Úrslit liggja nú fyrir á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi sem haldið var í félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit.
Kosið var um fimm efstu sætin á listanum en líkt og greint hefur verið frá hlaut Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, yfirburðarkosningu í efsta sæti listans. Þórunn Egilsdóttir var sjálfkjörinn í annað sæti listans eftir en ekki þurfti að kjósa um sætið vegna þess að Höskuldur Þórhallsson og Líneik Anna Sævarsdóttir gáfu ekki kost á sér í annað sætið.
Líneik hreppti hins vegar þriðja sæti og hlaut hún 67 prósent atkvæða í í annarri umferð kosninga um þriðja sætið á milli hennar og Sigfúsar Karlssonar. Sigfús bar svo sigurorð af Hjálmari Boga Hafliðasyni í kosningu um fjórða sætið en Margrét Jónsdóttir var þá ein eftir í framboði í fimmta sæti listans og var því sjálfkjörinn.
1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
2. Þórunn Egilsdóttir
3. Líneik Anna Sævarsdóttir
4. Sigfús Karlsson
5. Margrét Jónsdóttir
Úrslit liggja fyrir hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi

Tengdar fréttir

Sigmundur Davíð með yfirburðarkosningu í fyrsta sæti
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk 72 prósent greiddra atkvæða í vali Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi á framboðslista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar.

Sigmundur Davíð: „Þorði ekki að vona að þetta yrði svona afgerandi“
Formaður Framsóknarflokksins segir að niðurstöður kjördæmaþings flokksins í Norðausturkjördæmi gefi sér aukinn kraft.

„Ótvíræð stuðningsyfirlýsing við Sigmund Davíð úr kjördæminu“
Prófessor í stjórnmálafræðum segir niðurstöður kjördæmaþings Framsóknarmanna í NA-kjördæmi afgerandi.

Höskuldur tekur ekki sæti á lista
Höskuldur Þórhallson, þingmaður Framsóknarflokksins, mun ekki taka sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.