Sif greindi frá ákvörðun sinni á Facebook í gær. Hún segist alltaf hafa haft áhuga á pólitík en þótt tökin á stjórnmálunum ekki alveg nógu heillandi. „Núna finnst mér vera tækifæri til að gera verulegar breytingar og lýðræðisumbætur. Þá þýðir ekkert að sitja á hliðarlínunni og kvarta. Þá verður maður að segja „Ég er tilbúin að vera með“,“ segir Dóra Sif. Uppstillingarnefnd Viðreisnar mun kynna endanlegan lista í öllum kjördæmum þann 12. september næstkomandi.Sjá einnig: Fyrsti kvenframbjóðandi Viðreisnar kominn framDóra Sif segist vilja aukið frelsi og jafnrétti í samfélaginu og hafa mikinn áhuga á kerfisbreytingum og lýðræðisumbótum. „Svo eins og allir þá er maður búinn að fylgjast með umræðunni um heilbrigðismál og það er gríðarlega mikilvægt að taka vel á þeim málaflokki. Þjóðin öll er sammála um það. Í ljósi minns bakgrunns og reynslu þá hef ég einnig mikinn áhuga á utanríkispólitík og Evópumálum,“ segir Dóra Sif sem hefur starfað sem forstöðumaður lagaskrifstofu EFTA í Brussel síðastliðin þrjú ár. Mun fleiri karlar hafa hingað til verið orðaðir við framboð hjá Viðreisn en fyrir rúmri viku greindi Jóna Sólveig Elínardóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, frá því að hún bjóði sig fram í eitt af efstu sætum flokksins í Suðurkjördæmi. Þá var greint frá því í gær að Lee Ann Maginnis, verkefnastjóri upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Austur Húnavatnssýslu, skipi annað sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Gylfi, Lee Ann og Sturla Rafn skipa efstu sætin á lista Viðreisnar Gylfi Ólafsson, hagfræðingur frá Ísafirði, mun leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. 31. ágúst 2016 14:39 Fyrsti kvenframbjóðandi Viðreisnar kominn fram Jóna Sólveig Elínardóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum. 24. ágúst 2016 21:06 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Gylfi, Lee Ann og Sturla Rafn skipa efstu sætin á lista Viðreisnar Gylfi Ólafsson, hagfræðingur frá Ísafirði, mun leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. 31. ágúst 2016 14:39
Fyrsti kvenframbjóðandi Viðreisnar kominn fram Jóna Sólveig Elínardóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum. 24. ágúst 2016 21:06