Ísland vann sér þátttökurétt á Evrópumeistaramótinu í körfubolta á næsta ári með frækilegum sigri á Belgíu í gær eins og frægt er.
Evrópumeistaramótið eða EuroBasket 2017 verður haldið í 40. sinn næsta sumar og verður keppt í fjórum löndum dagana 31. ágúst til 17. september.
Íslenska liðið gæti leikið í Finnlandi, Ísrael, Rúmeníu eða Tyrklandi. Leikið verður í einni borg í hverju landi, Helsinki, Tel Aviv, Cluj-Napoca og í tveimur höllum í Istanbul.
Dregið verður í riðla í Tyrklandi 22. nóvember og þá kemur í ljós í hvaða landi Ísland leikur í riðlakeppni mótsins. Komist ísland upp úr riðlinum gæti liðið leikið í öðru landi.
Evrópumeistaramótið leikið í fjórum löndum
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið




„Eins gott að þeir fari að fokking semja“
Körfubolti

Ótrúleg markasúpa í Katalóníu
Fótbolti


Aþena vann loksins leik
Körfubolti

Inter í undanúrslit
Fótbolti

