Max Verstappen og Nico Rosberg fljótastir á æfingum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. september 2016 16:30 Max Verstappen hinn ungi var fljótur að finna taktinn á Marina Bay brautinni. Vísir/Getty Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Marina Bay brautinni í Singapúr. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Red Bull fann taktinn á hlykkjóttri brautinni. Verstappen var fljótastur á æfingunni og liðsfélagi hans, Daniel Ricciardo varð annar. Þriðji varð Sebastian Vettel á Ferrari, tæpri hálfri sekúndu á eftir Verstappen. Mercedes ökumennirnir röðuðu sér í fjórða og fimmta sæti á æfingunni. Rosberg hafnaði á varnarvegg á æfingunni og braut með því framvænginn undan bíl sínum. McLaren ætlar sér stóra hluti um helgina en Jenson Button byrjaði æfinguna á því að nema staðar á leið út á brautina. Eldsneytiskerfið í bíl hans bilaði. Hann endaði æfinguna í 16. sæti. Fernando Alonso endaði æfinguna í 11. sæti, sem er líklega raunverulegri niðurstaða fyrir McLaren um helgina.Rosberg mun ræsa af stað í sinn 200. Formúlu 1 kappakstur á sunnudag.Vísir/GettySeinni æfingin Rosberg varð fljótastur á seinni æfingunni. Kimi Raikkonen varð annar á Ferrari bílnum, rétt rúmum fjórðung úr sekúndu á eftir Rosberg. Red Bull náði þriðja og fjórða besta tímanum á æfingunni og aftur var Verstappen á undan liðsfélaga sínum, Ricciardo. Ricciardo snérist á brautinni í beygju 11. Glussaleki gerði vart við sig í Mercedes bíl Hamilton sem batt snemmbúinn enda á æfinguna hjá honum. Hamilton endaði sjöundi á æfingunni. Tímatakan á morgun ætti að verða spennandi með tilliti til þess sem gerðist á æfingum í dag. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 12:50 á morgun á Stöð 2 Sport 3. Bein útsending frá keppninni hefst svo á Stöð 2 Sport 3 klukkan 11:30 á sunnudag.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Alonso: Stoffel Vandoorne mun leiða McLaren inn í framtíðina Fernando Alonso segir að ungstirnið Stoffel Vandoorne muni leiða McLaren liðið inn í framtíðina. Alonso segir einnig að hann og Jenson Button muni gera allt til að aðstoða Belgann. 9. september 2016 15:45 McLaren bindur miklar vonir við Singapúr kappaksturinn McLaren liðið í Formúlu 1 telur að Singapúr kappaksturinn sem fram fer næstu helgi, sé þeirra tækifæri til að sýna hvað í bílnum býr. 13. september 2016 16:15 Jenson Button spáir Hamilton heimsmeistaratitlinum Jenson Button, ökumaður McLaren liðsins spáir fyrrum liðsfélaga sínum og ríkjandi heimsmeistara Lewis Hamilton heimsmeistaratitli ökumanna í ár. 11. september 2016 16:30 Mercedes vonast eftir betri keppni í Singapúr Mercedes liðið í Formúlu 1 telur sig hafa fundið útskýringu slakrar frammistöðu í Singapúr á síðasta ári. Þá voru báðir ökumenn liðsins rúmri sekúndu frá ráspól í tímatöku. 15. september 2016 20:15 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Marina Bay brautinni í Singapúr. