Hlynur: Höfðum alltaf trú á þessu

„Auðvitað vorum við svolítið stressaðir í restina, þó það nú væri. Við vorum að um spila eitthvað sem skiptir okkur miklu máli. Sem betur fer hafðist þetta.“
Íslenska liðið var í vandræðum í sókninni í fyrri hálfleik og skotnýtingin var afar slæm. Hlynur skrifar það á taugatitring.
„Við vorum svolítið stressaðir til að byrja með og það er alveg eðlilegt. En eftir að við jöfnuðum okkur á því og komum til baka vorum við með leikinn,“ sagði Hlynur.
Ísland jafnaði metin í 34-34 undir lok fyrri hálfleiks en fékk svo þrist í andlitið í kjölfar rangs dóms.
„Það var smá kjaftshögg en augnablikið var með okkur,“ sagði Hlynur. Fyrirliðinn segir að íslenska liðið hafi alltaf haft trú á því að það gæti komist á EM, jafnvel eftir tapið fyrir Sviss á útivelli.
„Já, það var aðallega út af leiknum við Belgíu úti. Við stóðum í þeim og gátum spilað við þá. Við vissum samt að þetta yrði erfitt,“ sagði Hlynur sem segir afar gott að spila með Kristófer Acox sem kom eins og stormsveipur inn í íslenska liðið í undankeppninni.
„Hann hefur komið frábærlega inn í þetta. Hann er mjög sérstök týpa í íslenskum körfubolta, mikill íþróttamaður og það er gaman að spila með honum. Þetta er góður drengur og framtíðin er hans,“ sagði Hlynur að endingu.
Tengdar fréttir

Ísland tryggði sig inn á Eurobasket | Myndaveisla
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótið í körfubolta á næsta ári þegar liðið lagði Belgíu 74-68 í Laugardalshöllinni í kvöld.

Guðni forseti og Kristófer féllust í faðma
Skemmtileg uppákoma fyrir leik Íslands og Belgíu í unndankeppni EM 2017.

Martin: Þekki ekkert annað en að fara á EM
Martin Hermannsson var magnaður þegar Ísland tryggði sér sæti á EM 2017 með sex stiga sigri, 74-68, á Belgum í dag.

Kristófer: Shout-out á Guðna
Kristófer Acox kom eins og stormsveipur inn í íslenska landsliðið í undankeppni EM 2017. Hann fékk ekki leyfi til að fara á EM í fyrra en ætlar að sjálfsögðu að vera með á næsta ári.

Jón Arnór: Sérstakt að gera þetta tvisvar í röð
Jón Arnór Stefánsson skoraði síðustu fjögur stig Íslands í sigrinum á Belgíu í Laugardalshöllinni í dag. Með sigrinum tryggði Ísland sér sæti á EM, annað skiptið í röð.

Umfjöllun: Ísland - Belgía 74-68 | Ísland á EM
Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér sæti á EM 2017 með sex stiga sigri, 74-68, á Belgum í Laugardalshöll í dag.