Talsmaður Trump segir hann trúa að Obama hafi fæðst í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2016 08:04 Vísir/EPA Talsmaður Donald Trump segir forsetaframbjóðandann nú trúa þvi að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafi fæðst í Bandaríkjunum. Trump sjálfur hefur hins vegar margsinnis neitað að segja það sjálfur. Trump hefur um árabil verið einn helsti forsvarsmaður „birther“ hreyfingarinnar svokölluðu sem haldið hefur því fram að Obama hafi ekki fæðst á Hawaii og því eigi hann ekki að vera með ríkisborgararétt og geti því ekki verið forseti. Framboð Trump sakar nú Hillary Clinton um að hafa komið þeirri umræðu af stað í forvali Demókrataflokksins árið 2008. Fjölmiðlar ytra segja það hins vegar vera kolrangt. Jason Miller, talsmaður Trump, sagði forsetaframbjóðandann hafa gert bæði Bandaríkjunum og Obama greiða með að loka málinu. Hann sagði málinu hafa verið lokað þegar Obama var neyddur til að birta fæðingarvottorð sitt opinberlega. Á miðvikudaginn tók Washington Post viðtal við Trump þar sem hann neitaði að viðurkenna að Obama væri fæddur í Bandaríkjunum. Þá var hann spurður hvort að það væri rétt hjá Kellyanne Conway, framkvæmdastjóra framboðs Trumps, þegar hún sagði nýverið að yfirmaður hennar trúði því að Obama hefði fæðst á Hawaii, sagði Trump: „Þetta er í lagi. Hún má segja það sem hún vill. Ég vil einblína á störf. Ég vil einblína á aðra hluti.“Þurfi að segja það sjálfur Í nýjustu tilkynningunni er því haldið fram að Trump hafi trúað því að Obama væri fæddur í Bandaríkjunum frá því hann sá fæðingarvottorð forsetans árið 2011. Síðan þá hefur Trump hins vegar ítrekað haldið öðru fram. Meðal annars hefur hann haldið því fram opinberlega að vottorðið sé falsað. Þá er, eins og áður segir, því haldið fram að Clinton hafi upphaflega haldið því fram að Obama væri í raun ekki með ríkisborgararétt árið 2008. Framboð Hillary Clinton hafi fyrst borið upp málið til að reyna að koma höggi á andstæðing hennar í forvalinu árið Barack Obama. Sem er ekki rétt. Talsmaður Clinton sagði að Trump þurfi að segja sjálfur hverju hann trúi og það þurfi hann að gera fyrir framan myndavél. Hann eigi að viðurkenna að hann hafi haft rangt fyrir sér og að það hafi verið rangt af honum að reyna að draga úr lögmæti fyrsta svarta forseta Bandaríkjanna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Stefna kennurum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollum á Mexíkó Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Sjá meira
Talsmaður Donald Trump segir forsetaframbjóðandann nú trúa þvi að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafi fæðst í Bandaríkjunum. Trump sjálfur hefur hins vegar margsinnis neitað að segja það sjálfur. Trump hefur um árabil verið einn helsti forsvarsmaður „birther“ hreyfingarinnar svokölluðu sem haldið hefur því fram að Obama hafi ekki fæðst á Hawaii og því eigi hann ekki að vera með ríkisborgararétt og geti því ekki verið forseti. Framboð Trump sakar nú Hillary Clinton um að hafa komið þeirri umræðu af stað í forvali Demókrataflokksins árið 2008. Fjölmiðlar ytra segja það hins vegar vera kolrangt. Jason Miller, talsmaður Trump, sagði forsetaframbjóðandann hafa gert bæði Bandaríkjunum og Obama greiða með að loka málinu. Hann sagði málinu hafa verið lokað þegar Obama var neyddur til að birta fæðingarvottorð sitt opinberlega. Á miðvikudaginn tók Washington Post viðtal við Trump þar sem hann neitaði að viðurkenna að Obama væri fæddur í Bandaríkjunum. Þá var hann spurður hvort að það væri rétt hjá Kellyanne Conway, framkvæmdastjóra framboðs Trumps, þegar hún sagði nýverið að yfirmaður hennar trúði því að Obama hefði fæðst á Hawaii, sagði Trump: „Þetta er í lagi. Hún má segja það sem hún vill. Ég vil einblína á störf. Ég vil einblína á aðra hluti.“Þurfi að segja það sjálfur Í nýjustu tilkynningunni er því haldið fram að Trump hafi trúað því að Obama væri fæddur í Bandaríkjunum frá því hann sá fæðingarvottorð forsetans árið 2011. Síðan þá hefur Trump hins vegar ítrekað haldið öðru fram. Meðal annars hefur hann haldið því fram opinberlega að vottorðið sé falsað. Þá er, eins og áður segir, því haldið fram að Clinton hafi upphaflega haldið því fram að Obama væri í raun ekki með ríkisborgararétt árið 2008. Framboð Hillary Clinton hafi fyrst borið upp málið til að reyna að koma höggi á andstæðing hennar í forvalinu árið Barack Obama. Sem er ekki rétt. Talsmaður Clinton sagði að Trump þurfi að segja sjálfur hverju hann trúi og það þurfi hann að gera fyrir framan myndavél. Hann eigi að viðurkenna að hann hafi haft rangt fyrir sér og að það hafi verið rangt af honum að reyna að draga úr lögmæti fyrsta svarta forseta Bandaríkjanna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Stefna kennurum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollum á Mexíkó Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Sjá meira