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Red Bull fann taktinn á hlykkjóttri brautinni. Verstappen var fljótastur á æfingunni og liðsfélagi hans, Daniel Ricciardo varð annar. Þriðji varð Sebastian Vettel á Ferrari, tæpri hálfri sekúndu á eftir Verstappen. Mercedes ökumennirnir röðuðu sér í fjórða og fimmta sæti á æfingunni. Rosberg hafnaði á varnarvegg á æfingunni og braut með því framvænginn undan bíl sínum. McLaren ætlar sér stóra hluti um helgina en Jenson Button byrjaði æfinguna á því að nema staðar á leið út á brautina. Eldsneytiskerfið í bíl hans bilaði. Hann endaði æfinguna í 16. sæti. Fernando Alonso endaði æfinguna í 11. sæti, sem er líklega raunverulegri niðurstaða fyrir McLaren um helgina.Rosberg mun ræsa af stað í sinn 200. Formúlu 1 kappakstur á sunnudag.Vísir/GettySeinni æfingin Rosberg varð fljótastur á seinni æfingunni. Kimi Raikkonen varð annar á Ferrari bílnum, rétt rúmum fjórðung úr sekúndu á eftir Rosberg. Red Bull náði þriðja og fjórða besta tímanum á æfingunni og aftur var Verstappen á undan liðsfélaga sínum, Ricciardo. Ricciardo snérist á brautinni í beygju 11. Glussaleki gerði vart við sig í Mercedes bíl Hamilton sem batt snemmbúinn enda á æfinguna hjá honum. Hamilton endaði sjöundi á æfingunni. Tímatakan á morgun ætti að verða spennandi með tilliti til þess sem gerðist á æfingum í dag. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 12:50 á morgun á Stöð 2 Sport 3. Bein útsending frá keppninni hefst svo á Stöð 2 Sport 3 klukkan 11:30 á sunnudag.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Alonso: Stoffel Vandoorne mun leiða McLaren inn í framtíðina Fernando Alonso segir að ungstirnið Stoffel Vandoorne muni leiða McLaren liðið inn í framtíðina. Alonso segir einnig að hann og Jenson Button muni gera allt til að aðstoða Belgann. 9. september 2016 15:45 McLaren bindur miklar vonir við Singapúr kappaksturinn McLaren liðið í Formúlu 1 telur að Singapúr kappaksturinn sem fram fer næstu helgi, sé þeirra tækifæri til að sýna hvað í bílnum býr. 13. september 2016 16:15 Jenson Button spáir Hamilton heimsmeistaratitlinum Jenson Button, ökumaður McLaren liðsins spáir fyrrum liðsfélaga sínum og ríkjandi heimsmeistara Lewis Hamilton heimsmeistaratitli ökumanna í ár. 11. september 2016 16:30 Mercedes vonast eftir betri keppni í Singapúr Mercedes liðið í Formúlu 1 telur sig hafa fundið útskýringu slakrar frammistöðu í Singapúr á síðasta ári. Þá voru báðir ökumenn liðsins rúmri sekúndu frá ráspól í tímatöku. 15. september 2016 20:15 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Alonso: Stoffel Vandoorne mun leiða McLaren inn í framtíðina Fernando Alonso segir að ungstirnið Stoffel Vandoorne muni leiða McLaren liðið inn í framtíðina. Alonso segir einnig að hann og Jenson Button muni gera allt til að aðstoða Belgann. 9. september 2016 15:45
McLaren bindur miklar vonir við Singapúr kappaksturinn McLaren liðið í Formúlu 1 telur að Singapúr kappaksturinn sem fram fer næstu helgi, sé þeirra tækifæri til að sýna hvað í bílnum býr. 13. september 2016 16:15
Jenson Button spáir Hamilton heimsmeistaratitlinum Jenson Button, ökumaður McLaren liðsins spáir fyrrum liðsfélaga sínum og ríkjandi heimsmeistara Lewis Hamilton heimsmeistaratitli ökumanna í ár. 11. september 2016 16:30
Mercedes vonast eftir betri keppni í Singapúr Mercedes liðið í Formúlu 1 telur sig hafa fundið útskýringu slakrar frammistöðu í Singapúr á síðasta ári. Þá voru báðir ökumenn liðsins rúmri sekúndu frá ráspól í tímatöku. 15. september 2016 20:15