Íslenski boltinn

Willum Þór: Rifjaði upp ferðir í Akraborginni með mínum mönnum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR.
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR. vísir/anton
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR-ingar fagnaði vel og lengi í leikslok eftir góðan 1-0 sigur KR-gegn ÍA í kvöld. Segir hann að lið sitt hafi undirbúið sig afar vel fyrir leikinn.

„Við vorum að spila á móti öflugu liði sem er búið að vera á flugi að undanförnu. Við undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik og mér fannst KR-liðið spila feykifínan fótbolta gegn flottu liði,“ en Willum var sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn og var heilt yfir mjög sáttur með spilamennsku sinna manna.

Hann segir að það sé mikilvægt að halda upp þeirri sögu sem felist í sögu þessarar viðureignar enda er um að ræða tvö af sigursælustu liðum íslenskrar knattspyrnu.

„Virðing mín fyrir Akranesi og þeirri sögu sem er hér er það mikil að og ég rifjaði upp með mínum mönnum í þá daga sem maður var að taka Akraborgina til þess að mæta á þessa stórviðburði sem þessi leikur voru. Ég ætla að vona að við höldum uppi merki þessa félaga sem lengst og að við höldum upp á þennan leik,“ segir Willum sem telur að markmiðin í næstu þremur leikjum séu alveg skýr.

„Við höldum enn í vonina um að ná í Evrópusætið. Þessi sigur í dag gefur okkur enn von. Við einbeitum okkar að næsta leik og vonum að við höldum lífinu í baráttunni um Evrópusætið.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×